
Hraun sem endurnýtanlegt byggingarefni í aðalhlutverki í íslenska skálanum á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr
Það styttist í opnun íslenska skálans á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr þar sem sýningin Lavaforming eftir s.ap arkitekta tekur sviðið með Arnhildi Pálmadóttur, arkitekt og listrænan stjórnanda í fararbroddi. Miðstöð hönnunar og arkitektúrs kynnti í dag frekari upplýsingar um sýninguna og teymið á bak við hana en búist er við að þó nokkur fjöldi íslendinga verði viðstaddur opnunina í byrjun maí.
26. mars 2025

Minningarsjóður Svavars Péturs Eysteinssonar opnar fyrir umsóknir í annað sinn
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Minningarsjóð Svavars Péturs Eysteinssonar og er þetta í annað sinn sem veittur verður styrkur úr sjóðnum. Tekið verður við umsóknum til 31. mars. Einni milljón króna verður veitt til eins verkefnis á afmælisdegi Svavars Péturs, 26. apríl og er allt skapandi fólk með skemmtilegar hugmyndir hvatt til að sækja um.
11. mars 2025

Nordic Office of Architecture leitar að arkitekt eða byggingarfræðingi
Framundan eru fjölbreytt og spennandi verkefni. Við leitum að arkitektum og byggingafræðingum með reynslu til að sinna skapandi verkefnum á skrifstofum okkar í Reykjavík eða á Akureyri.
11. mars 2025

Fyrirlestur um Vík Prjónsdóttur í Listasafni Sigurjóns í Laugarnesi
Nú eru 20 ár frá því að Vík Prjónsdóttir kynnti sína fyrstu vörulínu. Hönnuðurnir Brynhildur Pálsdóttir og Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir munu halda fyrirlestur um verkefnið í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar þriðjudagskvöldið 11. mars, klukkan 20:00.
10. mars 2025

Arkitektafélag Íslands mótmælir fyrirkomulagi við forval um nýja byggingu Tækniskólans
Á vegum Skólastrætis Tækniskólans ehf. er óskað eftir umsóknum um þátttökurétt í lokuðu útboði á hönnun nýs húsnæðis Tækniskólans við Flensborgarhöfn í Hafnarfirði. Um er að ræða fullnaðarhönnun; arkitekta-, verkfræði- og lóðarhönnun.
10. mars 2025

Svífandi stígar og samstarf Þykjó og Gagarín hljóta hæstu styrki Hönnunarsjóðs
27 fjölbreytt verkefni á sviði hönnunar og arkitektúrs hlutu styrki Hönnunarsjóðs í fyrri úthlutun ársins sem fór fram í Miðstöð hönnunar og arkitektúrs í Grósku þann 4. mars þar sem 38 milljónir voru til úthlutunar. Alls bárust 122 umsóknir um almenna styrki þar sem sótt var um tæpar 355 milljónir og 48 umsóknir bárums um ferðastyrki.
5. mars 2025

FÍT verðlaunin 2025 – Verðlaunahafar
Hlutverk FÍT verðlaunanna er að viðurkenna þau verk sem skara fram úr á Íslandi í grafískri hönnun og myndlýsingum ár hvert. Alls 41 gull- og silfurverðlaun voru veitt á verðlaunahátíðinni sem haldin var í Grósku í kvöld, föstudaginn 28. febrúar 2025.
28. febrúar 2025

Má bjóða þér að Uppsprettunni? Kynntu þér dagskrá DesignTalks 2025
Dagurinn verður þéttofinn samtölum, sjónrænu og annarri örvun og lýkur með samtali í Eyri, þar sem fyrirlesarar og gestir leiðast um lendur óþrjótandi uppsprettu innblásturs og hugmynda.
28. febrúar 2025

Síðasti séns! umsóknarfrestur á HönnunarMarkað framlengdur til 28 febrúar
Umsóknarfrestur hönnuða á HönnunarMarkað HönnunarMars 2025 verður framlengdur til miðnættis föstudaginn 28 febrúar.
26. febrúar 2025

