Rán Flygenring á DesignTalks 2024

Hönnuðurinn, listamaðurinn og verðlaunamynd- og rithöfundurinn Rán Flygenring kemur fram á DesignTalks sem fer fram í Hörpu þann 24. apríl.
13. mars 2024

Christian Benimana á DesignTalks 2024

Arkitektinn Christian Benimana frá MASS Design Group kemur fram á DesignTalks þann 24. apríl í Hörpu. Benimana er framkvæmdastjóri Mass Design Group í Afríku og er leiðtogi á sviði arkitektúrs í Rúanda og Austur- Afríku. Hann var listrænn stjórnandi sýningarinnar Afritect á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr í fyrra.
4. mars 2024

Atelier NL á DesignTalks 2024

Hollenska hönnunarstofan Atelier NL fókuserar á möguleika hönnunar í að tengja saman samfélög við verðmæti í nærumhverfi. Lonny van Ryswyck, annar eigandi Atelier NL, kemur fram á DesignTalks sem fer fram í Hörpu þann 24. apríl.
23. febrúar 2024

Opið kall - Sýning í Fyrirbæri á HönnunarMars

Gallerí Fyrirbæri, sem er multi komplex skapandi einstaklinga í miðbæ Reykjavíkur, stendur fyrir opnu kalli fyrir sýninguna ANARKIST ~ FAGURFRÆÐI.
22. febrúar 2024

Opið kall - FLEY, samsýning nýútskrifaðra og upprennandi hönnuða

Félag vöru-og iðnhönnuða stendur nú fyrir opnu kalli á verkum fyrir sýninguna FLEY sem haldin verður í fyrsta skipti á HönnunarMars í apríl. FLEY er samsýning nýútskrifaðra og upprennandi hönnuða!
21. febrúar 2024

HönnunarMars 2024 - Þar sem kaos er norm og jafnvægi list

Á hátíðinni í ár er ástand heimsins speglað í sirkusnum. Snúum öllu á hvolf með gleði, forvitni og hugrekki! Hönnuðir, arkitektar og skapandi hugsuðir þenja mörk hins mögulega með spennandi sýningum, viðburðum, vinnustofum, leiðsögnum og opnunum um allan bæ á HönnunarMars 2024 dagana 24. - 28. apríl.
8. febrúar 2024

Fjöldi umsókna barst um þátttöku á HönnunarMars 2024

Búið er að loka fyrir umsóknir um þátttöku á HönnunarMars 2024 og bárust fjöldi forvitnilega og fjölbreyttra umsókna í ár. Líkt og fyrri ár verða yfir 100 sýningar á dagskrá sem breiða úr sér á helstu sýningarsvæðum hátíðarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Nú hefst vinna faghóps hátíðarinnar að rýna umsóknir og teymi HönnunarMars við undirbúning á hátíðinni.
12. janúar 2024

DesignTalks talks - Hvað nú? Fjórði þáttur: Tölum um sögur

DesignTalks talks er hlaðvarp tengt alþjóðlegu ráðstefnunni DesignTalks sem haldin er árlega í Reykjavík. Þáttaröðin Hvað nú? er innblásin af ráðstefnunni árið 2023 og styrkt af Nordic Talks. Í fjórða og síðasta þætti er fjallað um frásögn sem öflugt tæki í hönnun og umbreytingu sem og mikilvægi þess að endurskilgreina kerfi til sjálfbærni og þverfaglegs samstarfs.
18. desember 2023

DesignTalks talks - Hvað nú?

DesignTalks talks er hlaðvarp tengt alþjóðlegu ráðstefnunni DesignTalks sem haldin er árlega í Reykjavík. Þáttaröðin Hvað nú? er fjögurra þátta sería innblásin af ráðstefnunni árið 2023 og styrkt af Nordic Talks. Anna Gyða Sigurgísladóttir hefur umsjón með þáttunum þar sem hún talar við hönnuði, arkitekta og framtíðarrýna frá ólíkum fagsviðum.
18. desember 2023

DesignTalks talks - Hvað nú? Þriðji þáttur: Tölum um náttúruna

DesignTalks talks er hlaðvarp tengt alþjóðlegu ráðstefnunni DesignTalks sem haldin er árlega í Reykjavík. Þáttaröðin Hvað nú? er innblásin af ráðstefnunni árið 2023 og styrkt af Nordic Talks. Í þriðja þætti spyrjum við: Hvert er hlutverk hönnunar og arkitektúrs þegar kemur að loftslagsbreytingum, velferð og heilsu fólks?
18. desember 2023

