Stærri og öflugri Hönnunarsjóður eflir verðmætasköpun og stuðlar að jákvæðum samfélagsbreytingum
Framtíðarsýn Hönnunarsjóðs hefur nú litið dagsins ljós þar sem lagt er til að sjóðurinn verði stækkaður verulega. Með því að stækka og efla Hönnunarsjóð veita stjórnvöld kröftugri grasrót og fyrirtækjum mikilvægt súrefni, og um leið tækifæri til að vaxa og eflast hraðar. Hönnunarsjóður getur orðið lykilverkfæri íslenskra stjórnvalda til að ná fram jákvæðum samfélagsbreytingum til framtíðar.
Emanuele Coccia á DesignTalks 2025
Emanuele Coccia er heimspekingur og prófessor í félagsvísindum við EHESS (École des Hautes Études en Sciences Sociales) í París. Hann er virtur rithöfundur og starfar með hönnuðum, listamönnum og menningarstofnunum um allan heim. DesignTalks fer fram í Hörpu þann 2. apríl, undir þemanu Uppspretta.
Hönnunarsjóður: Opinn kynningarfundur um gerð umsókna
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs heldur opinn kynningarfund fyrir umsækjendur um styrki Hönnunarsjóðs, mánudaginn 13. janúar frá kl. 12:00 - 13:00.
2024 fjölbreytt og frábært ár
Árið 2024 hefur verið árangursríkt í Miðstöð hönnunar og arkitektúrs með fjölbreyttum verkefnum og frábærum viðburðum
Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs sendir hátíðarkveðjur og bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Við þökkum vinum, velunnurum og öllu okkar góða og fjölbreytta samstarfsfólki innilega fyrir gott og viðburðaríkt ár.
Vöndum valið - veljum íslenska hönnun fyrir jólin
Nú líður senn að jólum og á þessum tíma árs er tilvalið að kynna sér þá fjölbreytni og grósku sem er að eiga sér stað í íslenskri hönnun. Hér á heimasíðu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs er að finna aðgengilegt yfirlit yfir verslanir sem selja íslenska hönnunarvöru, bæði búðir sem selja vörur frá ólíkum hönnuðum, hönnuðir sem eru að selja sjálfir sem og netverslanir.
Anders Vange hannar jólakött Rammagerðarinnar 2024
Hinn árlegi jólaköttur Rammagerðarinnar er kominn til byggða fimmta árið í röð en að þessu sinni var hönnun hans í höndum Anders Vange, glerlistamanns.
Hönnunartengdir viðburðir í vikunni
Það styttist óðum í jólin og er nú fjórða helgi í aðventu framundan, hér er yfirlit yfir hönnunartengda viðburðadagskrá vikunnar. Góða skemmtun!
Opið kall / Leirnámskeið: “Out of Clay and Wood”. Náttúruleg efni í arkitektúr framtíðarinnar
Langar þig að kanna möguleikana sem leir býður upp á fyrir hönnun og arkitektúr? Í lok janúar verður haldið 5 daga leirnámskeið í Póllandi þar sem unnið verður með bæði íslenskan og pólskan leir, þátttakendur verða leiddir í gegnum ferlið allt frá undirbúningi leirsins til hönnunar á eigin verki.
Opið fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð
Opið er fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð. Um er að ræða fyrri úthlutun ársins 2025 en umsóknarfrestur rennur út þann 29. janúar 2025. Hægt er að sækja um þrjár tegundir styrkja auk ferðastyrkja. Úthlutun fer fram 4. mars 2025.
Hönnunarhugsun í smáskömmtun, námskeið á nýju ári
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs býður upp á námskeið fyrir hönnuði og arkitekta í hönnunarhugsun undir heitinu „Design Thinking Microdose“ sem R. Michael Hendrix, þekktur bandarískur hönnuður og fyrrverandi hönnunarstjóri hjá IDEO leiðir námskeiðið. Michael flutti nýlega til landsins og rekur eigið nýsköpunar- og hönnunarfyrirtæki, Huldunótur.
Fjölbreyttir hönnunartengdir viðburðir í vikunni
Nú er þriðja helgi í aðventu framundan með fjölda viðburða fyrir öll. Hér er yfirlit yfir hönnunartengda viðburðadagskrá vikunnar. Góða skemmtun.
