
Lumar þú á mjúkri og hlýrri hugmynd? Stafrænt Ullarþon vorið 2021
Textílmiðstöð Íslands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands halda Ullarþon dagana 25. - 29. mars. Verkefnið er styrkt af Framleiðnisjóði Landbúnaðarins. Um er að ræða nýsköpunarkeppni haldin á netinu til að ýta undir nýsköpun og vöruþróun, auka verðmæti ullarinnar og þá sérstaklega verðminnstu ullarflokkanna.

Ýrúrarí með smiðju í skapandi fataviðgerðum í Hönnunarsafni Íslands
Textílhönnuðurinn og listakonan Ýr Jóhannsdóttir eða Ýrúrarí býður upp á opnar smiðjur í skapandi fataviðgerðum í Hönnunarsafni Íslands. Fyrsta smiðjan er um helgina.

Gagarín kemur að þremur nýjum sýningum í Noregi
Íslenska hönnunarstofan Gagarín, í samstarfi við danska fyrirtækið Kvorning og norska fyrirtækið Bright, sigraði nýverið alþjóðlega samkeppni um hönnun á þremur heimsminjasýningum UNESCO í Noregi. Gagarín hefur auk þess skilað tveimur nýjum hönnunarverkefnum inn í norskra sýningar að undanförnu, annars vegar Rockheim, rokksafnið í Þrándheimi og hinsvegar Klimahuset sem er sýning um loftslagsmál í Náttúruminjasafninu í Osló.

Opin vinnustofa hjá M/Studio
Nýsköpunarstofan M/Studio býður gestum og gangandi að hjálpa sér að móta nýjar göngugötur í miðborg Reykjavíkur á opinni vinnustofu helgina 26-28. febrúar. Allir velkomnir.

Nýir starfsmenn í teymi HönnunarMars
Þura Stína Kristleifsdóttir og Klara Rún Ragnarsdóttir hafa verið ráðnar tímabundið sem starfsmenn HönnunarMars sem fer fram 19.-23. maí 2021.

„Umhverfið og framtíðin kalla á meiri meðvitund í hönnun“
Í haust verður í fyrsta sinn á Íslandi hægt að sækja sér menntun á meistarastigi í arkitektúr á Íslandi í Listaháskóla Íslands. Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt og deildarforseti hjá LHÍ, segir dýrmætt að geta stundað nám í arkitektúr á Íslandi og mun það efla fagið og stuðla að sterkari stétt hérlendis. Sjálfbærni verður miðlæg í náminu og byggist á þeim sérstöku aðstæðum sem við búum við.

Nýtt meistaranám í arkitektúr við Listaháskóla Íslands
Þetta verður í fyrsta sinn sem arkitektúr er kenndur á meistarastigi á Íslandi og því í fyrsta sinn sem nemendum í arkitektúr gefst kostur á að ljúka fullnaðarnámi í arkitektúr hérlendis. Meistaranám í arkitektúr við Listaháskóla Íslands er tveggja ára alþjóðlegt nám og hefst haustið 2021. Umsóknarfrestur til 7. apríl.

95 dagar í HönnunarMars
HönnunarMars í maí 2021 fer fram dagana 19-23. maí. Valnefnd hátíðarinnar hefur legið yfir umsóknum síðustu vikur og er dagskrá hátíðarinnar í ár byrjuð að taka á sig forvitnilega og fjölbreytilega mynd.

Deiglumór, keramik úr íslenskum leir 1930-1979
Laugardaginn, 13. febrúar, opnar sýning í Hönnunarsafni Íslands þar sem þetta frjóa tímabil í leirlistarsögunni er rifjað upp. Á sýningunni eru valin verk frá verkstæðunum: Listvinahúsið, Leirbrennsla Benedikts Guðmundssonar, Funi, Laugarnesleir, Roði og Glit sem öll áttu þau það sameiginlegt að nota íslenskan leir, fram til um 1970.

Metfjöldi umsókna í fyrstu úthlutun Hönnunarsjóðs 2021
Umsóknarfresti í Hönnunarsjóð lauk á miðnætti um fyrstu úthlutun ársins 2021. Alls bárust 150 umsóknir, sem er langmesti fjöldi umsókna sem sjóðnum hefur borist í hefðbundnu umsóknarferli undanfarin ár.

Á bakvið vöruna - Hildur Yeoman
Í þáttunum Á bakvið vöruna er skyggnst inn í heim íslenskra frumkvöðla og hönnuða sem starfrækja rekstur sinn í skapandi grósku Miðborgarinnar. Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman lokar seríunni með sínum glitrandi og töfrandi heimi.

Sértilboð til aðildarfélaga Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs vorið 2021 hjá Endurmenntun HÍ
Félagsmönnum aðildarfélaga Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs býðst 20% afsláttur á tvö námskeið úr dagskrá vormisseris hjá Endurmenntun.

Ljósaslóð og útilistaverk lýsa upp náttmyrkrið á Vetrarhátíð 2021
Vetrarhátíð 2021 hefst í dag og stendur til 7. febrúar næstkomandi. Áhersla verður lögð á ljóslistaverk utandyra og á útilistaverk í borgarlandinu. Reykjavíkurborg og Orka Náttúrunnar í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs stóðu nýlega fyrir samkeppni um ljósverk og leika tvö þau hlutskörpustu lykilhlutverki í Ljósaslóð Vetrarhátíðar 2021.

Leirlistafélagið opnar 40 ára afmælisár með sýningunni Ljósker
Afmælisárið er metnaðarfullt og hlaðið áhugaverðum sýningum og viðburðum sem hefst á opnunarsýningu afmælisársins sem nefnist Ljósker í Hönnunarsafni Íslands yfir Vetrarhátíð í Garðabæ.

Þrjú íslensk verk tilnefnd til Mies van der Rohe verðlaunanna
Búið er að opinbera tilnefningar til European Union Prize for Contemporary Architecture – Mies van der Rohe Award fyrir árið 2022. Drangar, Guðlaug og þjónustuhús við Hafnarhólma á Borgarfirði eystra er þau íslensku verk sem eru tilnefnd.

Valdís Steinarsdóttir vinnur gullverðlaun á International Design Awards
Hönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir vinnur gullverðlaun í flokknum Design for Society-Design for Sustainability á International Design Awards fyrir verkefnið Bioplastic Skin.

Hönnunarsjóður - umsóknarfrestur rennur út 4. febrúar
Opið er fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð en um almenna- og ferðastyrki er að ræða. Umsóknarfrestur er til miðnættis 4. febrúar og fer úthlutun fram þann 4. mars.

Hönnunarverðlaun Íslands 2020 - útsending í heild sinni
Í fyrsta sinn fóru Hönnunarverðlaun Íslands 2020 fram með stafrænum hætti þann 29. janúar síðastliðinn og send út í samstarfi við Vísi.is. Hér er hægt að horfa á útsendinguna í heild sinni.

Studio Granda hlýtur Hönnunarverðlaun Íslands 2020 fyrir verkefnið Dranga
Hönnunarverðlaun Íslands 2020 voru afhent með rafrænum hætti í dag, 29. janúar. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra afhenti arkitektunum Margréti Harðardóttir og Steve Christer frá Studio Granda Hönnunarverðlaun Íslands 2020 fyrir verkefnið Drangar.

Heiðursverðlaunahafi Hönnunarverðlauna Íslands 2020 er Kristín Þorkelsdóttir, grafískur hönnuður
Hönnunarverðlaun Íslands 2020 voru afhent með rafrænum hætti þann 29. janúar. Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra veitti Kristínu Þorkelsdóttur, grafískum hönnuði, Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands árið 2020.

