Miðstöð Hönnunar og Arkitektúrs / Iceland Design and Architecture

Skýrsla HönnunarMars 2020 er komin út

Skýrsla HönnunarMars 2020 er komin út og má lesa hér. Þar er finna allskonar fróðleik sem tengist undirbúningi hátíðarinnar og framkvæmdinni, en óhætt er að segja að ýmislegt hafi gengið á í aðdraganda þessarar stærstu hönnunarhátíðar landsins sem fór fram í tólfta sinn á þessu ári.
21. október 2020

HönnunarMars tekur þátt í Dutch Design Week með Studio 2020

HönnunarMars opnar dyrnar að Studio 2020, 3D herbergi á Dutch Design Week, sem fer einungis fram rafrænt í ár.  Þátttaka hátíðarinnar er partur af rafrænni samsýninguWorld Design WeeksUnited
20. október 2020

Búið er að opna fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð

Búið er að opna fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð en um er að almenna- og ferðastyrki. Umsóknarfrestur er til 4. febrúar 2021 og fer úthlutun fram þann 4. mars.
20. október 2020

Magnea kynnir línuna Made in Reykjavik

Fatahönnuðurinn Magnea Einarsdóttir sem hannar undir merkinu MAGNEA frumsýnir nýja línu í dag kl. 12 sem ber heitir Made in Reykjavík. Hún samanstendur af yfirhöfnum úr ull og er öll framleidd á höfuðborgarsvæðinu.
16. október 2020

Tekjufallsstyrkir samþykktir í ríkisstjórn

Ríkisstjórnin samþykkti í dag að leggja fyrir Alþingi frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um tekjufallsstyrki vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Frumvarpinu er ætlað að aðstoða einyrkja og litla rekstraraðila sem hafa orðið fyrir verulegum tekjumissi og er liður í aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að draga úr tjóni vegna faraldursins og leggja grunn fyrir öfluga viðspyrnu í kjölfar hans.
16. október 2020

Harpa óskar eftir áhugasömum rekstraraðilum og hugmyndum einstaklinga að spennandi nýjungum

Harpa fagnar 10 ára afmæli á næsta ári. Af því tilefni er vilji til að slá nýjan og ferskan tón. Markmiðið er að nýtt skipulag veitingastaða, verslana og annarrar þjónustu endurspegli sérstöðu Hörpu, í takti við breytt landslag og nánasta umhverfi í miðborg Reykjavíkur.
16. október 2020

Íslenskt gler, snjallhringur og stafrænt strokhljóðfæri meðal styrkþega úr Hönnunarsjóði

Hönnunarsjóður úthlutar  í dag, 15. október, 18 styrkjum til ólíkra verkefna á vegum hönnunar og arkitektúrs. Að þessu sinni voru 17 milljónum úthlutað en alls bárust 122 umsóknir um 230 milljónir.
15. október 2020

Fjöregg vinningstillaga í samkeppni um útsýnisstað á Súgandisey við Stykkishólm

Útsýnisskúlptúrinn Fjöregg er vinningstillaga í samkeppni um útsýnisstað á Súgandisey við Stykkishólm en tillagan er unnin af Glámu-Kím og Landslagi í samstarfi við Ólöfu Nordal og Gunnar Karlsson. Tillagan er óhefðbundin útsýnisstaður sem ber heitið Fjöregg.
14. október 2020

Loftslagsviðurkenning Reykjavíkurborgar og Festu - óskað eftir tilnefningum

Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki, félagasamtök, stofnanir eða einstaklinga vegna loftslagsviðurkenningar Reykjavíkurborgar og Festu. Markmið viðurkenningarinnar er að vekja athygli á því sem vel er gert í loftslagsmálum og vera hvatning til annarra
14. október 2020

Yfirborð vekur upp faglega og gagnlega umræðu um umhverfið

Verkefnið Yfirborð er tilraunakennd rannsókn, leidd áfram af Magneu Guðmundsdóttur, arkitekt og Brynhildi Pálsdóttur, hönnuði. Tilgangur þess er að fá yfirsýn yfir efnisnotkun á yfirborði og skilja ástæður fyrir þeirri þróun sem hefur átt sér stað síðustu ár á ytra byrði bygginga.
13. október 2020