Öflugt ráðuneyti menningar og skapandi greina
Breiðfylking samtaka, fyrirtækja og einstaklinga úr skapandi greinum, menningu og listum hvetur forystufólk stjórnmálaflokka sem nú hugar að myndun nýrrar ríkisstjórnar til að standa vörð um ráðuneyti menningarmála og festa það í sessi.
Fjölbreyttir hönnunartengdir viðburðir um helgina
Önnur helgi í aðventu er framundan með fjölda viðburða fyrir öll. Hér er yfirlit yfir hönnunartengda viðburðadagskrá helgarinnar. Góða skemmtun.
11 hönnuðir hljóta listamannalaun 2025
Úthlutunarnefndir Launasjóðs listamanna hafa lokið störfum og úthlutuðu 56 mánuðum til 11 hönnuða. Alls bárust 67 umsóknir og sótt var um 520 mánuði. Sigmundur Páll Freysteinsson, Íris Indriðadóttir og og Arnar Már Jónsson eru meðal þeirra hönnuða sem hljóta starfslaun hönnuða árið 2025.
Erindrekar x HAKK - dúnmjúk opnun
Þann 12. desember opnar HAKK, hönnunargallerí dyrnar að Óðinsgötu 1 í Reykjavík. Á þessari fyrstu dúnmjúku opnun HAKK stígur hönnunartríóið Erindrekar á stokk með fylgihluti úr æðardúni frá Skálanesi í Seyðisfirði.
Hönnunarteymið Flétta, þær Birta Rós Brynjólfsdóttir og Hrefna Sigurðardóttir hönnuðu Amnesty sokkana í ár.
Amnesty sokkarnir fóru í sölu í dag, 28. nóvember. Þær Birta Rós Brynjólfsdóttir og Hrefna Sigurðardóttir hjá hönnunarteyminu Fléttu hönnuðu sokkana í ár.
Hönnunartengdir viðburðir um helgina
Nú er fyrsta helgi í aðventu framundan með fjölda viðburða fyrir alla. Hér er yfirlit yfir hönnunartengda viðburðadagskrá helgarinnar. Góða skemmtun.
Katrín Alda hlýtur Indriðaverðlaunin 2024
Indriðaverðlaunin voru haldin hátíðleg þann 25. nóvember síðastliðinn. Handhafi verðlaunanna að þessu sinni var Katrín Alda Rafnsdóttir fyrir skó -og fylgihlutamerki sitt Kalda.
Frumsýning vörulínunnar BAÐ í Epal Skeifunni
Vörulínan BAÐ verður frumsýnd í Epal Skeifunni, miðvikudaginn 27. nóvember milli klukkan 17:00 – 19:00. BAÐ - íslensk baðmenning í hávegum höfð.
Jólamarkaður Saman í Hafnarhúsinu, laugardaginn 30. nóvember.
Jólamarkaður Saman ~ menningar og upplifunar markaðar verður haldinn í porti Hafnarhússins, laugardaginn 30. nóvember, milli 11:00 - 17:00. Einstakur markaður þar sem hönnun, myndlist, ritlist, sviðslist, matur og drykkur eru í forgrunni.
Hvatning frá Arkitektafélagi Íslands
Eitt af stóru málunum sem komandi ríkisstjórn þarf að takast á við eru húsnæðismálin, samfara kröfunni um þéttingu byggðar, umhverfisvernd og verðbólgu. Þessi mál eru síður en svo ný af nálinni, en árangurinn hefur verið misjafn.
Kosningafundur, samtal um skapandi greinar
Þann 6. nóvember var haldinn öflugur kosningafundur í stóra salnum í Grósku um málefni skapandi greina. Fulltrúar allra framboða til alþingiskosninga tóku þátt og sköpuðust líflegar umræður fyrir fullum sal áhugasamra gesta. Ágúst Ólafur Ágústsson hagfræðingur var kynnir og stýrði umræðum.
Rammagerðin opnar nýja verslun í sögufrægu húsi
Ný og glæsileg verslun Rammagerðarinnar að Laugavegi 31, var opnuð með pompi og prakt fimmtudaginn 14. nóvember síðastliðinn.
