Leirlistafélag Íslands er fagfélag leirlistamanna á Íslandi. Hlutverk félagsins er að efla þekkingu á faginu með sýningum og fræðslu. Félagið hefur það að leiðarljósi að gæta hagsmuna félagsmanna og efla samheldni þeirra auk þess að stuðla að framþróun í faginu.