Design Group Italia vinnur Compasso d’Oro-verðlaunin fyrir Bláa lónið

Sigurður Þorsteinsson og Design Group Italia vinnur Compasso d’Oro-verðlaunin fyrir Bláa lónið, en verðlaunin þykja virtustu og eftirsóttustu hönnunarverðlaun Ítalíu. Verðlaunin hafa verið veitt á tveggja ára fresti frá árinu 1954.
12. október 2020

Skýrsla Hönnunarmiðstöðvar Íslands fyrir árið 2019 er komin út

Skýrsla ársins 2019 hefur nú litið dagsins ljós en þar er farið yfir rekstur Hönnunarmiðstöðvar, innlend sem erlend verkefni og almenna starfssemi. Hægt er að skoða skýrsluna í rafrænu formi hér. 
5. október 2020
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs miðlar efni aðallega á vefjum og samfélagsmiðlum. Auk þess er ólíku efni tengt verkefnum gefið út sem má finna hér. Bæklingar tengdir HönnunarMars, HA tímarit, og skýrslur HönnunarMars sem gefnar eru út fjótlega eftir að hátíðin hefur farið fram. Hönnunarstefna, ýmsar kannanir, kynningarrit og leiðbeiningarbæklingar.

Hönnuðurinn Valdís Steinars tilnefnd sem nýstirni ársins hjá Dezeen

Hönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir er tilnefnd sem nýstirni ársins hjá hönnunartímaritinu Dezeen. Kosning fer fram á heimasíðu miðilsins og getur því almenningur gefið Valdísi atkvæði sitt þar, en kosningu lýkur 12. október næstkomandi.
2. október 2020

Útskriftarnemar í meistaranámi LHÍ taka þátt í Dutch Design Week

Útskriftarárgangur meistaranema í hönnun 2020 frá Listaháskóla Íslands tekur þátt í Dutch Design Week 2020 með útskriftarsýningu sinni HOW LONG WILL IT LAST?
2. október 2020

Endurmenntun HÍ - sérkjör til félagsmanna Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs 

Félagsmönnum aðildarfélaga Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs býðst 20% afsláttur á tvö námskeið úr dagskrá haustmisseris hjá Endurmenntun.
2. október 2020

Sýningin PREFAB/FORSMÍÐ opnar á Seyðisfirði

Á sýningunni eru sýnd forsmíðuð einingahús með það að markmiði að vekja athygli á áhrif byggingarlistar á líf okkar, og þá sérstaklega hvaða hlut einingahús geta átt í framtíð manngerðs umhverfis. Sýningin opnar 26. september í sýningarsal Skaftfells, miðstöð myndlistar á Seyðisfirði.
23. september 2020

Stafrænt hakkaþon - íslenskar umhverfis- og borgarlausnir í USA

Viðburðurinn "Nordic City Solutions in North America” er stafrænt hakkaþon á vegum Nordic City Solutions haldið 13. október til 19. nóvember nk. Um er að ræða fimm þróunarverkefni þar sem óskað er eftir norrænum fyrirtækjum til að hanna eða bjóða lausnir á sínum sérfræðisviðum í samstarfi við fyrirtæki frá Bandaríkjunum og Kanada.
21. september 2020

122 umsóknir bárust í Hönnunarsjóð - úthlutun fer fram 15. október

Síðasta úthlutun Hönnunarsjóðs 2020 fer fram 15. október næstkomandi. Alls bárust 122 umsóknir í sjóðinn að þessu sinni.
24. september 2020
Hönnunarsjóður veitir styrki til margvíslegra verkefna.
Yfirlit yfir sjóði sem veita styrki sem koma við starfi hönnuða og arkitekta

Sýningin 100% Ull opnar í Hönnunarsafni Íslands

Á sýningunni er að finna dæmi um vörur úr íslenskri ull sem hönnuðir og handverksfólk er að fást við í dag. Þátttakendur eru Ásthildur Magnúsdóttir, Magnea Einarsdóttir, Kormákur & Skjöldur, Kula by Bryndís, Ró og Ístex.
17. september 2020
Hönnunarsafn Íslands safnar, varðveitir, rannsakar, miðlar og heldur sýningar á íslenskri hönnun og handverki frá árinu 1920 til dagsins í dag.
Hönnunarverðlaun Íslands varpa ljósi á mikilvægi og gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs, enda er vægi hönnunar í menningu, samfélagi og viðskiptalífi alltaf að aukast.

Hver hlýtur Hönnunarverðlaun Íslands 2020?