66°Norður hlýtur viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun á Hönnunarverðlaunum Íslands 2020
Hönnunarverðlaun Íslands 2020 voru afhent með rafrænum hætti þann 29. Janúar. Hönnunarfyrirtækið 66°Norður hlaut viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun á Hönnunarverðlaununum 2020 og var það Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins sem veitti eigendum 66°Norður, Bjarneyju Harðardóttur og Helga Rúnari Óskarssyni ásamt hönnunarteymi fyrirtækisins viðurkenninguna.
Það er nærtækt að hugsa um hönnun þegar kemur að mannvirkjagerð en hönnun er líka nýsköpun og aðferð til að ná fram breytingum í þágu lífsgæða, umhverfis og atvinnulífs. Jóhanna Harpa Árnadóttir, verkefnisstjóri samfélagsábyrgðar — Stefnumótun og sjálfbærni hjá Landsvirkjun skrifar um mikilvægi hönnunar í ýmsu samhengi.

Bianca Carague með opinn fyrirlestur við hönnunardeild LHÍ
Bianca Carague heldur opinn fyrirlestur við hönnunardeild Listaháskóla Íslands miðvikudaginn 27. janúar klukkan 14:00 á Microsoft Teams. Carague er hönnuður og rannsakandi sem skoðar samtímamenningu útfrá fjölbreyttum og óvæntum sjónarhornum.

Forval vegna hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun Langasandssvæðis
Akraneskaupstaður auglýsir eftir þátttakendum í forval fyrir hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun Langasandssvæðis og nærumhverfis. Samkeppnin er haldin í samstarfi við Félag íslenskra landslagsarkitekta, FÍLA.

Leikskóli í Urriðaholti - hönnunarsamkeppni
Garðabær efnir til framkvæmdasamkeppni í samstarfi við Arkitektafélag Íslands um tillögu að 6 deilda leikskóla við Holtsveg í Urriðaholti.

Hönnunarverðlaun Íslands 2020 í streymi 29. janúar
Hönnunarverðlaun Íslands 2020 fara fram þann 29. janúar næstkomandi og verður afhendingunni streymt kl. 11 þann dag. Hvaða framúrskarandi verk og verkefni á sviði hönnunar og arkiktektúrs stóðu upp úr á árinu 2020? Hver hlýtur Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands 2020 og hvaða fyrirtæki/stofnun hlýtur viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun?

Vinnustofudvöl Ýrúrarí opnar í dag í Hönnunarsafni Íslands
Ýr Jóhannsdóttir textílhönnuður hefur komið sér fyrir í vinnustofu Hönnunarsafns Íslands og opnar í dag, 22. janúar milli 12-17. Þar mun hún vinna framhald af verkefninu Peysa með öllu, sem er tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2020. Ýr starfar undir nafninu Ýrúrarí og eru verk hennar að mestu unnin í prjóni og í þeim mætast húmor, handverk og hreyfing.

Flotmeðferð eftir Flothettu tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2020
Þriðja og jafnframt síðasta tilnefningin til Hönnunarverðlauna Íslands árið 2020 er Flotmeðferð eftir Flothettu. Verðlaunin verða afhent með rafrænum hætti þann 29. janúar kl. 11.

Drangar eftir Studio Granda tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2020
Önnur tilnefningin til Hönnunarverðlauna Íslands 2020 hefur litið dagsins ljós - Drangar eftir Studio Granda. Næstu daga munum við svipta hulunni af tilnefningum ársins 2020 en verðlaunin verða afhent með rafrænum hætti þann 29. janúar kl. 11.

Peysa með öllu eftir Ýrúrarí tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2020
Fyrsta tilnefningin til Hönnunarverðlauna Íslands 2020 hefur litið dagsins ljós - verkefnið Peysa með öllu eftir textílhönnuðinn Ýr Jóhannsdóttur eða Ýrúrarí.

Hönnuðir ÞYKJÓ verða staðarlistamenn í Kópavogi árið 2021
Lista- og menningarráð Kópavogs hefur nú lokið úthlutun úr lista- og menningarsjóði bæjarins en markmið hans er að stuðla að eflingu menningar- og listalífs í Kópavogi. Hæsta framlagið hljóta hönnunarverkefnið ÞYKJÓ og listamannarýmið Midpunkt en tilkynnt var um úthlutanir við athöfn í Gerðarsafni fyrir helgi.

Þrjú teymi valin til að hanna göngugötur fyrir Reykjavíkuborg
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur valið þrjú þverfagleg og skapandi teymi til að taka þátt í mótun göngugötuhluta Laugavegar, Vegamótastígs og Skólavörðustígs með þarfir notenda og rekstraraðila í fyrirrúmi. Teymin munu hanna götuna í samvinnu við samræmingarhönnuð verkefnisins9 skref, DLD – Dagný Land Design ásamt því sem M/studio heldur utan um hönnunarspretti og samráð við hagsmunaaðila göngugatnanna.

Opnað fyrir innsendingar í FÍT keppnina í tuttugasta skipti
Opnað hefur verið fyrir innsendingar í FÍT keppnina og er tekið við innsendingum til 15. febrúar. Verðlaunahátíð FÍT verður haldin í tuttugasta skipti 18. maí og eru vonir bundnar við að geta haldið veglega hátíð þar sem verðlaunuðum og viðurkenndum verkum er fagnað.

Á bakvið vöruna - Steinunn Sigurðardóttir
Í þáttunum Á bakvið vöruna er skyggnst inn í heim íslenskra frumkvöðla og hönnuða sem starfrækja rekstur sinn í skapandi grósku Miðborgarinnar. Fimmta myndbandið í röðinni er helgað Steinunni Sigurðardóttir, sem er án efa áhrifamesti fatahönnuður Íslands. Steinunn ruddi veginn fyrir komandi kynslóðum með alþjóðlegri sýn og handbragði.

„Ég skil ekki þessa áráttu að kollvarpa því sem menn hafa gert hér á undan okkur“
Manfreð Vilhjálmsson arkitekt hlaut, fyrstur manna, heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands árið 2019. Hér má lesa viðtal við Manfreð sem birtist af því tilefni í tíunda tölublaði tímaritsins HA en hann hefur markað djúp spor í sögu arkitektúrs á Íslandi og spannar einstakur starfsferill hans yfir 60 ár.

Tvö hönnunarverkefni hljóta samfélagstyrki Landsbankans
Landsbankinn úthlutaði á dögunum samfélagsstyrki til 34 verkefna. Þar á lista er að finna tvö hönnunartengd verkefni frá Studíó Fléttu og Kristín Sigurðardóttir og Emilíu Borgþórsdóttur.

Sumarhús á Þingvöllum frá KRADS arkitektum á forsíðu Bo Bedre
Í janúar útgáfu danska hönnunartímaritsins BoBedre prýðir nýtt verkefni eftir KRADS arkitekta forsíðu blaðsins. Um er að ræða sumarhús við Þingvallavatn og hefur byggingin og aðlögun hennar að landslagi þessa fallega staðar þegar vakið töluverða athygli í erlendum fjölmiðlum. Húsið er byggt fyrir tónlistarfólkið Tinu Dickow og Helga Hrafn Jónsson.

Á bakvið við vöruna - Anita Hirlekar
Í þáttunum Á bakvið vöruna er skyggnst inn í heim íslenskra frumkvöðla og hönnuða sem starfrækja rekstur sinn í skapandi grósku Miðborgarinnar. Í fjórða myndbandi seríunnar er talað við Anítu Hirlekar, fatahönnuð, sem á örfáum árum hefur orðið ein af skærustu stjörnum íslenskrar fatahönnunar.

10 hönnuðir hljóta starfslaun listamanna árið 2021
Úthlutunarnefndir Launasjóðs listamanna hafa lokið störfum vegna úthlutunar listamannalauna árið 2021. 10 hönnuðir hljóta starfslaun þetta árið og skipta með sér 75 mánuðum.

Opið er fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð - frestur til 4. febrúar
Opið er fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð en um er ræða almenna- og ferðastyrki. Umsóknarfrestur er til 4. febrúar og fer úthlutun fram þann 4. mars.
Pétur H. Ármannsson, arkitekt sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu
Pétur H. Ármannsson arkitekt, var þann 1. janúar síðastliðinn sæmdur, af forseta Íslands, heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Pétur hlaut riddarakross fyrir rannsóknir á sögu byggingarlistar á Íslandi og miðlun þekkingar á því sviði.

