HA – tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr

HA er framsækið og fræðandi rit um íslenska hönnun og arkitektúr, gefið út af Miðstöð hönnunar og arkitektúrs.

HA tímarit er miðill sem sýnir fjölbreytni og vægi hönnunar í margvíslegum geirum íslensks atvinnu- og menningarlífs. Það eykur sýnileika íslenskrar hönnunar og arkitektúrs innanlands sem utan og eflir gildi þeirra jafnt í samtíma og sögulegu samhengi. Hvert tölublað telur um 140 blaðsíður af myndefni og texta sem er bæði á íslensku og ensku.

HA fæst í verslunum Pennans Eymundsson um land allt og í safnbúðum og öðrum hönnunartengdum verslunum; Epal, NLSN, Geysi Heima, Hrím, Hönnunarsafninu, Listasafni Reykjavíkur, Hafnarborg, Listasafni Íslands og víðar.

HA er gefið út af Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og auk almennra áskrifenda fá allir aðildarfélagar miðstöðvarinnar tímaritið sent heim að dyrum, eða rúmlega 1100 fagmenntaðir hönnuðir og arkitektar. 

Aðildarfélög Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs eru Arkitektafélag Íslands, Félag húsgagna- og innanhússarkitekta, Félag íslenskra landslagsarkitekta, Félag vöru- og iðnhönnuða, Leirlistafélag Íslands, Fatahönnunarfélag Íslands, Textílfélagið, Félag íslenskra gullsmiða og Félag íslenskra teiknara.

Ritstjóri og listrænn stjórnandi

María Kristín Jónsdóttir
mariakristin@hadesignmag.is

Ritstjórn

Garðar Snæbjörnsson
Arkitekt, AÍ
ritstjorn@hadesignmag.is

María Rán Guðjónsdóttir
Bókaútgefandi
ritstjorn@hadesignmag.is

Þorleifur Gunnar Gíslason
Grafískur hönnuður, FÍT
ritstjorn@hadesignmag.is

Hönnun og uppsetning

Studio Studio 
(Arnar Freyr Guðmundsson,
Birna Geirfinnsdóttir)

Facebook HAdesignMag

Instagram hadesignmag