Minn HönnunarMars - Andri Snær Magnason

23. júní 2020

Nú er HönnunarMars að bresta á í allri sinni dýrð. Dagskráin telur um 80 sýningar og 100 viðburði sem breiða úr sér um bæinn og því vel við hæfi að fá smá leiðsögn. Næstu vikuna munum við deila hvaða sýningum vel valdir aðilar ætla ekki að láta framhjá sér fara á HönnunarMars 2020 undir yfirskriftinni Minn HönnunarMars.

Hér eru þær sýningar sem Andri Snær Magnason rithöfundur ætlar ekki að láta framhjá sér fara

Farmers Market x Blue Lagoon

Mig langar mikið að sjá nýjustu verk Bergþóru Guðnadóttur, hef verið aðdáandi hennar verka alla tíð og átt og gefið all margar flíkur frá henni.

Næsta stopp

Mig langar til að sjá næsta stopp, hef reyndar verið að bíða lengi eftir aðeins sjónrænni miðlun á borgarlínunni, kannski að hluta til ástæða óvinsælda eða sinnuleysis um hana er að kynningin hefur nánast bara verið tvö strik á korti yfir reykjavík en minna um hvernig maður mun upplifa hana í daglegu lífi. Hönnun og framsetning skiptir máli.

MAT 0.1

Þetta er spennandi verkefni – nýstárleg leið til að minnka matarsóun og kannski endurvekja kaupmanninn á horninu.

Kynntu þér dagskrá HönnunarMars á heimasíðu hátíðarinnar hér og gerðu þinn eigin HönnunarMars!

Sjáumst á HönnunarMars!

Dagsetning
23. júní 2020

Tögg

  • HönnunarMars
  • Greinar
  • MinnHönnunarMars