Um nánd, arkitektúr og skipulag
Borghildur Sölvey Sturludóttir arkitekt skrifar hér aðsenda grein og segir að ýmislegt sem séu forréttindi ættu að vera mannréttindi.

Árið 2020 í hönnun og arkitektúr
Hið herrans ár 2020 verður lengi í minnum haft. Árið var lærdómsríkt, kenndi okkur að hugsa í lausnum, leita nýrra leiða og sýndi hvað skiptir raunverulega máli. Hér lítum við yfir árið í starfssemi Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs - hvað bar hæst á þessu fordæmalausa ári?

Hátíðarkveðjur frá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Gleðileg jól og farsælt komandi ár frá starfsfólki og stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs
Ljósverkið Andi og efnisbönd vinnur fyrstu verðlaun á Vetrarhátíð 2021
Reykjavíkurborg og Orka Náttúrunnar í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs stóðu fyrir samkeppni um þrjú ljósverk sem til stendur að sýna á Vetrarhátíð 2021. Niðurstaðan liggur fyrir en verkin Andi og efnisbönd, The Living forest og Interference urðu hlutskörpust

Á bakvið við vöruna - Marko Svart
Í þáttunum Á bakvið vöruna er skyggnst inn í heim íslenskra frumkvöðla og hönnuða sem starfrækja rekstur sinn í skapandi grósku Miðborgarinnar. Í þriðja myndbandi seríunnar er talað við Marko Svart, sem rekur fatamerki og verslun Svartbysvart á Týsgötu.

Hönnunarteymið B&A&R&J valið úr hópi umsækjenda til að hanna hönnunarkerfi fyrir Íslandsstofu
Íslandsstofa auglýsti, í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, eftir að hönnuði eða hönnunarteymi til að leiða vinnu við gerð hönnunarkerfis fyrir samræmt útlit sýningarbása á vegum Íslandsstofu. Alls bárust 10 sterkar umsóknir um verkefnið og eftir valferli var ákveðið að bjóða hönnunarteyminu B&A&R&J verkefnið.

Gagarín hlaut silfurverðlaun í ADC*E Awards og þrjú íslensk verk tilnefnd til verðlauna.
Gagarín hlaut silfurverðlaun í ADC*E Awards og þrjú íslensk verk tilnefnd til verðlauna.

Basalt arkitektar hljóta fyrstu verðlaun í samkeppni um nýjan miðborgarleikskóla og fjölskyldumiðstöð
Fyrstu verðlaun hlutu Basalt arkitektar og Landslag fyrir tillögu þar sem byggingarform er fágað og látlaust með ávölum hornum og umlukið málmmöskva, sem skapar áhugavert spil skugga, sjónrænnar dýptar, lokunar og gagnsæis

Hanna Dís Whitehead hannar skreytingar jólatrés Heiðmerkurjólamarkaðarins í ár
Hönnuðurinn Hanna Dís Whitehead var fengin til að hanna skreytingar á jólatré jólamarkaðarins í Heiðmörk í ár og var nýtingarstefna í fyrirrúmi í hönnun skrautsins. Vörur Hönnu Dísar má meðal annars nálgast í Kiosk Granda.

Leggur sitt af mörkum til að skapa vistvænt ferli með nýrri fatalínu
Sigrún Halla Unnarsdóttir fatahönnuður og jógakennari, frumsýnir nýja fatalínu undir merkinu AD sem vinnur með nýja íslenska lambsullarbandið þróað af VARMA og Ístex. Merkið er nú fáanlegt í nýrri pop up verslun VARMA á Skólavörðustíg fyrir jólin.

Pappír á pappír frá Reykjavík Letterpress
Reykjavík Letterpress fagnar 10 ára afmæli sínu með nýrri vörulínu sem nefnist Pappír á pappír og endurspeglar þá staðreynd að grafísku hönnuðirnir og eigendur Letterpress, Ólöf Birna Garðardóttir og Birna Einarsdóttir lifa og hrærast í pappír alla daga.

Tilraunaeldhús og leyniklúbbur Lady Brewery
Lady Brewery hefur sett í gang söfnun á Karolina fund. Markmiðið er að setja upp tilraunaeldhús þar sem gerðar verða tilraunir með bjórgerð og íslenska náttúru. Lady Brewery gerði meðal annars sérstakan bjór fyrir HönnunarMars 2019, Er þetta hönnun? og hlutu annað sætið í Grapevine Hönnunarverðlaununum fyrir vöru ársins 2019.

Sex vikur frá hugmynd að opnun verslunarinnar Mikado
Mikado er ný hönnunarverslun og sköpunarhús að Hverfisgötu 50 í Reykjavík undir áhrifum frá Íslandi, Japan og Skandinavíu. Eigendur eru grafísku hönnuðirnir Aron Freyr Heimisson og Einar Guðmundsson.

Á bakvið við vöruna - Gunnar Hilmarsson hjá Kormáki&Skildi
Í þáttunum Á bakvið vöruna er skyggnst inn í heim íslenskra frumkvöðla og hönnuða sem starfrækja rekstur sinn í skapandi grósku Miðborgarinnar. Hér er í öðru myndbandi seríunnar er talað við Gunnar Hilmarsson, fatahönnuð hjá Kormáki og Skildi.

Hvar kaupum við íslenska hönnun?
Hér á heimasíðu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs má sjá yfirlit yfir verslanir sem selja íslenska hönnunarvöru, bæði búðir sem selja vörur frá ólíkum hönnuðum og netverslanir. Sömuleiðis má finna beina linka á verslanir hönnuða og heimasíður sem selja vörur.

Hönnuðurinn Sigurður Oddsson gerir jólaóróann 2020 fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra
Sigurður Oddssson, grafískur hönnuður og listrænn stjórnandi, hannaði jólaóróa Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra árið 2020 en það er Bjúgnakrækir.

Jólakettir úr notuðum barnafötum frá Fléttu fyrir Rammagerðina
Rammagerðin fékk vöruhönnuðina Birtu Rós Brynjólfsdóttur og Hrefnu Sigurðardóttur til liðs við sig til að hanna jólakött ársins 2020, sem í framhaldi verður árlegur viðburður og nýir íslenskir hönnuðir valdir til að túlka þennan fræga kött.

Ný herferð og heimasíða frá Fatahönnunarfélagi Íslands - Íslensk flík
Íslensk flík er vitundarvakning Fatahönnunarfélags Íslands sem miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem íslensk fatahönnunarfyrirtæki bjóða upp á ásamt þeim möguleikum sem felast í greininni. Nú hefur nýherferð og ný heimasíða litið dagsins ljós.

Skyggnast inn í heim hönnuða í örmyndbandaseríunni Á bakvið vöruna
Markmiðið er að auka sýnileika hönnunar og draga fram raunhæfa mynd af einstaklingunum sem þar standa á bak við og hvernig vörur þeirra verða til - allt frá hugmynd, yfir að söluvænni vöru í verslun. Að verkefninu standa þau Ási Már og Erna Hreins hjá Blóð stúdíó, nýrri hönnunar- og markaðsstofu.

Studio 2020 - Melur Mathús
Kostir melgresis snerta öll stærstu mál nútímans eins og kemur fram hjá hönnuðunum á bakvið Mel mathús í Studio 2020 á HönnunarMars í júní. Studio 2020 er tilraunavettvangur með það að markmiði að veita innsýn í hugskot hönnuða, viðfangsefni og hugmyndir um framtíðina.

Þorsteinn Gunnarsson arkitekt hlýtur viðurkenningu Minjastofnunar 2020
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra veitti Þorsteini Gunnarssyni, arkitekt, árlega viðurkenningu Minjastofnunar Íslands fyrir mikilvægt framlag á sviði minjaverndar á dögunum.

Íslenskir fatahönnuðir teikna sokka fyrir Íslandsdeild Amnesty International
Íslandsdeild Amnesty International selur sokka eftir íslenska hönnuði til styrktar mannréttindastarfsins. Í ár voru fatahönnuðirnir Anita Hirlekar, Aldís Rún og Bergur Guðnason fengnir til að teikna sokka.

