
AÍ býður til fyrirlesturs með Sofiu Nannini
Fyrirlestur með Sofiu Nannini í tilefni af útgáfu bókar hennar The Icelandic Concrete Saga
17. febrúar 2025

Arnhildur Pálmadóttir, arkitekt á DesignTalks 2025
Arnhildur Pálmadóttir er fjölhæfur sérfræðingur með frumkvöðlaviðhorf og áherslu á að vinna að breytingum í arkitektúr og mannvirkjagerð. Hún er stofnandi s.ap arkitekta og rekur útibú Lendager arkitektastofunnar á Íslandi. Arnhildur hlaut menningarverðlaun Norðurlandaráðs 2024 og verður fyrsti fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr í vor.
13. febrúar 2025

Ferdinando Verderi á DesignTalks 2025
Ferdinando Verderi ber ábyrgð á sumu af róttækasta myndmáli tískuheims síðasta áratugar með brautryðjandi aðferðum í auglýsingagerð, sem miða að rannsókn nýrra tegunda skilaboða. Mörg verka hans hafa verið leiðandi bæði í auglýsingabransanum og tískuheiminum.
13. febrúar 2025

Aðalfundur miðvikudaginn 26. febrúar
Aðalfundur Arkitektafélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 26. febrúar kl. 17:00 í salnum Fenjamýri í Grósku
12. febrúar 2025

Saman HönnunarMarkaður - Opið fyrir umsóknir
Saman HönnunarMarkaður er nýjung í dagskrá HönnunarMars, en hátíðin fer fram dagana 2. - 6. apríl. HönnunarMarkaður er unnin af teymi Saman ~ menning & upplifun. Markaðurinn, sem verður upptaktur hátíðarinnar er haldinn í fyrsta skipti helgina 29. - 30. mars, í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi, milli 11:00 - 17:00.
12. febrúar 2025

Opið kall: Slow Pavillions
Design and build a pavilion in the Cultural District of Copenhagen, that will act as a symbol and hub for the first Copenhagen Architecture Biennial
7. febrúar 2025

Arkís leitar að arkitektum og innanhússarkitektum
ARKÍS arkitektar leitar að arkitektum, byggingafræðingum og innanhússarkitektum til þess að verða hluti af þverfaglegu teymi ARKÍS arkitekta.
7. febrúar 2025

Lina Ghotmeh á DesignTalks 2025
Lina Ghotmeh leiðir stofu sína - Lina Ghotmeh Architecture. Hönnun hennar endurómar upplifunina af Beirút og þann óróleika sem á þátt í að byggja upp hugmyndafræði um “fornleifafræði framtíðarinnar” þar sem ákveðin næmni, tenging við náttúruna og upprunann er ríkjandi. DesignTalks fer fram í Hörpu þann 2. apríl, undir þemanu Uppspretta.
6. febrúar 2025

FRESTAÐ: Opinn samráðsfundur um endurskoðun siðareglna AÍ
Rafrænum samráðsfundi sem átti að halda í hádeginu fimmtudaginn 6. febrúar hefur verið frestað
2. febrúar 2025

Stefnumótunarfundur AÍ
Stjórn Arkitektafélags Íslands boðar til stefnumótunarfundar laugardaginn 1. febrúar kl. 15:00-19:00 í salnum Fenjamýri í Grósku
31. janúar 2025

Arnhildur Pálmadóttir hlaut FKA hvatningarviðurkenninguna 2025
Arkitektafélag Íslands óskar Arnhildi innilega til hamingju
31. janúar 2025
Steypustöðin býður arkitektum í heimsókn - ný dagsetning
Steypustöðin býður arkitektum í heimsókn í einingaverksmiðjuna sína í Borgarnesi fimmtudaginn 13. febrúar kl. 15:30.
30. janúar 2025

Vilt þú taka þátt í nefndarstörfum fyrir Arkitektafélag Íslands?
Á aðalfundi er m.a. kosið um setu í nefndum fyrir félagið og í stjórn félagsins. Við hvetjum öll sem hafa áhuga á að sinna trúnaðarstörfum fyrir félagið til að hafa samband.
29. janúar 2025

Hönnunarsamkeppni Samtakanna ‘78 um tákn fyrir kynhlutlaus rými
Samtökin ‘78 í samstarfi við FÍT, Félag íslenskra teiknara og Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, standa fyrir hönnunarsamkeppni um tákn fyrir kynhlutlaus rými, svo sem salerni, búningsklefa, sturtuaðstöðu o.fl.
22. janúar 2025

Sýningaropnun I Fallegustu bækur í heimi
Fimmtudaginn 23. janúar kl. 17:00 opnar sýningin Fallegustu bækur í heimi á Hönnunarsafni Íslands, Garðatorgi.
22. janúar 2025

Strik Studio hannar nýtt útlit HönnunarMars
HönnunarMars 2025 fer fram dagana 2. - 6. apríl, sautjánda árið í röð og hefur nú hátíðin fengið nýtt útlit sem endurspeglar tíðarandann og þann fjölbreytileika sem hátíðin stendur fyrir en verkefnið var í höndum Strik Studio.
20. janúar 2025

Stærri og öflugri Hönnunarsjóður eflir verðmætasköpun og stuðlar að jákvæðum samfélagsbreytingum
Framtíðarsýn Hönnunarsjóðs hefur nú litið dagsins ljós þar sem lagt er til að sjóðurinn verði stækkaður verulega. Með því að stækka og efla Hönnunarsjóð veita stjórnvöld kröftugri grasrót og fyrirtækjum mikilvægt súrefni, og um leið tækifæri til að vaxa og eflast hraðar. Hönnunarsjóður getur orðið lykilverkfæri íslenskra stjórnvalda til að ná fram jákvæðum samfélagsbreytingum til framtíðar.
13. janúar 2025

Hönnunarsjóður: Opinn kynningarfundur um gerð umsókna
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs heldur opinn kynningarfund fyrir umsækjendur um styrki Hönnunarsjóðs, mánudaginn 13. janúar frá kl. 12:00 - 13:00.
7. janúar 2025

Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs sendir hátíðarkveðjur og bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Við þökkum vinum, velunnurum og öllu okkar góða og fjölbreytta samstarfsfólki innilega fyrir gott og viðburðaríkt ár.
20. desember 2024

Vöruhúsið við Álfabakka: Yfirlýsing frá Arkitektafélagi Íslands
18. desember 2024