Málþing um tísku og umhverfi í Norræna húsinu
Málþing um tísku og umhverfi í Norræna húsinu föstudaginn 22. nóvember kl. 12.30 - 16:00. Að málþinginu standa fatahönnunarbraut Listaháskóla Íslands, Fatasöfnun Rauða krossins og Umhverfisstofnun.
Hönnunarsamkeppni Samtakanna ‘78 um tákn fyrir kynhlutlaus rými
Samtökin ‘78 í samstarfi við FÍT, Félag íslenskra teiknara og Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, standa fyrir hönnunarsamkeppni um tákn fyrir kynhlutlaus rými, svo sem salerni, búningsklefa, sturtuaðstöðu o.fl.
Framúrskarandi fögnuður á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024
Það var mikið um dýrðir í Grósku þann 7. nóvember þegar Hönnunarverðlaun Íslands voru afhent með pompi og pragt. Dagurinn hófst á því að gestir fengu góða innsýn inn í þau níu framúrskarandi og fjölbreyttu verkefni sem tilnefnd voru til verðlaunanna í ár í þremur mismunandi flokkum. Í kjölfarið var svo verðlaunaafhending með tilheyrandi fögnuði
Smiðja, skrifstofubygging Alþingis er Staður ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024
Smiðja, skrifstofubygging Alþingis eftir Studio Granda er verðlaunahafi í flokknum Staður á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024. Smiðja er borgarhús í hæsta gæðaflokki sem ber íslensku hugviti og handverki glæsilegt vitni.
Krónan hlýtur viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun 2024
Krónan hlýtur viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024 og er til fyrirmyndar í margvíslegu samstarfi sínu við hönnuði, þar sem rauði þráðurinn er aukin umhverfisvitund og sjálfbærni.
Börnin að borðinu er Verk ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024
Börnin að borðinu eftir Þykjó er verðlaunahafi í flokknum Verk á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024 fyrir að vera frumlegt og áhugavert dæmi um hvernig hægt er miðla hugmyndum barna og ungmenna að alvöru og virðingu með að leiðarljósi að gefa þeim rödd og virkja til áhrifa.
Peysan James Cook er Vara ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024
Peysan James Cook, unnin í samstarfi Helgu Lilju Magnúsdóttur fatahönnuðar og Stephan Stephensen listamanns, fyrir BAHNS, er verðlaunahafi í flokknum vara ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024 fyrir að vera frábært dæmi um hvernig góð hönnun getur haft jákvæð félagsleg áhrif.
Prjónavetur í Listasafni Sigurjóns í Laugarnesi - FÖR sýning Andreu Fanneyjar Jónsdóttur, textílhönnuðar og klæðskerameistara.
Prjónavetur í Listasafni Sigurjóns í Laugarnesi hefst næstkomandi föstudag með FÖR sýningu Andreu Fanneyjar Jónsdóttur. Sýningaropnun er föstudaginn 15. nóvember, klukkan 17:00.
HönnunarMars 2025 - umsóknarfrestur lýkur á miðnætti þann 17. nóvember.
Opið er fyrir umsóknir á HönnunarMars 2025 sem fer fram í sautjánda sinn dagana 2. - 6. apríl. Vertu með! Umsóknarfrestur lýkur á miðnætti þann 17. nóvember 2024.
Fögnum framúrskarandi íslenskri hönnun 7. nóvember
Afhending Hönnunarverðlauna Íslands 2024 fer fram í Grósku þann 7. nóvember. Fyrir verðlaunaafhendinguna verður sjónum beint að þeim fjölbreyttu verkum sem hljóta tilnefningu í ár og gestum gefst tækifæri til að fá innsýn og taka þátt í samtali um þau.
Við kynnum til leiks fyrsta fyrirlesara á DesignTalks 2025 - Tryggðu þér miða í forsölu!
Hönnuðurinn Fernando Laposse kemur fram á alþjóðlegu ráðstefnunni DesignTalks sem fer fram þann 2. apríl, undir þemanu Uppspretta
Misbrigði X - tískusýning nemenda á 2. ári í fatahönnun við Listaháskóla Íslands
Misbrigði X - tískusýning nemenda á 2. ári í fatahönnun við Listaháskóla Íslands verður haldin þann 2. nóvember í svarta kassanum, leikhúsrými Listaháskóla Íslands.