Hátt á annað hundrað umsóknir bárust fyrir HönnunarMars í maí 2021
Við þökkum kærlega okkar öfluga hönnunarsamfélagi fyrir að bregðast hratt við umsóknarfresti fyrir HönnunarMars í maí 2021 sem lauk á miðnætti í gær. Hátt á annað hundrað umsóknir bárust og því ærið verkefni fyrir höndum hjá valnefnd HönnunarMars.

Hátíðarhandbók Kiosk Granda 2020 komin út
Hátíðarhandbók Kiosk Granda 2020 er komin út en þar má finna glæsilegar gjafahugmyndir frá íslensku hönnuðum og fatamerkjum Magneu Einarsdóttur, Anitu Hirlekar, Hlín Reykdal, Eygló Lárusdóttur og Bahns.

Studio 2020 - Digital Sigga
Hönnun í hinum rafræna heimi með hönnuðinum Sigríði Birnu Matthíasdóttur, Digital Siggu, í Studio 2020 á HönnunarMars í júní. Studio 2020 er tilraunavettvangur með það að markmiði að veita innsýn í hugskot hönnuða, viðfangsefni og hugmyndir um framtíðina.

Brandenburg valið úr hópi umsækjenda í hönnun og þróun einkennis Fyrirmyndaráfangastaða
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og umhverfis- og auðlindaráðuneytið í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs auglýstu á dögunum eftir hönnuði eða hönnunarteymi til að vinna að hönnun og þróun einkennis og kynningarefnis fyrir nýtt kerfi áfangastaðastjórnunar, sem ber vinnuheitið Fyrirmyndaráfangastaðir í ferðaþjónustu. Alls bárust 13 umsóknir um að taka verkefnið að sér en að lokum var það niðurstaða valnefndar að bjóða auglýsingastofunni Brandenburg verkefnið.

Misbrigði, tískusýning fatahönnunarnema á 2 ári við LHÍ opnar í dag í gluggun verslana Rauða Krossins
Misbrigði, tískusýning fatahönnunarnema á 2. ári við Listaháskóla Íslands, er árlegt samstarfsverkefni Listaháskóla Íslands og Fatasöfnunar Rauða Kross Íslands og hefur alla jafna verið sýnt í formi hefðbundinnar tískusýningar. Í ár verða Misbrigði sýnd með gluggaútstillingu í Rauða Kross verslununum landsins.

Studio 2020 - Flétta
Fjársjóðsleit með vöruhönnuðunum Birtu Rós Brynjólfsdóttur og Hrefnu Sigurðardóttur frá Fléttu í Studio 2020 á HönnunarMars í júní. Studio 2020 er tilraunavettvangur með það að markmiði að veita innsýn í hugskot hönnuða, viðfangsefni og hugmyndir um framtíðina.

Hanna vörur í anda Ásmundar Sveinssonar
Fimm vöruhönnuðir hafa undirritað samstarfssaminga við Listasafn Reykjavíkur um hönnun á vörum til sölu í safnverslun Ásmundarsafns í anda Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara.

Studio 2020 - Mannyrkjustöð Reykjavíkur
Ræktum okkar innri plöntu með Mannyrkjustöð Reykjavíkur í Studio 2020 á HönnunarMars í júní. Studio 2020 er tilraunavettvangur með það að markmiði að veita innsýn í hugskot hönnuða, viðfangsefni og hugmyndir um framtíðina.

Studio 2020 - Valdís Steinarsdóttir
Hönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir gaf smá innsýn inn í hennar hugarheim og hönnun í Studio 2020 á HönnunarMars í júní. Studio 2020 er tilraunavettvangur með það að markmiði að veita innsýn í hugskot hönnuða, viðfangsefni og hugmyndir um framtíðina. Hér er hægt að sjá viðtalið.

Íslandsstofa leitar að hönnuðum til að þróa hönnunarkerfi fyrir sýningarbása
Íslandsstofa, í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, leitar að hönnuði eða hönnunarteymi til að leiða vinnu við gerð hönnunarkerfis fyrir samræmt útlit sýningarbása á vegum Íslandsstofu.

Leiðtogi í Skapandi hugsun - sérskjör á námskeið Akademias
Akademias, í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, býður upp á námskeiðið Leiðtogi í Skapandi hugsun (hönnunarhugsun). Námskeiðið er samstarfsverkefni fjölda sérfræðinga og fyrirtækja sem vilja efla hugmyndavinnu og skapandi hugsun hjá hinu opinbera, í íslensku atvinnulífi og þriðja geiranum. Sérkjör til 30. nóvember.
FÓLK og Tinna Gunnarsdóttir hefja hönnunarsamstarf
Tinna Gunnarsdóttir vöruhönnuður og prófessor við Hönnunardeild Listaháskóla Íslands og hönnunarmerkið FÓLK Reykjavík hafa gert með sér samstarfsamning um útgáfu hönnunar Tinnu alþjóðlega.

VARMA opnar verslun í samstarfi við hönnuði á Skólavörðustíg
Íslenska framleiðslufyrirtækið VARMA opnar verslun á Skólavörðustíg 4a með vörum frá hönnuðum sem eiga það sameiginlegt að framleiða vörur sínar í verksmiðju VARMA en það eru vörumerkin MAGNEA og nýja línan hennar Made in Reykjavík, Vík Prjónsdóttir, AD, Margrethe Odgaard fyrir Epal og Hullupullur.

Bók Péturs H. Ármannsonar um Guðjón Samúelsson, húsameistara er komin út
Í bókinni, Guðjón Samúelson, húsameistari, skoðar höfundurinn, Pétur H. Ármannsson, arkitekt, verk og hugmyndir Guðjóns út frá sérstöðu hans sem háskólamenntaðs arkitekts sem var mótaður af straumum og stefnum í norrænni og evrópskri byggingarlist á fyrstu áratugum 20. aldar.

The Nordic Report 03 - víðtæk samantekt um sjálfbæra neyslu og framleiðslu á Norðurlöndum
SUSTAINORDIC, samnorrænn vettvangur sem beinir sjónum að sjálfbærri neyslu og framleiðslu á Norðurlöndunum fagnar útgáfu skýrslunnar The Nordic Report 03 sem varpar ljósi á framúrskarandi norræn dæmi um sjálfbæra framleiðslu og neyslu og hvetur um leið til alþjóðlegrar þróunar á þessu sviði.

Björn Steinar Blumenstein í umfjöllun CNN
Vöruhönnuðurinn Björn Steinar Blumenstein og verkefni hans Catch of the day er til umfjöllunar hjá fréttavef CNN sem tekur saman áhugaverð dæmi um nýtingu matarafganga til framleiðslu áfengis frá öllum heimshornum.

Samkeppni um ljósverk fyrir Vetrarhátíð 2021
Reykjavíkurborg og Orka Náttúrunnar í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs standa fyrir samkeppni um þrjú ljósverk á Vetrarhátíð 2021. Verkin sem verða valin verða sýnd á Vetrarhátíð 2021 dagana 4.-7. febrúar.

Leitað að hönnuðum til að þróa einkenni fyrir nýtt kerfi áfangastaðastjórnunar
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og umhverfis- og auðlindaráðuneytiðí samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs leita að hönnuði eða hönnunarteymi til að vinna að hönnun og þróun einkennis og kynningarefnis fyrir nýtt kerfi áfangastaðastjórnunar, sem ber vinnuheitið Fyrirmyndaráfangastaðir í ferðaþjónustu
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs vinnur að því að efla og auka samstarf milli hönnuða&arkitekta og fyrirtækja, stofnana og stjórnvalda. Miðstöðin sinnir ráðgjöf og greiðir leiðir þeirra sem eru að leita að samstarfsaðilum á sviði hönnunar og arkitektúrs ýmist með samkeppnum eða í gegn um valferli án tillagna.

