
Fischersund tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2025
Fischersund talar til allra skilningarvita í gegnum ilm, tónlist og myndlist. Frá stofnun Fischersunds hefur skynheimurinn stækkað og styrkst um leið og verkum og vörum hefur fjölgað. Fischersund er tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2025 í flokknum verk.
23. október 2025

Dýpi tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2025
Dýpi er málning sem gerð er úr kalkþörungum úr Arnarfirði á Vestfjöðum. Málningin, sem er umhverfisvæn, plastlaus og andar einstaklega vel, er þróuð af Sirrý Ágústsdóttur frumkvöðli og Árnýju Þórarinsdóttur arkitekt. Dýpi er tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2025 í flokknum verk.
23. október 2025

Lavaforming tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2025
Lavaforming er framsækin rannsókn og sýn s.ap arkitekta þar sem ógnvekjandi náttúruöflum er breytt í verðmæt og sjálfbær byggingarefni. Lavaforming er tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2025 í flokknum verk.
23. október 2025

Stöng - (Endur)túlkun er tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2025
Stöng - (Endur)túlkun er hönnun og yfirbygging yfir uppgröft fornminja frá landnámstíð í Þjórsárdal eftir SP(R)INT STUDIO. Stöng - (Endur)túlkun er tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2025 í flokknum staður.
22. október 2025

Elliðaárstöð tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2025
Elliðaárstöð er nýr áfangastaður með ólíkum rýmum og fjölbreytilegri upplifun í Elliðaárdal, hönnuð af Tertu þverfaglegu hönnunarteymi í samstarfi við Orkuveituna. Elliðaárstöð er tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2025 í flokknum staður.
22. október 2025
Félagsbústaðir á Sjómannaskólareit tilnefndir til Hönnunarverðlauna Íslands 2025
Félagsbústaðir á Sjómannaskólareit eftir s.ap arkitekta er einstakt verk í íslenskri mannvirkjagerð þar sem félagslegt hlutverk, fagurfræði og metnaðarfull sjálfbærni eru ofin saman í heildstæða hönnun. Félagsbústaðir eru tilnefndir til Hönnunarverðlauna Íslands 2025 í flokknum staður.
22. október 2025

FÉ tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2025
FÉ er haust- og vetrarlína RANRA 2025, eftir Arnar Má Jónsson og Luke Stevens. FÉ er fatalína þar sem íslensk ull gegnir lykilhlutverki og handverk og nýsköpun mætast í nýjum efnum og fjölbreyttri efnisnotkun. FÉ fatalína er tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2025 í flokknum vara.
21. október 2025

Elja tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2025
Elja er fjallahjól hannað og framleitt af Lauf Cycles. Elja er fulldempað fjallahjól sem sameinar með einstökum hætti eiginleika fjalla-, keppnis- og borgarhjóls. Elja er tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2025 í flokknum vara.
21. október 2025

Oase tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2025
Oase eru vatnsílát hönnuð af Johanna Seelemann vöruhönnuði fyrir MAKK safnið í Köln en form ílátanna, sem eru úr terracotta leir, eru sótt til eldsneytistanka. Oase vatnsílátin eru tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2025 í flokknum vara.
21. október 2025

Íslensk hönnun lýsir upp borgina
Íslensk hönnun lýsir upp höfuðborgarsvæðið fimmta árið í röð vikuna 16. - 22. október þar sem nýstárleg, fjölbreytt og litrík íslensk hönnun birtist og tekur yfir ljósaskilti í heila viku.
17. október 2025

Daydreaming og Birkihátalarar fá hæstu styrki Hönnunarsjóðs
28 fjölbreytt verkefni á sviði hönnunar og arkitektúrs hlutu styrki Hönnunarsjóðs í seinni úthlutun ársins sem fór fram í Grósku þar sem rúmlega 34 milljónum var úthlutað.
16. október 2025