Grímur James Merry eru tilnefndar til Hönnunarverðlauna Íslands 2024
Grímur eftir hönnuðinn og listamanninn James Merry eru tilnefndar sem verk ársins á Hönnunarverðlaununum 2024. Verðlaunin fara fram í Grósku 7. nóvember.
Íslensk hönnun lýsir upp borgina
„Íslensk hönnun“ kynningarátakið lýsir upp höfuðborgina fjórða árið í röð þar sem nýstárleg, fjölbreytileg og litrík íslensk hönnun birtist og tekur yfir ljósaskilti höfuðborgarsvæðisins í heila viku.
Börnin að borðinu er tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2024
Verkefnið Börnin að borðinu eftir Þykjó er tilnefnt sem verk ársins á Hönnunarverðlaununum 2024. Verðlaunin fara fram í Grósku 7. nóvember.
Félag íslenskra gullsmiða 100 ára: Gitte Bjørn
Sýning Gitte Bjørn býður áhorfendum í könnun á mannlegri upplifun, mannslíkamanum og ótal formum hans. Sýningin er andyri Norræna hússins og stendur til 1. nóvember.
Stafrænn gagnagrunnur fyrir byggingariðnað og útisýning innblásin af skáldskap hljóta hæstu styrki Hönnunarsjóðs
Seinni úthlutun ársins hjá Hönnunarsjóði fór fram í Grósku þann 22. október. 24 fjölbreytt verkefni á sviði hönnunar og arkitektúrs hlutu almenna styrki en 38,8 milljónir voru alls til úthlutunar. Alls bárust 89 umsóknir um almenna styrki þar sem samtals var sótt um tæpar 300 milljónir og 33 umsóknir um ferðastyrki.
Arnhildur Pálmadóttir hlýtur Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs
Arkitektinn Arnhildur Pálmadóttir hlýtur Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs fyrir þverfaglega nálgun og áherslu á minnkaða kolefnislosun og endurnýtingu byggingarefnis.
Annarsflokks tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2024
Verkefnið Annarsflokks eftir Stúdíó Erindreka og Sigmund Pál Freysteinsson er tilnefnt sem verk ársins á Hönnunarverðlaununum 2024. Verðlaunin fara fram 7. nóvember.
Spennandi námskeið á vegum Textílfélagsins
Japanskur útsaumur, náttúrulegur jólakrans og fleiri áhugaverð námskeið á vegum Textílfélagsins í október og nóvember 2024 - Allir velkomnir! Námskeiðin eru haldin á verkstæði félagsins á Korpúlfsstöðum.
Kerlingarfjöll Hálendismiðstöð tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2024
Kerlingarfjöll Hálendismiðstöð eftir Hönnunarteymi Bláa Lónsins, Basalt arkitekta og Design Group Italia er tilnefndur sem staður ársins á Hönnunarverðlaununum 2024.
Verðlaunin fara fram 7. nóvember.
Leiðsögn með dansdæmum á Hönnunarsafni Íslands
Sunnudaginn 20. október kl. 13:00 verður leiðsögn með dansdæmum um sýninguna Hönnunarsafnið sem heimili. Sigríður Sigurjónsdóttir, forstöðumaður safnsins og Sigríður Soffía Níelsdóttir, dansari og danshöfundur sjá um leiðsögnina.
Jólamarkaður Saman - opið fyrir umsóknir
Opið er fyrir umsóknir í SAMAN — Menning & upplifun sem fer fram í porti Hafnarhússins laugardaginn 30. nóvember á milli 11-17. Um er ræða vettvang þar sem hönnuðir, myndlistarmenn, matgæðingar og tónlistarfólk koma saman á skemmtilegum markaði þar sem ógrynni af fallegum vörum, drykkjum, matvöru og listaverkum af ýmsum toga verða til sölu fyrir jólin.
Smiðja er tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2024
Smiðja, skrifstofubygging Alþingis eftir Studio Granda er tilnefnd sem staður ársins á Hönnunarverðlaununum 2024. Verðlaunin fara fram 7. nóvember.
Þrístapar er tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2024
Áfangastaðurinn Þrístapar í Vatnsdal í Húnavatnssýslu eftir Gagarín, Landslag og Harry Jóhannsson er tilnefndur sem staður ársins á Hönnunarverðlaununum 2024.