„Við gerum okkur grein fyrir að það er töluverð óvissa“
HönnunarMars 2021 fer fram dagana 19-23 maí en búið er að opna fyrir umsóknir á hátíðina. Þórey Einarsdóttir, stjórnandi hátíðarinnar var í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2.
Af ást til fagmennskunnar
Aðsend grein um hlutdeildarlánin frá Borghildi Sölvey Sturludóttur, arkitekt sem segir frumvarpið laust við alla fagmennsku.

Ríkisstjórnin samþykkir viðspyrnustyrki
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi fyrir helgi að grípa til frekari efnahagsaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins. Er þar annars vegar um að ræða tillögur að útvíkkun tekjufallsstyrkja og hins vegar nýtt úrræði, viðspyrnustyrki, sem ætlað er að styðja við rekstur fyrirtækja á komandi mánuðum.

Taktu þátt í HönnunarMars í maí - opnað hefur verið fyrir umsóknir
Opnað hefur verið fyrir umsóknir á HönnunarMars í maí og stendur umsóknarfrestur til 30. nóvember næstkomandi. Hafa ber í huga að ekki er ætlast til að umsóknir séu fullkláraðar innan þessa tímaramma og verður umsækjendum gefið rými til breytinga og bætinga á umsóknum sínum.

Dómnefndarfulltrúar FÍT í Art Directors Club Europe (ADC*E) verðlaununum
Verðlaun Art Directors Club Europe (ADC*E) verða veitt í 30. sinn í Barcelona um miðjan desember en hátíðin fer að öllu leiti rafrænt í ár. Atli Þór Árnason, Dóri Andrésson og Erla María Árnadóttir eru dómnefndarfulltrúar FÍT í ár en þau eru samanlagt með margra áratuga reynslu af faginu. Úrslit vera kunngjörð 17. desember.

Festa opnar fyrir umsóknir að Aðildi - fyrir nýsköpunar - og hönnunarfyrirtæki
Festa hefur sett á stofn Aðildi – fellowship prógram sem felur í sér aðild að Festu í eitt ár fyrir 10 sprota eða nýsköpunarfyrirtæki, hönnunarfyrirtæki eða aðila sem starfa með heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi og leggja áherslu á samfélagsþróun, umhverfismál og sjálfbærni.

Ný fatalína Anítu Hirlekar hönnuð og framleidd á Íslandi
Vetrarlína fatahönnuðarins Anítu Hirlekar er nú fáanleg en hún einkennist af sterkum litasamsetningum, hand-bróderuðum flíkum og kvenlegum kjólum skreyttum blómamunstrum. Allt hönnunarferlið sem og framleiðslan sjálf, fór fram á Íslandi.

Hönnunarverðlaun Íslands 2020 fara fram í janúar
Afhending Hönnunarverðlauna, og málþing tengt þeim, átti að fara fram þann 5. nóvember næstkomandi. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu hefur verið tekin ákvörðun um fresta verðlaununum og freista þess að hægt verði að halda raunverulegan viðburð þegar fram líða stundir.

HönnunarMars 2021 fer fram í maí
Mars færist fram í maí 2021! Stærsta hönnunarhátíð landsins HönnunarMars fer fram dagana 19-23. maí 2021.

Reglugerð um hlutdeildarlán og umsögn Arkitektafélags Íslands
Arkitektafélag Íslands gerir alvarlegar athugasemdir við drög að reglugerð um hlutdeilarlán.

„Að hanna kerfi sem sinnir mjög ólíkum þörfum“
Teymið Kolofon&co var fyrr i haust valið til að hanna merkingar og merkingakerfi fyrir ferðamannastaði og friðlýst svæði. Vinnan er nú í fullum gangi og að mörgu að huga í svona stóru verkefni. Hér má fá smá innsýn inn í vinnuna bakvið tjöldin frá Gerði Jónsdóttur og Herði Lárussyni, verkefnastjórum verkefnisins.
Hefur þú skráð þig í gagnvirkt kerfi Reykjavíkurborgar?
Reykjavíkurborg hvetur arkitektastofur, einyrkja sem og stærri stofur, til að skrá sig inn í gagnvirkt innkaupakerfi borgarinnar.

Reykjavíkurborg auglýsir eftir hönnunarteymum til að móta göngugötur
Vilt þú móta göngugötur? Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar auglýsir eftir þverfaglegum og skapandi teymum til að taka þátt í mótun göngugötuhluta Laugavegar, Vegamótastígs og Skólavörðustígs með þarfir notenda og rekstraraðila í fyrirrúmi. Umsóknarfrestur til 11. nóvember

Skýrsla HönnunarMars 2020 er komin út
Skýrsla HönnunarMars 2020 er komin út og má lesa hér. Þar er finna allskonar fróðleik sem tengist undirbúningi hátíðarinnar og framkvæmdinni, en óhætt er að segja að ýmislegt hafi gengið á í aðdraganda þessarar stærstu hönnunarhátíðar landsins sem fór fram í tólfta sinn á þessu ári.

HönnunarMars tekur þátt í Dutch Design Week með Studio 2020
HönnunarMars opnar dyrnar að Studio 2020, 3D herbergi á Dutch Design Week, sem fer einungis fram rafrænt í ár. Þátttaka hátíðarinnar er partur af rafrænni samsýninguWorld Design WeeksUnited

Búið er að opna fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð
Búið er að opna fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð en um er að almenna- og ferðastyrki. Umsóknarfrestur er til 4. febrúar 2021 og fer úthlutun fram þann 4. mars.

Magnea kynnir línuna Made in Reykjavik
Fatahönnuðurinn Magnea Einarsdóttir sem hannar undir merkinu MAGNEA frumsýnir nýja línu í dag kl. 12 sem ber heitir Made in Reykjavík. Hún samanstendur af yfirhöfnum úr ull og er öll framleidd á höfuðborgarsvæðinu.

Tekjufallsstyrkir samþykktir í ríkisstjórn
Ríkisstjórnin samþykkti í dag að leggja fyrir Alþingi frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um tekjufallsstyrki vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Frumvarpinu er ætlað að aðstoða einyrkja og litla rekstraraðila sem hafa orðið fyrir verulegum tekjumissi og er liður í aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að draga úr tjóni vegna faraldursins og leggja grunn fyrir öfluga viðspyrnu í kjölfar hans.

Harpa óskar eftir áhugasömum rekstraraðilum og hugmyndum einstaklinga að spennandi nýjungum
Harpa fagnar 10 ára afmæli á næsta ári. Af því tilefni er vilji til að slá nýjan og ferskan tón. Markmiðið er að nýtt skipulag veitingastaða, verslana og annarrar þjónustu endurspegli sérstöðu Hörpu, í takti við breytt landslag og nánasta umhverfi í miðborg Reykjavíkur.

Íslenskt gler, snjallhringur og stafrænt strokhljóðfæri meðal styrkþega úr Hönnunarsjóði
Hönnunarsjóður úthlutar í dag, 15. október, 18 styrkjum til ólíkra verkefna á vegum hönnunar og arkitektúrs. Að þessu sinni voru 17 milljónum úthlutað en alls bárust 122 umsóknir um 230 milljónir.

Fjöregg vinningstillaga í samkeppni um útsýnisstað á Súgandisey við Stykkishólm
Útsýnisskúlptúrinn Fjöregg er vinningstillaga í samkeppni um útsýnisstað á Súgandisey við Stykkishólm en tillagan er unnin af Glámu-Kím og Landslagi í samstarfi við Ólöfu Nordal og Gunnar Karlsson. Tillagan er óhefðbundin útsýnisstaður sem ber heitið Fjöregg.

