Má bjóða þér að Uppsprettunni? Kynntu þér dagskrá DesignTalks 2025

Dagurinn verður þéttofinn samtölum, sjónrænu og annarri örvun og lýkur með samtali í Eyri, þar sem fyrirlesarar og gestir leiðast um lendur óþrjótandi uppsprettu innblásturs og hugmynda
„Að þessu sinni leitum við í uppsprettuna fyrir innblástur og endurskoðun en hún er bæði upphaf og uppruni. Kyrrlátt ástand - og kvikt í senn.“ - Hlín Helga, stjórnandi DesignTalks
Innlendir og erlendir gestir úr ýmsum áttum hönnunar, arkitektúrs og skapandi greina nálgast þemað úr öllum áttum. Þau fjalla m.a. um verk sem takast á við nýja nálgun í auglýsingagerð, sköpun með gervigreind, samband okkar við jarðveg, arkitektúr sem „fornleifafræði framtíðar”, handverksarfleifðir frumbyggjasamfélaga, tísku, hverfulleika tilveru okkar og fjölskynjunarsögur sem hreyfa við öllum skynfærum.
Tyggðu þér miða í ferðalagið að uppsprettunni 2.apríl í Hörpu.
Sjáumst!