Fyrirlestur með Ýrúrarí í Listasafni Sigurjóns í Laugarnesi
Ýr Jóhannsdóttir - Ýrúrarí mun kynna verk sín og listsköpun í Listasafni Sigurjóns í Laugarnesi, þriðjudaginn 25. febrúar kl: 20:00.
24. febrúar 2025

HAKK Gallery opnar samsýninguna Snaga
Föstudaginn 28. febrúar kl 17:00 opnar samsýningin Snagar í HAKK Gallery, þar sem 30 hönnuðir, listamenn, handverksfólk og arkitektar sýna veggsnaga í sinni fjölbreyttustu mynd, efni og formi.
24. febrúar 2025

Tilnefningar til FÍT verðlaunanna 2025
FÍT verðlaunin eru árleg fagverðlaun Félags íslenskra teiknara. Hlutverk þeirra er að veita því viðurkenningu sem skarar fram úr á Íslandi í grafískri hönnun og myndlýsingum ár hvert.
21. febrúar 2025

Farmers Market á DesignTalks
Bergþóra Guðnadóttir og Jóel Pálsson, stofnendur Farmers Market koma fram á alþjóðlegu ráðstefnunni DesignTalks sem fer fram þann 2. apríl, undir þemanu Uppspretta.
19. febrúar 2025

Arnhildur Pálmadóttir, arkitekt á DesignTalks 2025
Arnhildur Pálmadóttir er fjölhæfur sérfræðingur með frumkvöðlaviðhorf og áherslu á að vinna að breytingum í arkitektúr og mannvirkjagerð. Hún er stofnandi s.ap arkitekta og rekur útibú Lendager arkitektastofunnar á Íslandi. Arnhildur hlaut menningarverðlaun Norðurlandaráðs 2024 og verður fyrsti fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr í vor.
13. febrúar 2025

Ferdinando Verderi á DesignTalks 2025
Ferdinando Verderi ber ábyrgð á sumu af róttækasta myndmáli tískuheims síðasta áratugar með brautryðjandi aðferðum í auglýsingagerð, sem miða að rannsókn nýrra tegunda skilaboða. Mörg verka hans hafa verið leiðandi bæði í auglýsingabransanum og tískuheiminum.
13. febrúar 2025

Saman HönnunarMarkaður - Opið fyrir umsóknir um þátttöku til og með 28. febrúar.
Saman HönnunarMarkaður er nýjung í dagskrá HönnunarMars, en hátíðin fer fram dagana 2. - 6. apríl. HönnunarMarkaður er unnin af teymi Saman ~ menning & upplifun. Markaðurinn, sem verður upptaktur hátíðarinnar er haldinn í fyrsta skipti helgina 29. - 30. mars, í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi, milli 11:00 - 17:00.
12. febrúar 2025

Taktu þátt í DesignMatch kaupstefnunni á HönnunarMars 2025
Á DesignMatch fá hönnuðir tækifæri til að kynna sig (sem hönnuði) og verkin sín fyrir erlendum kaupendum. Að þessu sinni er nýjung á DesignMatch, en nú hafa fatahönnuðir tækifæri á því að taka þátt í kaupstefnunni.
11. febrúar 2025

Hönnunartengdir viðburðir á Safnanótt
Nú er Safnanótt framundan og fjöldi annara hönnunartengdra viðburða.
7. febrúar 2025

Lina Ghotmeh á DesignTalks 2025
Lina Ghotmeh leiðir stofu sína - Lina Ghotmeh Architecture. Hönnun hennar endurómar upplifunina af Beirút og þann óróleika sem á þátt í að byggja upp hugmyndafræði um “fornleifafræði framtíðarinnar” þar sem ákveðin næmni, tenging við náttúruna og upprunann er ríkjandi. DesignTalks fer fram í Hörpu þann 2. apríl, undir þemanu Uppspretta.
6. febrúar 2025

Barbie fer á Hönnunarsafnið I opnun á Safnanótt
Á Safnanótt, föstudaginn 7. febrúar kl. 20:00 opnar sýningin Barbie fer á Hönnunarsafnið. Barbie er nýjasti gesturinn á fastri sýningu safnsins Hönnunarsafnið sem heimili, yfirlitssýningu muna úr safneign Hönnunarsafnsins sem settir eru fram innan grunnmyndar af heimili.
6. febrúar 2025