Ferdinando Verderi á DesignTalks 2025

Ferdinando Verderi ber ábyrgð á sumu af róttækasta myndmáli tískuheims síðasta áratugar með brautryðjandi aðferðum í auglýsingagerð, sem miða að rannsókn nýrra tegunda skilaboða. Mörg verka hans hafa verið leiðandi bæði í auglýsingabransanum og tískuheiminum.
DesignTalks fer fram í Hörpu þann 2. apríl, undir þemanu Uppspretta.
Ferdinando er þekktastur fyrir samstarf sitt við Prada, starf sitt hjá Vogue Italia og sem hugmyndasmiðurinn að baki samstarfs Louis Vuitton x Yayoi Kusama. Hann hefur einnig leitt skapandi og stefnumótandi vinnu fyrir ýmis vörumerki á alþjóðavísu allt frá Google til Diet Coke, auk samstarfs við Chanel, Versace, Adidas Originals og Alexander Wang þar sem verkefnið var að endurstilla ímynd tískuhúsanna. Verk hans fyrir Adidas, sem unnið var með samstarfsfólki hans hjá Johannes Leonardo, átti þátt í áður óþekktum vexti fyrirtækisins og vakti mikla athygli. Ferdinando er margverðlaunaður og hefur meðal annars hlotið Grand Prix á Cannes International Festival of Creativity, D&AD og Grand Clio verðlaunin, þar sem hann hlaut flest verðlaun allra í flokki “fashion and beauty prestige” tvö tímabil í röð.
„Það er algjört nammi fyrir skapandi huga að hlusta á Ferdinando. Nálgun hans í augllýsingagerð, sem er drifin af djúsí og tilraunakenndum conceptum talar til svo breiðs hóps. Bæði af augljósum ástæðum og ójósum, beint í undirmeðvitundina. Það verður vægast sagt spennandi að skyggnast aðeins í uppsprettuna hans.” - Hlín Helga, DesignTalks curator




