Starfsfólk
Guðrún Edda Einarsdóttir
Halla Helgadóttir
Helga Ólafsdóttir
Hlín Helga Guðlaugsdóttir
listrænn stjórnandi DesignTalksKlara Rún Ragnarsdóttir
Gerður Jónsdóttir
Verkefnastjóri Feneyjatvíæringsins í arkitektúrgerdur@honnunarmidstod.isSteinunn Hauksdóttir
Verkefnastjóristeinunn@honnunarmidstod.isÞura Stína Kristleifsdóttir
framleiðandi DesignTalksthurastina@honnunarmidstod.is
Hefur þú áhuga á starfsnámi í Miðstöð hönnunar og arkitektúrs?
Hinn árlegi HönnunarMars er stærsta verkefni miðstöðvarinnar og aðal kynningarviðburður hönnunar á Íslandi. Flestir koma í starfsþjálfun eða sjálfboðavinnu fyrir og yfir HönnunarMars en við getum tekið á móti góðu fólki allan ársins hring.
Í boði er reynsla af daglegri starfsemi Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs, innsýn inn í verkefna- og viðburðastjórnun og framleiðslu viðburða og kynning og yfirsýn yfir íslenska hönnun og arkitektúr. Þú færð tækifæri til að kynnast nýju, skemmtilegu og skapandi fólki, þar á meðal starfsfólki Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs og þú verður hluti af því öfluga teymi sem þar býr.
Framlag þitt er í takt við reynslu, þekkingu og áhugasvið; skipulagning sérviðburða, greinaskrif, grafísk hönnun, stafræn verkefni og /eða vefvinna, ljósmyndun og/eða myndvinnsla.
Við leitum að nemum eða nýútskrifuðum einstaklingum frá tengdum fagreinum, duglegu og kláru fólki með áhuga á íslenskri hönnun og arkitektúr, einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt og eru liprir í samskiptum og samvinnu.
Ef þú hefur áhuga á að kynnast og fá reynslu af starfsemi Miðstöðvarinnar eða HönnunarMars þá eru tímabilin 15. ágúst - 31. desember og 1. janúar – 30. maí heppilegastir. Sendið umsókn a.m.k. mánuði áður en óskað er eftir að starfnámið hefjist. Starfsnámið okkar er ekki launuð vinna. Til að sækja um sendu okkur línu ( max 1 A4) á info@honnunarmidstod.is þar sem eftirfarandi spurningu er svarað:
Afhverju hefur þú áhuga á að vera í starfsnámi hjá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs / HönnunarMars?
Með skal fylgja ferilsskrá, meðmæli, staðfesting frá skóla eða prófskírteini eins og við á.