Loftslagsviðurkenning Reykjavíkurborgar og Festu - óskað eftir tilnefningum
Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki, félagasamtök, stofnanir eða einstaklinga vegna loftslagsviðurkenningar Reykjavíkurborgar og Festu. Markmið viðurkenningarinnar er að vekja athygli á því sem vel er gert í loftslagsmálum og vera hvatning til annarra

Yfirborð vekur upp faglega og gagnlega umræðu um umhverfið
Verkefnið Yfirborð er tilraunakennd rannsókn, leidd áfram af Magneu Guðmundsdóttur, arkitekt og Brynhildi Pálsdóttur, hönnuði. Tilgangur þess er að fá yfirsýn yfir efnisnotkun á yfirborði og skilja ástæður fyrir þeirri þróun sem hefur átt sér stað síðustu ár á ytra byrði bygginga.

Design Group Italia vinnur Compasso d’Oro-verðlaunin fyrir Bláa lónið
Sigurður Þorsteinsson og Design Group Italia vinnur Compasso d’Oro-verðlaunin fyrir Bláa lónið, en verðlaunin þykja virtustu og eftirsóttustu hönnunarverðlaun Ítalíu. Verðlaunin hafa verið veitt á tveggja ára fresti frá árinu 1954.

Skýrsla Hönnunarmiðstöðvar Íslands fyrir árið 2019 er komin út
Skýrsla ársins 2019 hefur nú litið dagsins ljós en þar er farið yfir rekstur Hönnunarmiðstöðvar, innlend sem erlend verkefni og almenna starfssemi. Hægt er að skoða skýrsluna í rafrænu formi hér.
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs miðlar efni aðallega á vefjum og samfélagsmiðlum. Auk þess er ólíku efni tengt verkefnum gefið út sem má finna hér. Bæklingar tengdir HönnunarMars, HA tímarit, og skýrslur HönnunarMars sem gefnar eru út fjótlega eftir að hátíðin hefur farið fram. Hönnunarstefna, ýmsar kannanir, kynningarrit og leiðbeiningarbæklingar.

Útskriftarnemar í meistaranámi LHÍ taka þátt í Dutch Design Week
Útskriftarárgangur meistaranema í hönnun 2020 frá Listaháskóla Íslands tekur þátt í Dutch Design Week 2020 með útskriftarsýningu sinni HOW LONG WILL IT LAST?

Hönnuðurinn Valdís Steinars tilnefnd sem nýstirni ársins hjá Dezeen
Hönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir er tilnefnd sem nýstirni ársins hjá hönnunartímaritinu Dezeen. Kosning fer fram á heimasíðu miðilsins og getur því almenningur gefið Valdísi atkvæði sitt þar, en kosningu lýkur 12. október næstkomandi.

Endurmenntun HÍ - sérkjör til félagsmanna Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs
Félagsmönnum aðildarfélaga Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs býðst 20% afsláttur á tvö námskeið úr dagskrá haustmisseris hjá Endurmenntun.

Sýningin PREFAB/FORSMÍÐ opnar á Seyðisfirði
Á sýningunni eru sýnd forsmíðuð einingahús með það að markmiði að vekja athygli á áhrif byggingarlistar á líf okkar, og þá sérstaklega hvaða hlut einingahús geta átt í framtíð manngerðs umhverfis. Sýningin opnar 26. september í sýningarsal Skaftfells, miðstöð myndlistar á Seyðisfirði.

Stafrænt hakkaþon - íslenskar umhverfis- og borgarlausnir í USA
Viðburðurinn "Nordic City Solutions in North America” er stafrænt hakkaþon á vegum Nordic City Solutions haldið 13. október til 19. nóvember nk. Um er að ræða fimm þróunarverkefni þar sem óskað er eftir norrænum fyrirtækjum til að hanna eða bjóða lausnir á sínum sérfræðisviðum í samstarfi við fyrirtæki frá Bandaríkjunum og Kanada.

122 umsóknir bárust í Hönnunarsjóð - úthlutun fer fram 15. október
Síðasta úthlutun Hönnunarsjóðs 2020 fer fram 15. október næstkomandi. Alls bárust 122 umsóknir í sjóðinn að þessu sinni.

Sýningin 100% Ull opnar í Hönnunarsafni Íslands
Á sýningunni er að finna dæmi um vörur úr íslenskri ull sem hönnuðir og handverksfólk er að fást við í dag. Þátttakendur eru Ásthildur Magnúsdóttir, Magnea Einarsdóttir, Kormákur & Skjöldur, Kula by Bryndís, Ró og Ístex.

Hver hlýtur Hönnunarverðlaun Íslands 2020?
Hönnunarverðlaun Íslands 2020 fara fram í nóvember en þetta er í sjöunda sinn sem þau verða veitt. Verðlaunin varpa ljósi á mikilvægi og gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs. Vinningshafar í gegnum tíðina hafa verið af fjölbreyttum toga og frá ýmsum sviðum hönnunar og arkitektúrs.

Hver fær viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun árið 2020?
Besta fjárfesting í hönnun er viðurkenning sem veitt var í fyrsta sinn árið 2015 en þau fyrirtæki sem eiga þess kost að hljóta viðurkenninguna hafa hönnun og arkitektúr að leiðarljósi frá upphafi verka til að auka verðmætasköpun og samkeppnishæfi.

Hverjir skipa dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2020?
Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2020 hefur þegar hafið störf en hennar hlutverk er að velja handhafa heiðursverðlauna Hönnunarverðlauna Íslands, viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun og svo sjálf aðalverðlaunin, Hönnunarverðlaun Íslands. En hverjir skipa dómnefndina?

„Verðlaunin virkuðu eins og ákveðið spark í rassinn fyrir okkur að halda áfram ótrauð á okkar vegferð“
Genki Instruments unnu Hönnunarverðlaun Íslands árið 2019 fyrir hringinn Wave. Jón Helgi Hólmgeirsson, yfirhönnuður Genki segir verðlaunin vera gífurleg viðurkenning sem hafi gert fyrirtækið þeirra meira áberandi á Íslandi sem og erlendis. Búið er að opna fyrir ábendingar til Hönnunarverðlauna Íslands 2020.

Hönnunarverðlaun Íslands 2020 - leitin að framúrskarandi verkum á sviði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi er hafin
Leitin að framúrskarandi verkum á sviði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi er hafin fyrir Hönnunarverðlaun Íslands 2020. Búið er að opna fyrir ábendingar en hægt er að benda á eigin verk eða annarra til miðnættis 21. september 2020. Áætlað er að verðlaunaafhending og málþing þeim tengt fari fram þann 5. nóvember næstkomandi.

Hönnunarskólinn fyrir 13-16 ára hefst 30. september
Klifið, skapandi setur, kynnir í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands Hönnunarskóla, námskeið fyrir krakka á aldrinum 13- 16 ára. Í Hönnunarskólanum fá þáttakendur innsýn inn í störf og aðferðarfræði hönnuða. Námskeiðið hefst 30. september næstkomandi.

Sex íslenskir hönnuðir taka þátt í stafrænu hönnunarsýningu Adorno, Virtual Design Destination: New Reality
Samsýning danska hönnunargallerísins Adorno, Virtual Design Destination: New Reality, er hluti af London Design Festival 2020 og fer öll fram í sýndarveruleika. Íslenskir hönnuðir taka þar þátt ásamt ríflega 100 kollegum sínum frá 14 löndum.

Námskeið - Leiðtogi í Upplifunarhönnun
Akademias í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs býður upp á takmarkaðan fjölda sæta á sérstöku verði. Námskeiðið Leiðtogi í upplifunarhönnun er samstarfsverkefni fjölda sérfræðinga og fyrirtækja sem vilja efla aðferðafræði við mótun upplifunar á Íslandi.

Erna Skúladóttir á samsýningunni Soil Matters á Helsinki Design Week
Erna Skúladóttir er meðal sýnenda á samsýningunni Soil Matters sem er á Hönnunarsafninu í Helsinki og hluti af hönnunarvikunni sem fer fram í borginni um þessar mundir.