Hönnunarverðlaun Íslands 2020 fara fram í nóvember en þetta er í sjöunda sinn sem þau verða veitt. Verðlaunin varpa ljósi á mikilvægi og gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs. Vinningshafar í gegnum tíðina hafa verið af fjölbreyttum toga og frá ýmsum sviðum hönnunar og arkitektúrs.
19. september 2020

Hver fær viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun árið 2020?

Besta fjárfesting í hönnun er viðurkenning sem veitt var í fyrsta sinn árið 2015 en þau fyrirtæki sem eiga þess kost að hljóta viðurkenninguna hafa hönnun og arkitektúr að leiðarljósi frá upphafi verka til að auka verðmætasköpun og samkeppnishæfi.
18. september 2020

Hverjir skipa dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2020?

Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2020 hefur þegar hafið störf en hennar hlutverk er að velja handhafa heiðursverðlauna Hönnunarverðlauna Íslands, viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun og svo sjálf aðalverðlaunin, Hönnunarverðlaun Íslands. En hverjir skipa dómnefndina?
17. september 2020

„Verðlaunin virkuðu eins og ákveðið spark í rassinn fyrir okkur að halda áfram ótrauð á okkar vegferð“

Genki Instruments unnu Hönnunarverðlaun Íslands árið 2019 fyrir hringinn Wave. Jón Helgi Hólmgeirsson, yfirhönnuður Genki segir verðlaunin vera gífurleg viðurkenning sem hafi gert fyrirtækið þeirra meira áberandi á Íslandi sem og erlendis. Búið er að opna fyrir ábendingar til Hönnunarverðlauna Íslands 2020.
13. september 2020

Hönnunarverðlaun Íslands 2020 - leitin að framúrskarandi verkum á sviði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi er hafin

Leitin að framúrskarandi verkum á sviði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi er hafin fyrir Hönnunarverðlaun Íslands 2020. Búið er að opna fyrir ábendingar en hægt er að benda á eigin verk eða annarra til miðnættis 21. september 2020. Áætlað er að verðlaunaafhending og málþing þeim tengt fari fram þann 5. nóvember næstkomandi. 
20. ágúst 2020

Hönnunarskólinn fyrir 13-16 ára hefst 30. september

Klifið, skapandi setur, kynnir í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands Hönnunarskóla, námskeið fyrir krakka á aldrinum 13- 16 ára. Í Hönnunarskólanum fá þáttakendur innsýn inn í störf og aðferðarfræði hönnuða. Námskeiðið hefst 30. september næstkomandi.
14. september 2020

Sex íslenskir hönnuðir taka þátt í stafrænu hönnunarsýningu Adorno, Virtual Design Destination: New Reality

Samsýning danska hönnunargallerísins Adorno, Virtual Design Destination: New Reality, er hluti af London Design Festival 2020 og fer öll fram í sýndarveruleika. Íslenskir hönnuðir taka þar þátt ásamt ríflega 100 kollegum sínum frá 14 löndum.
11. september 2020

Námskeið - Leiðtogi í Upplifunarhönnun 

Akademias í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs býður upp á takmarkaðan fjölda sæta á sérstöku verði. Námskeiðið Leiðtogi í upplifunarhönnun er samstarfsverkefni fjölda sérfræðinga og fyrirtækja sem vilja efla aðferðafræði við mótun upplifunar á Íslandi.
11. september 2020

Erna Skúladóttir á samsýningunni Soil Matters á Helsinki Design Week

Erna Skúladóttir er meðal sýnenda á samsýningunni Soil Matters sem er á Hönnunarsafninu í Helsinki og hluti af hönnunarvikunni sem fer fram í borginni um þessar mundir.
9. september 2020

Barnafatamerkið As We Grow þróar fullorðinslínu

As We Grow hlaut nýverið tvær milljóna króna styrk frá Hönnunarsjóði sem ætlunin er að nýta til að þróa fullorðinslínu merksins. Gréta Hlöðversdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi merkisins er í viðtali við Atvinnulífið á Vísi.
9. september 2020

Ert þú frumkvöðull eða sproti og vantar aðstöðu?