Verðlaunin fara fram 7. nóvember.
Samtal um verðmæti skapandi greina, nýsköpun og úthlutun Hönnunarsjóðs
Verið öll velkomin í Grósku þriðjudaginn 22. október á samtal um verðmæti skapandi greina og úthlutun Hönnunarsjóðs.
Eldgos er tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2024
Bókin Eldgos eftir teiknarann, hönnuðinn og rithöfundinn Rán Flygenring er tilnefnd í flokknum vara ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024. Verðlaunin fara fram 7. nóvember.
James Cook tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2024
Peysan James Cook, unnin í samstarfi Helgu Lilju Magnúsdóttur fatahönnuðar og Stephan Stephensen listamanns, fyrir BAHNS, er tilnefnd í flokknum vara ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024.
Hljómkassar tilnefndir til Hönnunarverðlauna Íslands 2024
Hljómkassar eftir Halldór Eldjárn og Jón Helga Hólmgeirsson eru tilnefndir í flokknum vara ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024. Verðlaunin fara fram 7. nóvember.
Hæ/Hi opnar í Seattle
Margt var um manninn þegar Einar Þorsteinsson, borgarstjóri opnaði sýninguna Hæ/Hi: Designing Friendship í Seattle sem fór fram í tengslum við Taste of Iceland hátíðina þar í borg. Reykjavík og Seattle eru systurborgir og því við hæfi að borgarstjóri opnaði sýninguna sem snýst um vináttu.
25 ára afmæli Bleiku slaufunnar í Lofskeytastöðinni
Í tilefni af 25 ára afmæli Bleiku slaufunnar hefur verið sett upp sýning í Loftskeytastöðinni þar sem allar Bleiku slaufurnar sem framleiddar hafa verið á Íslandi verða til sýnis. Opnunarhóf laugardaginn 5. október kl. 14.
Forsala hafin á DesignTalks 2025
Búið er að opna fyrir forsölu á alþjóðlegu ráðstefnuna DesignTalks sen fer fram þann 2. apríl 2025 í Silfurbergi í Hörpu. Tryggðu þér miða á þennan vinsæla viðburð sem hefur farið fram fyrir fullu húsi undanfarin ár.
Elísa Jóhannsdóttir nýr framkvæmdastjóri Arkitektafélags Íslands
Elísa Jóhannsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Arkitektafélags Íslands og tekur við starfinu 1. október. Hún tekur við af Gerði Jónsdóttir sem hefur verið framkvæmdastjóri félagsins frá 2017.
HönnunarÞing á Húsavík
HönnunarÞing, hátíð hönnunar og nýsköpunar fer fram á Húsavík dagana 4 og 5 október annað árið í röð. Í ár er áherslan á tónlist og margvíslegar birtingarmyndir snertiflata hönnunar, nýsköpunar og tónlistar. Það verða sýningar, fyrirlestrar, tónleikar, námskeið og sitthvað fleira á dagskrá.
Flétta verðlaunaðar á Maison&Objet í París
Flétta, Hrefna Sigurðardóttir og Birta Rós Brynjólfsdóttir, voru á dögunum verðlaunaðar sem rísandi stjörnur á frönsku hönnunarvikunni Maison&Objet ásamt því að vera með sýningu þar sem þær frumsýndu ný ljós.
Innflutningsboð í Hönnunarsafni Íslands
Unnar Ari Baldvinsson, grafískur hönnuður, heldur innflutningsboð föstudaginn 27. september kl. 17 fyrir vinnustofudvöl í Hönnunasafni Íslands.
Theodóra Alfreðsdóttir sýndi skartgripalínu á London Design Festival
Vöruhönnuðurinn Theodóra Alfreðsdóttir frumsýndi nýja skartgripalínu sem hún hannaði fyrir skartgripamerkið POINT TWO FIVE sem fékk hönnuði og listamenn til liðs við sig til hanna nýjar línur, sem svo eru svo smíðaðar af gullsmiðum.
Leiðsögn og kynning arkitekta á sýningu um Keldnaland
Opinn fyrirlestur miðvikudaginn 25. september kl. 17:00 þar sem arkitektar frá FOJAB kynna vinningstillögu sína um þróun Keldnalands í Borgarbókasafninu í Spönginni.