Barnafatamerkið As We Grow þróar fullorðinslínu
As We Grow hlaut nýverið tvær milljóna króna styrk frá Hönnunarsjóði sem ætlunin er að nýta til að þróa fullorðinslínu merksins. Gréta Hlöðversdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi merkisins er í viðtali við Atvinnulífið á Vísi.
Ert þú frumkvöðull eða sproti og vantar aðstöðu?
Nýtt frumkvöðla- og sprotasetur opnar í Grósku. Vísindagarðar Háskóla Íslands opna á næstunni framúrskarandi aðsetur fyrir frumkvöðla- og sprotafyrirtæki á fyrstu stigum, þar sem boðið er upp á vinnuaðstöðu, fjölbreytta fræðslu og þjálfun. Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og Arkitektafélag Íslands verða með skrifstofu í setrinu.
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs flytur í Grósku - nýtt hugmyndahús í Vatnsmýrinni
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs flytur starfssemi sína í Grósku, nýtt frumkvöðla - og sprotasetur Vísindagarða Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni.

Aníta Hirlekar vinnur til gullverðlauna á The International Design Awards
Fatahönnuðurinn Aníta Hirlekar vinnur til gullverðlauna á The International Design Awards, árlegri uppskeruhátíð arkitekta og hönnuða. Hún hlaut gullverðlaun í flokki Pret-A-Porter Woman fyrir haust- og vetrarlínu sína sem var frumsýnd á HönnunarMars 2019.

Teymið Kolofon&co valið til að hanna merkingar og merkingakerfi
Teymið Kolofon&co hefur verið valið til að hanna merkingar og merkingakerfi fyrir ferðamannastaði og friðlýst svæði. Í teyminu er fagfólk úr ólíkum áttum sem unnið hafa að stórum og viðamiklum verkefnum á sviði hönnunar og menningar, meðal annars hönnun skilta fyrir sveitafélög hér á landi.

23 umsóknir bárust um merkingar á ferðamannastöðum og friðlýstum svæðum
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs í samstarfi við umhverfis- og auðlindaráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsti eftir hönnunarteymi til að hanna merkingar, merkingakerfi og merkingahandbók fyrir ferðamannastaði og friðlýst svæði. 23 umsóknir bárust.

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, Orkustofnun og Umhverfisstofnun kynna NatNorth.is
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, Orkustofnun og Umhverfisstofnun opna sameiginlega upplýsingasíðuNatNorth.isum fjölbreytileg verkefni sem hafa það að markmiði að auka þekkingu, gæði og sjálfbærni í ferðaþjónustu í hánorðri.

Opið fyrir umsóknir um sýningarhald í Ásmundarsal 2021
Ásmundarsalur óskar eftir tillögum að sýningum, viðburðum eða uppákomum sem fanga fjölbreytileika listarinnar. Einnig er óskað eftir vinnustofu listamanns í Gunnfríðargryfju í einn til tvo mánuði í senn.

Paul Bennett og Hildigunnur Sverrisdóttir eru nýjir deildarforsetar í hönnun og arkitektúr hjá Listaháskóla Íslands
Paul Bennett, yfirhönnuður og stjórnandi hjá IDEO, hefur verið ráðinn í stöðu deildarforseta hönnunardeildar og Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt hefur verið ráðin deildarforseti arkitektúrdeildar hjá Listaháskóla Íslands.

FJÖRUTÍU SKYNFÆRI - útskriftarsýning Listaháskóla Íslands opnar í Gerðasafni
Fjörutíu skynfæri er heiti útskriftarsýningar nemenda í hönnun og arkitektúr við Listaháskóla Íslands. Sýningin opnar í Gerðarsafni, Kópavogi sunnudaginn 30. ágúst 2020.

„Blokkin sem breytir um lit“ Tvíhorf arkitektar hljóta umhverfisviðurkenningu Kópavogsbæjar 2020
Tvíhorf arkitektar ásamt ÁF-hús byggingarverktaka hlutu viðurkenningu Umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogsbæjar fyrir hönnun og fráganga fjölbýlishússins að Álalind 14.

Minisophy/Smáspeki sýning í Ásmundarsal - síðasti sýningardagur 30. ágúst
Minisophy/Smáspeki er ný tegund heimspeki sem er öllum viðkomandi. Hún er heimspeki litlu hlutanna. Á bakvið smáspekina standa hönnuðurinn Katrín Ólína Pétursdóttir og heimspekingurinn Sigríður Þorgeirsdóttir.

Sex hönnuðir opna Kiosk í Grandagarði
Á morgun opnar hönnunarverslunin Kiosk Grandi en um er að ræða nýja verslun sem leggur áherslu á íslenska fatahönnun og fylgihluti, við Grandagarð 35. Sex fatahönnuðir standa að opnun verslunarinnar.

Valdís Steinarsdóttir vinnur Formex Nova verðlaunin 2020
Vöruhönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir hlýtur sænsku hönnunarverðlaunin Formex Nova 2020 en þetta var tilkynnt nú í morgun. Verðlaunin hlýtur hún fyrir verkefni sín Bioplastic Skin og Just Bones og hrósar dómnefndin Valdísi sérstaklega fyrir metnað til að hanna einstakar lausnir á samfélags- og umhverfislegum vandamálum í opnu samtali við áhorfendur.

Sjávarmál er nýtt útilistaverk í Vesturbæ
Sjávarmál, nýtt útilistarverk í Vesturbæ eftir arkitektana Baldur Helga Snorrason og David Hugo Cabo í samstarfi við Andra Snæ Magnason, rithöfund var valið úr sjötíu innsendum tillögum um nýtt útilistaverk í Vesturbæ Reykjavíkur. Það var Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri sem kynnti niðurstöðu dómnefndar í vikunni.

Gagarín hlýtur SEGD hönnunarverðlaunin fyrir stafrænan vefstól
Hönnunarstofan Gagarín hlaut nýverið SEGD hönnunarverðlaunin fyrir gagnvirkt sýningaratriði sem hún hannaði fyrir fornleifa og sögusafnið Pointe-à-Callière í Montreal, Kanada. Gagarín hannaði stafrænan vefstól fyrir sýninguna sem kallast Weaving Time og færir gestina nær handverki Inkanna.

Námskeiðið Leiðtogi í Skapandi hugsun - sérkjör í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Akademias býður upp á námskeiðið Leiðtogi í skapandi hugsun. Meðal kennara eru Paul Bennet frá IDEO og Sigurður Þorsteinsson frá Design Group Italia. Umsjón með námskeiðinu hefur Svava María Atladóttir partner hjá Future Medical Systems í San Francisco. Námskeiðið hefst 21. september næstkomandi.

Spjaraþon - tveggja daga hugmyndasmiðja gegn textílsóun
Spjaraþon er tveggja daga hugmyndasmiðja eða hakkaþon, þar sem þátttakendur læra um vanda textíliðnaðarins og þróa og skapa í framhaldinu lausnir sem sporna gegn textílsóun.

Menningarstyrkir í Creative Europe – vinnustofa í gerð umsókna
Rannís í samstarfi við Einkofi Production stendur fyrir vinnustofu 13. ágúst 2020 um hvernig best er að haga gerð umsókna í Creative Europe - evrópska menningarstyrki.

Björn Steinar, Johanna Seelemann og Brynjar Sigurðarson meðal sýnenda í norrænni samsýningu í Helsinki
Vöruhönnuðirnir Björn Steinar Blumenstein, Johanna Seelemann og Brynjar Sigurðarson sýna Travel as a Tool í hinu virta finnska hönnunarsafni Design Museo í Helsinki. Á sýningunni er að finna verk eftir nokkra af fremstu hönnuðum heims.

Distributed Design Academy býður hönnuði á Íslandi til þátttöku í áhugaverðu námi á netinu í október 2020
Námið fer fram á netinu og miðast að því að auka færni hönnuða til að starfa með stafrænni framleiðslutækni og leyfa sköpurum að kynnast nýjum og vaxandi markaði.

"How long will it last?" - útskriftarsýning meistaranema í hönnun
Útskriftarsýning meistaranema í hönnun við Listaháskóla Íslands fer fram í Ásmundarsal dagana 8. - 16. ágúst. Sýningin er ferðalag á forsendum áttavilts áttavita, þar sem áhorfendur eru leiddir að hverfulum stöðum — stöðum sem gætu horfið jafnóðum.