Nýtt frumkvöðla- og sprotasetur opnar í Grósku. Vísindagarðar Háskóla Íslands opna á næstunni framúrskarandi aðsetur fyrir frumkvöðla- og sprotafyrirtæki á fyrstu stigum, þar sem boðið er upp á vinnuaðstöðu, fjölbreytta fræðslu og þjálfun. Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og Arkitektafélag Íslands verða með skrifstofu í setrinu.
8. september 2020

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs flytur í Grósku - nýtt hugmyndahús í Vatnsmýrinni

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs flytur starfssemi sína í Grósku, nýtt frumkvöðla - og sprotasetur Vísindagarða Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni. 
18. ágúst 2020

Aníta Hirlekar vinnur til gullverðlauna á The International Design Awards

Fatahönnuðurinn Aníta Hirlekar vinnur til gullverðlauna á The International Design Awards, árlegri uppskeruhátíð arkitekta og hönnuða. Hún hlaut gullverðlaun í flokki Pret-A-Porter Woman fyrir haust- og vetrarlínu sína sem var frumsýnd á HönnunarMars 2019.
1. september 2020

Stikla - ANITA HIRLEKAR

28. ágúst 2020

Teymið Kolofon&co valið til að hanna merkingar og merkingakerfi 

Teymið Kolofon&co hefur verið valið til að hanna merkingar og merkingakerfi fyrir ferðamannastaði og friðlýst svæði. Í teyminu er fagfólk úr ólíkum áttum sem unnið hafa að stórum og viðamiklum verkefnum á sviði hönnunar og menningar, meðal annars hönnun skilta fyrir sveitafélög hér á landi.
28. ágúst 2020

23 umsóknir bárust um merkingar á ferðamannastöðum og friðlýstum svæðum

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs í samstarfi við umhverfis- og auðlindaráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsti eftir hönnunarteymi til að hanna merkingar, merkingakerfi og merkingahandbók fyrir ferðamannastaði og friðlýst svæði. 23 umsóknir bárust. 
13. ágúst 2020

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, Orkustofnun og Umhverfisstofnun kynna NatNorth.is

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, Orkustofnun og Umhverfisstofnun opna sameiginlega upplýsingasíðuNatNorth.isum fjölbreytileg verkefni sem hafa það að markmiði að auka þekkingu, gæði og sjálfbærni í ferðaþjónustu í hánorðri.
1. júlí 2020

Opið fyrir umsóknir um sýningarhald í Ásmundarsal 2021

Ásmundarsalur óskar eftir tillögum að sýningum, viðburðum eða uppákomum sem fanga fjölbreytileika listarinnar. Einnig er óskað eftir vinnustofu listamanns í Gunnfríðargryfju í einn til tvo mánuði í senn.
31. ágúst 2020

Paul Bennett og Hildigunnur Sverrisdóttir eru nýjir deildarforsetar í hönnun og arkitektúr hjá Listaháskóla Íslands

Paul Bennett, yfirhönnuður og stjórnandi hjá IDEO, hefur verið ráðinn í stöðu deildarforseta hönnunardeildar og Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt hefur verið ráðin deildarforseti arkitektúrdeildar hjá Listaháskóla Íslands.
28. ágúst 2020

FJÖRUTÍU SKYNFÆRI - útskriftarsýning Listaháskóla Íslands opnar í Gerðasafni

Fjörutíu skynfæri er heiti útskriftarsýningar nemenda í hönnun og arkitektúr við Listaháskóla Íslands. Sýningin opnar í Gerðarsafni, Kópavogi sunnudaginn 30. ágúst 2020.
27. ágúst 2020

„Blokkin sem breytir um lit“ Tvíhorf arkitektar hljóta umhverfisviðurkenningu Kópavogsbæjar 2020

Tvíhorf arkitektar ásamt ÁF-hús byggingarverktaka hlutu viðurkenningu Umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogsbæjar fyrir hönnun og fráganga fjölbýlishússins að Álalind 14.
27. ágúst 2020

Minisophy/Smáspeki sýning í Ásmundarsal - síðasti sýningardagur 30. ágúst

Minisophy/Smáspeki er ný tegund heimspeki sem er öllum viðkomandi. Hún er heimspeki litlu hlutanna. Á bakvið smáspekina standa hönnuðurinn Katrín Ólína Pétursdóttir og heimspekingurinn Sigríður Þorgeirsdóttir.
26. ágúst 2020

Sex hönnuðir opna Kiosk í Grandagarði

Á morgun opnar hönnunarverslunin Kiosk Grandi en um er að ræða nýja verslun sem leggur áherslu á íslenska fatahönnun og fylgihluti, við Grandagarð 35. Sex fatahönnuðir standa að opnun verslunarinnar.
21. ágúst 2020