Sýning norræna skálans fær önnur verðlaun
Sýning norræna skálans á heimssýningunni EXPO 2025 í Osaka var nýlega verðlaunuð sem besta heildarsýning og -upplifun á Iconic verðlaununum sem veitt eru árlega í Þýskalandi. Þetta eru önnur verðlaun sem sýningin hlýtur í haust. Íslenska hönnunarstofan Gagarín, ásamt dönsku hönnunarstofunni Kvorning og norsk-íslensku arkitektastofunni Rintala Eggertsson, hönnuðu sýninguna í skálanum.
15. október 2025

Íslensk hönnun á skjám um alla borg
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, í samstarfi við Billboard, stendur fyrir kynningarátaki fyrir íslenskar hönnunarvörur í fimmta skipti 16. - 22. október næstkomandi.
8. október 2025

Þema HönnunarMars og DesignTalks 2026
Þema HönnunarMars og DesignTalks 2026 eru tengingar. Í heimi sem bæði er ofurtengdur og aftengdur er spennandi að beina sjónum að þessari knýjandi þörf manneskjunnar fyrir tengsl, að þráðunum sem tengja allt saman og töfrunum sem liggja í tengingunum sjálfum.
1. október 2025

Fullt hús og mikil stemning á fyrsta fyrirlestri haustsins
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs stendur fyrir opnum fyrirlestrum í vetur um áhugaverð málefni sem snúa að hönnun og arkitektúr. Fullt hús var á fyrsta viðburði vetrarins.
25. september 2025

Sýning norræna skálans hlýtur gullverðlaun í Osaka
Sýning norræna skálans á heimssýningunni EXPO 2025 í Osaka hlaut gullverðlaun í flokknum Best Exhibit / Display á World Expolympics. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi útfærslur í nýsköpun og upplifunarhönnun á Heimssýningunni en þar eru 193 sýningar. Íslenska hönnunarstofan Gagarín, ásamt dönsku hönnunarstofunni Kvorning og arkitektastofunni Rintala Eggertsson hönnuðu sýninguna í skálanum.
25. september 2025

Þátttaka á hönnunarhátíðum skiptir öllu máli
Fischersund listasamsteypan tók þátt í hönnunarvikunni í Helsinki sem er nýafstaðin. Lilja Birgisdóttir, einn af stofnendum Fischersund, segir að þátttakan hafi gengið glimrandi vel og raunar farið fram úr væntingum. „Við í Fischersund tókum þátt í þremur verkefnum á hátíðinni þar sem við sögðum frá ilmgerð okkar fjölskyldunnar og töfrandi ilmheimi Íslands,“ útskýrir Lilja.
15. september 2025

Spennandi haust framundan hjá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Fjölmenni var á opnunarhófi haustsins hjá Miðstöð hönnunar og arkitektúrsi þar sem farið var yfir dagskrá vetrarins. Stórir viðburðir eins og Hönnunarverðlaunin og HönnunarMars verða á sínum stað í dagatalinu en einnig verður bryddað upp á nýjungum.
9. september 2025

Borghildur og Greipur ný í stjórn Hönnunarsjóðs
Breytingar hafa orðið í stjórn Hönnunarsjóðs. Borghildur Sturludóttir arkitekt hefur verið skipuð stjórnarformaður Hönnunarsjóðs og Greipur Gíslason ráðgjafi er skipaður stjórnarmaður sjóðsins af ráðherra menningar, nýsköpunar og háskóla Loga Einarssyni.
29. ágúst 2025

Hönnunarviðburðir á Menningarnótt 2025
Menningarnótt, hin árlega afmælis- og borgarhátíð Reykjavíkur fer fram laugardaginn 23. ágúst 2025. Hátíðin er einn af hápunktum sumarsins og skemmtilegir viðburðir lita mannlífið í miðborginni frá morgni til kvölds. Venju samkvæmt er fjöldi hönnunartengdra viðburða á dagskrá, að neðan er samantekt yfir þá.
19. ágúst 2025