Opnun: Örverur á heimilinu
Föstudaginn 27. september kl 17:00 opnar sýning Örverur á heimilinu í Hönnunarsafni Íslands. Örverur á heimilinu er hluti af sýningarröðinni Heimsókn á Hönnunarsafni Íslands.
Strik Studio hannar nýtt einkenni Alþingis
Nýtt myndrænt einkenni Alþingis, sem hannað er af Strik Studio, var kynnt á opnunarhátíð Smiðju þann 14. september síðastliðinn. Grafíkin vísar í hjarta Alþingis, þingsalinn þar sem ólíkar skoðanir mætast og komast að samkomulagi.
Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2024
Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands hefur hafið störf og hún er skipuð fagfólki frá ýmsum áttum. Yfir 100 ábendingar bárust dómnefnd í opnu kalli sem lauk í byrjun mánaðarins. Hönnunarverðlaunin fara fram við hátíðlega athöfn þann 7. nóvember næstkomandi.
Ha - hvað er að gerast?
Fjöldi fólks lagði leið sína í Grósku í síðustu viku á kynningarfund Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs þar sem farið var yfir farið var yfir helstu verkefni Miðstöðvarinnar framundan eins og Framtíðarsýn Hönnunarsjóðs, Hönnunarverðlaunin, HönnunarMars, DesignTalks, HA? og Feneyjartvíæringinn í arkitektúr 2025.
Listamannaspjall: Snert á landslagi
Fimmtudaginn 19. september fer fram sýning á jarðhæð Loftskeytastöðvarinnar á nokkrum verkum hönnuðarins Tinnu Gunnarsdóttur úr yfirstandandi doktorsverkefni hennar ásamt listamannaspjalli við hana og Guðbjörgu R Jóhannesdóttur, lektor við listkennsludeild Listaháskóla Íslands.
KJARTAN SVEINSSON: ÍSLENZK BLOKK
Fimmta árs nemar í arkitektúr við Listaháskóla Íslands opna sýningu tileinkaða verkum Kjartans Sveinssonar (1926-2014) fimmtudaginn 19. september í Epal gallerí. Sýndur verður afrakstur kortlagningar nemenda á höfundaverki Kjartans.
Arnar Halldórsson í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs
Arnar Halldórsson, sköpunarstjóri (CD) og einn af eigendum á sköpunarstofunni Brandenburg,
hefur tekið sæti í stjórn Miðstöð Hönnunar og arkitektúrs.
Viltu sýna í Norræna húsinu á HönnunarMars 2025?
Ætlaru að taka þátt í HönnunarMars og langar að sýna í Norræna húsinu? Norræna húsið kallar eftir tillögum að sýningum á HönnunarMars 2025, sem fer fram dagana 2. - 6. apríl.
Aðförin í öndvegi - hádegismálþing um fjölbreyttar samgöngur og borgarskipulag
Samtal um samgöngumál í samgönguviku. Elliðaárstöð, Orka náttúrunnar og Veitur standa fyrir málþingi í hádeginu miðvikudaginn 18. september á Á Bístró í Elliðaárstöð þar sem umferð hjólandi og gangandi er einmitt í öndvegi. Meðal þeirra sem koma fram er Magnea Guðmundsdóttir, arkitekt og Edda Ívarsdóttir, borgarhönnuður.
HJARK + sastudio hljóta fyrstu verðlaun í skipulagssamkeppni um nýtt hverfi í Vík í Mýrdal
Arkitektastofurnar HJARK og sastudio hljóta fyrstu verðlaun í skipulagssamkeppni um nýtt hverfi í Vík í Mýrdal.
Vík Prjónsdóttir - Ævisaga
Brynhildur Pálsdóttir, einn af hönnuðum og stofnendum Víkur Prjónsdóttur, rekur áhugaverða sögu verkefnisins á Hönnunarsafni Íslands sunnudaginn 15. september kl. 13:00.
Salóme Guðmundsdóttir í stjórn HönnunarMars
Salóme Guðmundsdóttir, stjórnendaráðgjafi og stjórnarkona tekur sæti í stjórn HönnunarMars. Hún hefur starfað í hringiðu nýsköpunar og tækni undanfarinn áratug, lengst af sem framkvæmdastjóri Klak og síðar fyrir Eyri Venture Mangament og tengd félög sem stjórnandi og stjórnarmaður.