Valdís Steinarsdóttir vinnur Formex Nova verðlaunin 2020

Vöruhönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir hlýtur sænsku hönnunarverðlaunin Formex Nova 2020 en þetta var tilkynnt nú í morgun. Verðlaunin hlýtur hún fyrir verkefni sín Bioplastic Skin og Just Bones og hrósar dómnefndin Valdísi sérstaklega fyrir metnað til að hanna einstakar lausnir á samfélags- og umhverfislegum vandamálum í opnu samtali við áhorfendur. 
18. ágúst 2020

Sjávarmál er nýtt útilistaverk í Vesturbæ

Sjávarmál, nýtt útilistarverk í Vesturbæ eftir arkitektana Baldur Helga Snorrason og David Hugo Cabo í samstarfi við Andra Snæ Magnason, rithöfund var valið úr sjötíu innsendum tillögum um nýtt útilistaverk í Vesturbæ Reykjavíkur. Það var Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri sem kynnti niðurstöðu dómnefndar í vikunni.
19. ágúst 2020

Gagarín hlýtur SEGD hönnunarverðlaunin fyrir stafrænan vefstól

Hönnunarstofan Gagarín hlaut nýverið SEGD hönnunarverðlaunin fyrir gagnvirkt sýningaratriði sem hún hannaði fyrir fornleifa og sögusafnið Pointe-à-Callière í Montreal, Kanada. Gagarín hannaði stafrænan vefstól fyrir sýninguna sem kallast Weaving Time og færir gestina nær handverki Inkanna.
19. ágúst 2020
Staðlaðir samningar fyrir hönnuði

Námskeiðið Leiðtogi í Skapandi hugsun - sérkjör í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs

Akademias býður upp á námskeiðið Leiðtogi í skapandi hugsun. Meðal kennara eru Paul Bennet frá IDEO og Sigurður Þorsteinsson frá Design Group Italia. Umsjón með námskeiðinu hefur Svava María Atladóttir partner hjá Future Medical Systems í San Francisco. Námskeiðið hefst 21. september næstkomandi.
17. ágúst 2020

Spjaraþon - tveggja daga hugmyndasmiðja gegn textílsóun

Spjaraþon er tveggja daga hugmyndasmiðja eða hakkaþon, þar sem þátttakendur læra um vanda textíliðnaðarins og þróa og skapa í framhaldinu lausnir sem sporna gegn textílsóun.
12. ágúst 2020

Menningarstyrkir í Creative Europe – vinnustofa í gerð umsókna

Rannís í samstarfi við Einkofi Production stendur fyrir vinnustofu 13. ágúst 2020 um hvernig best er að haga gerð umsókna í Creative Europe - evrópska menningarstyrki.
12. ágúst 2020

Björn Steinar, Johanna Seelemann og Brynjar Sigurðarson meðal sýnenda í norrænni samsýningu í Helsinki

Vöruhönnuðirnir Björn Steinar Blumenstein, Johanna Seelemann og Brynjar Sigurðarson sýna Travel as a Tool í hinu virta finnska hönnunarsafni Design Museo í Helsinki. Á sýningunni er að finna verk eftir nokkra af fremstu hönnuðum heims.
10. ágúst 2020

Distributed Design Academy býður hönnuði á Íslandi til þátttöku í áhugaverðu námi á netinu í október 2020

Námið fer fram á netinu og miðast að því að auka færni hönnuða til að starfa með stafrænni framleiðslutækni og leyfa sköpurum að kynnast nýjum og vaxandi markaði.
10. ágúst 2020

"How long will it last?" - útskriftarsýning meistaranema í hönnun

Útskriftarsýning meistaranema í hönnun við Listaháskóla Íslands fer fram í Ásmundarsal dagana 8. - 16. ágúst. Sýningin er ferðalag á forsendum áttavilts áttavita, þar sem áhorfendur eru leiddir að hverfulum stöðum — stöðum sem gætu horfið jafnóðum.
6. ágúst 2020

Mies van der Rohe verðlaunin 2021- óskað eftir ábendingum

Valnefnd Íslands til Mies van der Rohe verðlaunanna 2021 óskar eftir ábendingum. Tilnefningarnar skulu sendast með tölvupósti fyrir lok dags 7. ágúst 2020 og nægir að tilgreina byggingu og arkitekt.
5. ágúst 2020

Óskað eftir hönnunarteymi - merkingar á ferðamannastöðum og friðlýstum svæðum

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs í samstarfi við umhverfis- og auðlindaráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir hönnunarteymi til að hanna merkingar, merkingakerfi og merkingahandbók fyrir ferðamannastaði og friðlýst svæði. Forskrift fyrir hönnuði er nú aðgengileg.
17. júní 2020

Íslensk hönnun í allt sumar

HönnunarMars fór fram dagana 24. til 28. júní en þó hátíðinni hafi formlega lokið á sunnudag þá eru margar sýningar opnar áfram í sumar og jafnvel fram á haust.
6. júlí 2020

Studio 2020 á HönnunarMars: Hönnunarspjall eitt

Hönnunarspjallið er liður í dagskrá Studio 2020 á HönnunarMars, sem er tilraunavettvangur á HönnunarMars 2020, og ætlað er að miðla efni hátíðarinnar á ýmsu formi á meðan á henni stendur og í kjölfarið. 
7. júlí 2020

Studio 2020 á HönnunarMars: Hönnunarspjall tvö

Hönnunarspjallið var liður í dagskrá Studio 2020 á HönnunarMars, tilraunavettvangur ætlað að miðla efni hátíðarinnar á ýmsu formi á meðan á henni stóð og í kjölfarið. Þættirnir voru þrír talsins og voru sýndir í beinni útsendingu í samstarfi við Vísi á meðan HönnunarMars stóð yfir. 
7. júlí 2020

Studio 2020 á HönnunarMars: Hönnunarspjall þrjú

Hönnunarspjallið er liður í dagskrá Studio 2020 á HönnunarMars, sem er tilraunavettvangur á HönnunarMars 2020, og ætlað er að miðla efni hátíðarinnar á ýmsu formi á meðan á henni stendur og í kjölfarið. 
7. júlí 2020

Íslensk flík - vitundarvakning um íslenska fatahönnun

Fatahönnunarfélag Íslands hefur nú vegferð innlendrar vitundarvakningar um íslenska fatahönnun með verkefninu #íslenskflík. Markmið verkefnisins er að varpa ljósi á það framúrskarandi hugvit og þær fjölbreyttu vörur sem hér er að finna.
2. júlí 2020

Formatyka sigrar í samkeppni um götugögn fyrir Borgarlínuna

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og Borgarlínan stóðu í vor fyrir samkeppni um götugögn á Borgarlínustöðvar en tilkynnt var um sigurvegara keppninnar á HönnunarMars við athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur.
1. júlí 2020

HönnunarMars í júní er lokið!

Hátíðin þakkar bæði þátttakendum og gestum fyrir góðar stundir. Þetta var frábært! Sjáumst í 2021! 
29. júní 2020

HönnunarMars opnaði í gær í blíðskaparveðri - myndir

HönnunarMars í júní opnaði í gær í sól og blíðu. Margt var um manninn og bjartsýni í loftinu. Gleðilegan HönnunarMars.
25. júní 2020

Um mikilvægi hönnunar og arkitektúrs í mótun samfélags til framtíðar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra um breyttan veruleika þar sem hönnuðir og arkitektar hafa mikilvægu hlutverki að gegna. 
24. júní 2020

Studio 2020 - HönnunarMars miðlað með nýjum hætti á óvissutímum

Studio 2020 er tilraunavettvangur á HönnunarMars 2020, sem ætlað er að miðla efni hátíðarinnar á ýmsu formi á meðan á henni stendur og í kjölfarið.
23. júní 2020

Hönnunarmiðstöð Íslands verður Miðstöð hönnunar og arkitektúrs

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs kynnir nýtt einkenni og nýjar áherslur í dag.
17. júní 2020

Handspritt úr matarafgöngum og lífræn verðlaun meðal verkefna sem hljóta styrki í aukaúthlutun Hönnunarsjóðs

Í dag, 4. júní, úthlutaði Hönnunarsjóður um 50 milljónum kr.í aukaúthlutun sjóðsins til átaksverkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs. 49 verkefni hlutu styrk að þessi sinni en alls bárust 276 umsóknir um styrki þar sem sótt var um 520 milljónir.
5. júní 2020

