
Elliðaárstöð er Staður ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2025
Elliðaárstöð er nýr áfangastaður með ólíkum rýmum og fjölbreytilegri upplifun í Elliðaárdal, hönnuð af Tertu þverfaglegu hönnunarteymi í samstarfi við Landslag.
6. nóvember 2025

Fjallahjólið Elja er Vara ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2025
Elja er fjallahjól hannað og framleitt af Lauf Cycles. Elja er fulldempað fjallahjól sem sameinar með einstökum hætti eiginleika fjalla-, keppnis- og borgarhjóls.
6. nóvember 2025

Fischersund er Verk ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2025
Fischersund talar til allra skilningarvita í gegnum ilm, tónlist og myndlist. Frá stofnun Fischersunds hefur skynheimurinn stækkað og styrkst um leið og verkum og vörum hefur fjölgað.
6. nóvember 2025

Albína Thordarson Heiðursverðlaunahafi Hönnunarverðlauna Íslands 2025: „Það hefur allt breyst!“
Albína Thordarson arkitekt hlýtur heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands 2025 fyrir framlag sitt til byggingarlistar en hún hefur tryggt sér sess sem einn fremsti arkitekt Íslendinga. Hún hefur með störfum sínum rutt brautina fyrir nýjar kynslóðir arkitekta. Ævistarf Albínu Thordarson er merkilegur vitnisburður um gildi arkitektúrs sem þjónar fólki, samfélagi og menningu til framtíðar.
6. nóvember 2025

Náttúruverndarstofnun hlýtur viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun 2025
Náttúruverndarstofnun hlýtur viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun á Hönnunarverðlaunum Íslands 2025 fyrir framúrskarandi nálgun við uppbyggingu gestastofa með hönnun og arkitektúr að leiðarljósi.
6. nóvember 2025

Hönnunarverðlaun Íslands veitt í tólfta skipti í dag
Hönnunarverðlaun Íslands 2025 verða afhent í Grósku í dag 6. nóvember. Verðlaun eru veitt í þremur flokkum; Vara, Staður og Verk ársins. Að auki verða Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands og viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun veitt.
6. nóvember 2025

Hjalti Karlsson og Stefan Sagmeister á DesignTalks 2026
Grafíski hönnuðurinn Hjalti Karlsson og Stefan Sagmeister, einn allra áhrifamesti hönnuður samtímans stíga á svið í Hörpu þann 6. maí og tala um ferilinn, sögurnar að baki verkum sínum og persónulegu tengingarnar. Hjalti og Sagmeister eru fyrstu hönnuðirnir sem eru kynntir til leiks á næsta DesignTalks.
3. nóvember 2025

Vertu með á HönnunarMars 2026!
Hátíðin er ykkar staður, ykkar stund. Tækifæri til að líta upp úr amstrinu og láta villtustu hugmyndirnar verða að veruleika. Hvað liggur þér á hjarta?
27. október 2025

Tilnefningar til Hönnunarverðlauna Íslands 2025
Hönnunarverðlaun Íslands varpa ljósi á mikilvægi og gæði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi með áherslu á áhrif þeirra á lífsgæði, verðmætasköpun og sjálfbærni fyrir samfélagið allt.
24. október 2025

Árangursrík kynning á íslenskri hönnun og arkitektúr í Japan
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs tók nýlega þátt í sameiginlegum norrænum viðburði í Japan þar sem norræn hönnun og arkitektúr voru kynnt með áherslu á baðmenningu í samstarfi við Íslandsstofu og Sendiráð Íslands í Japan. Viðburðurinn var skipulagður í samstarfi við systurstofnanir Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs á Norðurlöndunum og var hluti af dagskrá Norðurlandanna á heimssýningunni Expo 2025 Osaka.
24. október 2025

Fischersund tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2025
Fischersund talar til allra skilningarvita í gegnum ilm, tónlist og myndlist. Frá stofnun Fischersunds hefur skynheimurinn stækkað og styrkst um leið og verkum og vörum hefur fjölgað. Fischersund er tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2025 í flokknum verk.
23. október 2025

Dýpi tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2025
Dýpi er málning sem gerð er úr kalkþörungum úr Arnarfirði á Vestfjöðum. Málningin er umhverfisvæn, plastlaus og andar einstaklega vel. Dýpi er tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2025 í flokknum verk.
23. október 2025

Lavaforming tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2025
Lavaforming er framsækin rannsókn og sýn s.ap arkitekta þar sem ógnvekjandi náttúruöflum er breytt í verðmæt og sjálfbær byggingarefni. Lavaforming er tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2025 í flokknum verk.
23. október 2025

Stöng - (Endur)túlkun er tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2025
Stöng - (Endur)túlkun er hönnun og yfirbygging yfir uppgröft fornminja frá landnámstíð í Þjórsárdal eftir SP(R)INT STUDIO. Stöng - (Endur)túlkun er tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2025 í flokknum staður.
22. október 2025

Elliðaárstöð tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2025
Elliðaárstöð er nýr áfangastaður með ólíkum rýmum og fjölbreytilegri upplifun í Elliðaárdal, hönnuð af Tertu þverfaglegu hönnunarteymi í samstarfi við Landslag. Elliðaárstöð er tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2025 í flokknum staður.
22. október 2025
Félagsbústaðir á Sjómannaskólareit tilnefndir til Hönnunarverðlauna Íslands 2025
Félagsbústaðir á Sjómannaskólareit eftir s.ap arkitekta er einstakt verk í íslenskri mannvirkjagerð þar sem félagslegt hlutverk, fagurfræði og metnaðarfull sjálfbærni eru ofin saman í heildstæða hönnun. Félagsbústaðir eru tilnefndir til Hönnunarverðlauna Íslands 2025 í flokknum staður.
22. október 2025

FÉ tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2025
FÉ er haust- og vetrarlína RANRA þar sem íslensk ull gegnir lykilhlutverki og handverk og nýsköpun mætast í nýjum efnum og fjölbreyttri efnisnotkun. FÉ fatalína er tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2025 í flokknum vara.
21. október 2025

Elja tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2025
Elja er fjallahjól hannað og framleitt af Lauf Cycles. Elja er fulldempað fjallahjól sem sameinar með einstökum hætti eiginleika fjalla-, keppnis- og borgarhjóls. Elja er tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2025 í flokknum vara.
21. október 2025

Oase tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2025
Oase eru vatnsílát hönnuð af Johanna Seelemann vöruhönnuði fyrir MAKK safnið í Köln en form ílátanna, sem eru úr terracotta leir, eru sótt til eldsneytistanka. Oase vatnsílátin eru tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2025 í flokknum vara.
21. október 2025

Íslensk hönnun lýsir upp borgina
Íslensk hönnun lýsir upp höfuðborgarsvæðið fimmta árið í röð vikuna 16. - 22. október þar sem nýstárleg, fjölbreytt og litrík íslensk hönnun birtist og tekur yfir ljósaskilti í heila viku.
17. október 2025