Mies van der Rohe verðlaunin 2021- óskað eftir ábendingum
Valnefnd Íslands til Mies van der Rohe verðlaunanna 2021 óskar eftir ábendingum. Tilnefningarnar skulu sendast með tölvupósti fyrir lok dags 7. ágúst 2020 og nægir að tilgreina byggingu og arkitekt.

Óskað eftir hönnunarteymi - merkingar á ferðamannastöðum og friðlýstum svæðum
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs í samstarfi við umhverfis- og auðlindaráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir hönnunarteymi til að hanna merkingar, merkingakerfi og merkingahandbók fyrir ferðamannastaði og friðlýst svæði. Forskrift fyrir hönnuði er nú aðgengileg.

Íslensk hönnun í allt sumar
HönnunarMars fór fram dagana 24. til 28. júní en þó hátíðinni hafi formlega lokið á sunnudag þá eru margar sýningar opnar áfram í sumar og jafnvel fram á haust.

Studio 2020 á HönnunarMars: Hönnunarspjall eitt
Hönnunarspjallið er liður í dagskrá Studio 2020 á HönnunarMars, sem er tilraunavettvangur á HönnunarMars 2020, og ætlað er að miðla efni hátíðarinnar á ýmsu formi á meðan á henni stendur og í kjölfarið.

Studio 2020 á HönnunarMars: Hönnunarspjall tvö
Hönnunarspjallið var liður í dagskrá Studio 2020 á HönnunarMars, tilraunavettvangur ætlað að miðla efni hátíðarinnar á ýmsu formi á meðan á henni stóð og í kjölfarið. Þættirnir voru þrír talsins og voru sýndir í beinni útsendingu í samstarfi við Vísi á meðan HönnunarMars stóð yfir.

Studio 2020 á HönnunarMars: Hönnunarspjall þrjú
Hönnunarspjallið er liður í dagskrá Studio 2020 á HönnunarMars, sem er tilraunavettvangur á HönnunarMars 2020, og ætlað er að miðla efni hátíðarinnar á ýmsu formi á meðan á henni stendur og í kjölfarið.

Íslensk flík - vitundarvakning um íslenska fatahönnun
Fatahönnunarfélag Íslands hefur nú vegferð innlendrar vitundarvakningar um íslenska fatahönnun með verkefninu #íslenskflík. Markmið verkefnisins er að varpa ljósi á það framúrskarandi hugvit og þær fjölbreyttu vörur sem hér er að finna.

Formatyka sigrar í samkeppni um götugögn fyrir Borgarlínuna
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og Borgarlínan stóðu í vor fyrir samkeppni um götugögn á Borgarlínustöðvar en tilkynnt var um sigurvegara keppninnar á HönnunarMars við athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur.

HönnunarMars í júní er lokið!
Hátíðin þakkar bæði þátttakendum og gestum fyrir góðar stundir. Þetta var frábært! Sjáumst í 2021!

HönnunarMars opnaði í gær í blíðskaparveðri - myndir
HönnunarMars í júní opnaði í gær í sól og blíðu. Margt var um manninn og bjartsýni í loftinu. Gleðilegan HönnunarMars.

Um mikilvægi hönnunar og arkitektúrs í mótun samfélags til framtíðar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra um breyttan veruleika þar sem hönnuðir og arkitektar hafa mikilvægu hlutverki að gegna.

Studio 2020 - HönnunarMars miðlað með nýjum hætti á óvissutímum
Studio 2020 er tilraunavettvangur á HönnunarMars 2020, sem ætlað er að miðla efni hátíðarinnar á ýmsu formi á meðan á henni stendur og í kjölfarið.

Hönnunarmiðstöð Íslands verður Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs kynnir nýtt einkenni og nýjar áherslur í dag.

Handspritt úr matarafgöngum og lífræn verðlaun meðal verkefna sem hljóta styrki í aukaúthlutun Hönnunarsjóðs
Í dag, 4. júní, úthlutaði Hönnunarsjóður um 50 milljónum kr.í aukaúthlutun sjóðsins til átaksverkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs. 49 verkefni hlutu styrk að þessi sinni en alls bárust 276 umsóknir um styrki þar sem sótt var um 520 milljónir.

Þeir afla sem sækja á skapandi mið
Viðtal við Bjarneyju Harðardóttur framkvæmdastjóra 66°N og Völu Melstað listrænan stjórnanda og yfirhönnuð merkisins.

hönnun -ar kvk, það að hanna
Bragi Valdimar Skúlason texta- og hugmyndasmiður fer yfir sögu íslenska orðsins hönnun

Minn HönnunarMars - Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra
Hvernig verður HönnunarMarsinn þinn? Lilja Alfreðdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra deilir hvaða sýningum hún ætlar ekki að missa af á HönnunarMars 2020.

Hanna Dís Whitehead fyrsti íslenski hönnuðurinn hjá ÅBEN
Hanna Dís Whitehead var að dögunum tilkynnt sem níundi, og fyrsti íslenski hönnuðurinn, hjá ÅBEN, fyrirtæki sem sérhæfir sig í að selja vörur eftir efnilega norræna hönnuði.

Sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu, stafrænar flíkur og vatnavellíðan meðal styrkþega Hönnunarsjóðs
Hönnunarsjóður úthlutaði í dag 26 styrkjum til ólíkra verkefna á vegum hönnunar og arkitektúrs. Að þessu sinni voru 25 milljónum úthlutað en alls bárust 126 umsóknir um 237 milljónir.

Þórunn Árnadóttir hannar kerti til styrktar Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur þriðja árið í röð
Um er að ræða árlegt söluátak Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar Reykjarvíkur. Mæðrablómið, og er sala hafin á kertinu sem inniheldur leyniskilaboð frá þjóðþekktum konum.

Andlitsgrímur frá textílhönnuðinum Ýr vekja athygli
Textílhönnuðurinn Ýr Jóhannesdóttir, betur þekkt sem Ýrúrarí, byrjaði að hanna andlitsgrímur með tungum þegar Covid faraldurinn fór á kreik á Íslandi. Grímurnar hafa vakið mikla athygli úr um allan heim og rötuðu á dögunum í Vogue þar sem Ýr situr fyrir svörum.

„Plast algjört draumaefni“
Vöruhönnuðurinn Björn Steinar Blumenstein og Brynjólfur Stefánsson voru á dögunum í fróðlegu innslagi í RÚV Menning um Plastplan - hönnunarstúdíó og eina endurvinnsla landsins sem tekur á móti öllum flokkum plasts.

Alvarlegar afleiðingar á hönnun og arkitektúr - Niðurstöður úr könnun um áhrif Covid-19
Hönnunarmiðstöð Íslands sendi frá sér könnun dagana 7.-14. apríl varðandi áhrif Covid-19 á starfsemi á sviði hönnunar og arkitektúrs. 483 svör bárust frá stjórnendum, launafólki og sjálfstætt starfandi hönnuðum og arkitektum úr fjölbreytilegum greinum.

Gagarín hlýtur tilnefningu til European Design Awards 2020
Gagarín hlýtur tilnefningu til European Design Awards 2020 fyrir gagnvirkt sýningaratriði, stafrænan vefstól, fyrir fornleifa og sögusafnið Pointe-à-Callière í Montreal, Kanada.

Við getum hannað framtíðina
Í starfi sínu ferðast vöruhönnuðurinn og framtíðarfræðingurinn Helga Jósepsdóttir um heimsbyggðina og veitir ráðgjöf um það sem er okkur flestum hulin ráðgáta – framtíðina.

Lestrarhestur og teppi Katrínar Ólínu kynnt á hönnunarvikunni í Stokkhólmi
Hönnuðurinn Katrín Ólína og finnska fyrirtækið Made by Choice leiddu saman hesta sína og endurhönnuðu smáhillu Katrínar sem frumsýnd var á Stockholm Furniture Fair í síðustu viku. Einnig sýndi Katrín Ólína textíl sem hún vann í samstarfi við Kathea rugs í Svíþjóð.