Þeir afla sem sækja á skapandi mið

Viðtal við Bjarneyju Harðardóttur framkvæmdastjóra 66°N og Völu Melstað listrænan stjórnanda og yfirhönnuð merkisins.
20. maí 2020

hönnun -ar kvk, það að hanna

Bragi Valdimar Skúlason texta- og hugmyndasmiður fer yfir sögu íslenska orðsins hönnun
20. maí 2020

Minn HönnunarMars - Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra

Hvernig verður HönnunarMarsinn þinn? Lilja Alfreðdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra deilir hvaða sýningum hún ætlar ekki að missa af á HönnunarMars 2020. 
25. júní 2020

Hanna Dís Whitehead fyrsti íslenski hönnuðurinn hjá ÅBEN

Hanna Dís Whitehead var að dögunum tilkynnt sem níundi, og fyrsti íslenski hönnuðurinn, hjá ÅBEN, fyrirtæki sem sérhæfir sig í að selja vörur eftir efnilega norræna hönnuði. 
19. maí 2020

Sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu, stafrænar flíkur og vatnavellíðan meðal styrkþega Hönnunarsjóðs

Hönnunarsjóður úthlutaði í dag 26 styrkjum til ólíkra verkefna á vegum hönnunar og arkitektúrs. Að þessu sinni voru 25 milljónum úthlutað en alls bárust 126 umsóknir um 237 milljónir.
11. maí 2020
Hvernig sem á það er litið þá er niðurstaða útboðsins á markaðsátakinu „Saman í sókn“ sem M&C Saatchi stofan var valin til að leiða dapurleg og í ljósi aðstæðna pínleg fyrir skapandi greinar á Íslandi. Halla Helgadóttir skrifar.
15. maí 2020

Þórunn Árnadóttir hannar kerti til styrktar Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur þriðja árið í röð 

Um er að ræða árlegt söluátak Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar Reykjarvíkur. Mæðrablómið, og er sala hafin á kertinu sem inniheldur leyniskilaboð frá þjóðþekktum konum. 
6. maí 2020

Andlitsgrímur frá textílhönnuðinum Ýr vekja athygli 

Textílhönnuðurinn Ýr Jóhannesdóttir, betur þekkt sem Ýrúrarí, byrjaði að hanna andlitsgrímur með tungum þegar Covid faraldurinn fór á kreik á Íslandi. Grímurnar hafa vakið mikla athygli úr um allan heim og rötuðu á dögunum í Vogue þar sem Ýr situr fyrir svörum.
4. maí 2020

„Plast algjört draumaefni“

Vöruhönnuðurinn Björn Steinar Blumenstein og Brynjólfur Stefánsson voru á dögunum í fróðlegu innslagi  í RÚV Menning um Plastplan - hönnunarstúdíó og eina endurvinnsla landsins sem tekur á móti öllum flokkum plasts.
5. maí 2020

Alvarlegar afleiðingar á hönnun og arkitektúr - Niðurstöður úr könnun um áhrif Covid-19

Hönnunarmiðstöð Íslands sendi frá sér könnun dagana 7.-14. apríl varðandi áhrif Covid-19 á starfsemi á sviði hönnunar og arkitektúrs. 483 svör bárust frá stjórnendum, launafólki og sjálfstætt starfandi hönnuðum og arkitektum úr fjölbreytilegum greinum. 
27. apríl 2020
Stafræn Inka munstur

Gagarín hlýtur tilnefningu til European Design Awards 2020

Gagarín hlýtur tilnefningu til European Design Awards 2020 fyrir gagnvirkt sýningaratriði, stafrænan vefstól, fyrir fornleifa og sögusafnið Pointe-à-Callière í Montreal, Kanada.
17. apríl 2020

Við getum hannað framtíðina

Í starfi sínu ferðast vöruhönnuðurinn og framtíðarfræðingurinn Helga Jósepsdóttir um heimsbyggðina og veitir ráðgjöf um það sem er okkur flestum hulin ráðgáta – framtíðina.
26. maí 2020

Lestrarhestur og teppi Katrínar Ólínu kynnt á hönnunarvikunni í Stokkhólmi

Hönnuðurinn Katrín Ólína og finnska fyrirtækið Made by Choice leiddu saman hesta sína og endurhönnuðu smáhillu Katrínar sem frumsýnd var á Stockholm Furniture Fair í síðustu viku. Einnig sýndi Katrín Ólína textíl sem hún vann í samstarfi við Kathea rugs í Svíþjóð.
16. mars 2020