DesignTalks talks - Hvað nú? Fyrsti þáttur: Tölum um sköpunarkraftinn

DesignTalks talks er hlaðvarp tengt alþjóðlegu ráðstefnunni DesignTalks sem haldin er árlega í Reykjavík. Þáttaröðin Hvað nú? er innblásin af ráðstefnunni árið 2023 og styrkt af Nordic Talks. Í fyrsta þætti í hlaðvarpsþáttaröðinni Hvað nú? er farið yfir sköpunarferlið, eðli sköpunar og hönnunarhugsunar.
18. desember 2023

DesignTalks talks - Hvað nú? Annar þáttur: Tölum um efni

DesignTalks talks er hlaðvarp tengt alþjóðlegu ráðstefnunni DesignTalks sem haldin er árlega í Reykjavík. Þáttaröðin Hvað nú? er innblásin af ráðstefnunni árið 2023 og styrkt af Nordic Talks. Í öðrum þætti er fjallað um efni í hönnunarheiminum í dag og kynnumst við hönnuðum sem eru að finna ný efni og forvitnast um ferlið að baki hönnunar og framleiðslu slíkra efna frá grunni.
18. desember 2023

Umsóknarfrestur á HönnunarMars 2024 til 10. janúar

Opið er fyrir umsóknir um þátttöku á HönnunarMars 2024 sem fer fram dagana 24. - 28. apríl. Umsóknarfrestur til 10. janúar. Dagskráin er farin að taka á sig spennandi og fjölbreytta mynd, en margar umsóknir bárust í snemmskráningu í haust. Það er því hægt að byrja að telja niður í hátíð með hækkandi sól.
15. desember 2023

Forsala hafin á DesignTalks 2024

Alþjóðlega ráðstefnan DesignTalks fer fram í Silfurbergi í Hörpu þann 24. apríl 2024. Búið er að opna fyrir miðasölu en uppselt hefur verið á þennan vinsæla viðburð síðustu ár. Ekki missa af þessari veislu sköpunarkraftsins!
14. desember 2023

Opið fyrir umsóknir á HönnunarMars 2024 - snemmskráning til 31. október

Búið er að opna fyrir umsóknir á HönnunarMars 2024 sem fer fram í sextánda sinn dagana 24 - 28. apríl. Vertu með!
5. október 2023

Hvað langar þig að heyra og sjá á DesignTalks 2024? Opið kall til 16. október

Lykilviðburður HönnunarMars, DesignTalks fer fram þann 24. apríl 2024 í sextánda  sinn. Viðburðurinn hefur skapað sér mikilvægan sess á innlendum og alþjóðlegum vettvangi  og hefur farið fram fyrir fullu húsi í Silfurbergi Hörpu í mörg ár.
4. október 2023

Horfðu á DesignTalks 2023

Alþjóðlega ráðstefnan og lykilviðburður HönnunarMars, DesignTalks fór fram fyrir fullu húsi í Hörpu, þann 3. maí síðastliðinn. Ráðstefnan leitaði svara við spurningunni Hvað nú? með áhrifamiklum erindum frá fjölbreyttum hópi hönnuða, arkitekta og listamanna sem nálgast núið og framtíðina á skapandi hátt. DesignTalks var streymt í beinni hjá hönnunarmiðlinum Dezeen og hér er hægt að horfa á ráðstefnuna í heild sinni.
5. júlí 2023

Skýrsla HönnunarMars 2023 er komin út og hægt að lesa hér. Þar er að finna allskonar fróðleik sem tengist undirbúningi hátíðarinnar og framkvæmdinni, yfirsýn yfir sýningar, viðburði, fjölmiðlaumfjallanir og margt margt fleira.
22. júní 2023

HönnunarMars 2024 í apríl

HönnunarMars verður haldinn í sextánda sinn um allt höfuðborgarsvæðið dagana 24. - 28. apríl 2024. HönnunarMars er  hátíð hönnunar og arktitektúrs þar sem fjölbreyttar og forvitnilegar sýningar, viðburðir og samtöl veita þátttakendum og gestum innblástur og innsýn í nýjar lausnir og skapandi hugmyndir sem takast á við áskoranir samtímans.
21. júní 2023

Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir og Hera Guðmundsdóttir sigurvegarar í samkeppni Kormáks og Skjaldar

Tillögur þeirra Aðeins það bezta fyrir ferðalagið: Nytjahlutir Kormáks og Skjaldar úr íslensku tvídi eru varanleg eign og Hálendismeyjar og borgardætur velja íslenska tvídið frá Kormáki og Skildi hlutu hæstu einkunn frá dómnefnd í hönnunar- og hugmyndasamkeppni um nýjar vörur hannaðar úr íslensku tvídi og var tilkynnt á sýningu þeirra á HönnunarMars.
10. maí 2023