Hraunmyndanir framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr 2025
Verkefni s.ap arkitekta, Hraunmyndanir hefur verið valið framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr 2025.
Opið fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð
Opið er fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð. Um er að ræða síðari úhlutun ársins 2024 en umsóknarfrestur rennur út þann 19. september. Hægt er að sækja um þrjár tegundir styrkja auk ferðastyrkja. Úthlutun fer fram 22. október 2024.
HA? Kíkjum á það sem er að gerast
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs kynnir vetrardagskrá, verkefni, áherslur og starfsemi þann 12. september. Öll velkomin!
Ferðamannastaðir-frá hugmynd til framkvæmdar
Fimmtudaginn 12. september kl. 9 standa Ferðamálastofa, Skipulagsstofnun og Miðstöð hönnunar og arkitektúrs að kynningarfundi á Teams fyrir alla þá sem koma að uppbyggingu ferðamannastaða með einum eða öðrum hætti.
And Anti Matter tekur þátt í Design Market á Helsinki Design Week
And Anti Matter (&AM) tekur þátt í Design Market á Helsinki Design Week dagana 7.-8. september. &AM mun vera með flíkur úr línunni ANTI WORK sem kom út í febrúar á þessu ári og vöktu mikla lukku.
Viltu hanna HönnunarMars?
HönnunarMars og Miðstöð hönnunar og arkitektúrs leita að hönnunar- og hugmyndateymi til að vinna að hönnun og þróun einkennis, ásýndar, rödd og upplifun kynningarefnis HönnunarMars byggt á grunni núverandi einkennis. Frestur til mánudagsins 16. september.
Opið fyrir umsóknir í borgarsjóð Reykjavíkurborgar
Opnað var fyrir umsóknir um styrk úr borgarsjóði þann 1. september 2024. Umsóknarfrestur er til 30. september 2024.
Að hanna með náttúrunni - málþing í New York 5. september
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs í samstarfi við Bláa Lónið og Parsons School of Design , stendur fyrir málþingi í New York fimmtudaginn 5. september um hlutverk hönnunar á tímum náttúruvár. Getum við hannað samband okkar við náttúruna?
Erum við að leita að þér? Kynningarstjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs leitar að kraftmiklum, skipulögðum og skapandi einstakling í starf kynningarstjóra. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf þar sem gefst m.a. kostur á að sinna verkefni á innlendum og alþjóðlegum vettvangi. Kynningarstjóri vinnur náið með framkvæmdastjóra og verkefnastjóra.
Hönnunarverðlaun Íslands 2024 - opið fyrir ábendingar
Opið er fyrir ábendingar til Hönnunarverðlauna Íslands 2024 og hægt er að benda á eigin verk eða annarra til miðnættis 4. september. Markmiðið með ábendingum er að tryggja að afburða verk fari ekki fram hjá dómnefnd og því hvetjum við eigendur góðra verka til þess að tilnefna eigin verk.
Fjölskyldusmiðjur Hönnunarsafns Íslands hefjast á ný
Fyrsta sunnudag hvers mánaðar býður Hönnunarsafn Íslands fjölskyldum í skapandi smiðju með hönnuðum og listhandverksfólki sem veita börnum innsýn í ólíkar greinar. Á dagskrá vetrarins eru fjölbreyttar smiðjur, allt frá textíl til arkitektúrs. Á meðal nýstarlegra smiðja má nefna bangsastólasmiðju og piparkökuarkitektúr.
HönnunarMars 2025 fer fram í apríl
HönnunarMars 2025 fer fram dagana 2. - 6. apríl og mun taka hlutverki sínu sem vorboðinn ljúfi alvarlega árið 2025. Þetta er sautjánda árið í röð sem hátíðin fer fram.
Hönnunartengdir viðburðir á Menningarnótt 2024
Menningarnótt fer fram í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst, þar sem fjölbreyttir menningarviðburðir fyrir alla aldurshópa fara fram víðsvegar um borgina. Hér er stutt samantekt á viðburðum á Menningarnótt með hönnunarívafi.
Textílfélagið fagnar 50 árum með sýningu
Á þessu ári fagnar Textílfélagið 50 ára afmæli með veglegri sýningu á Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum.