
Farmers Market á DesignTalks
Bergþóra Guðnadóttir og Jóel Pálsson, stofnendur Farmers Market koma fram á alþjóðlegu ráðstefnunni DesignTalks sem fer fram þann 2. apríl, undir þemanu Uppspretta.
19. febrúar 2025

Arnhildur Pálmadóttir, arkitekt á DesignTalks 2025
Arnhildur Pálmadóttir er fjölhæfur sérfræðingur með frumkvöðlaviðhorf og áherslu á að vinna að breytingum í arkitektúr og mannvirkjagerð. Hún er stofnandi s.ap arkitekta og rekur útibú Lendager arkitektastofunnar á Íslandi. Arnhildur hlaut menningarverðlaun Norðurlandaráðs 2024 og verður fyrsti fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr í vor.
13. febrúar 2025

Ferdinando Verderi á DesignTalks 2025
Ferdinando Verderi ber ábyrgð á sumu af róttækasta myndmáli tískuheims síðasta áratugar með brautryðjandi aðferðum í auglýsingagerð, sem miða að rannsókn nýrra tegunda skilaboða. Mörg verka hans hafa verið leiðandi bæði í auglýsingabransanum og tískuheiminum.
13. febrúar 2025

Saman HönnunarMarkaður - Opið fyrir umsóknir
Saman HönnunarMarkaður er nýjung í dagskrá HönnunarMars, en hátíðin fer fram dagana 2. - 6. apríl. HönnunarMarkaður er unnin af teymi Saman ~ menning & upplifun. Markaðurinn, sem verður upptaktur hátíðarinnar er haldinn í fyrsta skipti helgina 29. - 30. mars, í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi, milli 11:00 - 17:00.
12. febrúar 2025

Lina Ghotmeh á DesignTalks 2025
Lina Ghotmeh leiðir stofu sína - Lina Ghotmeh Architecture. Hönnun hennar endurómar upplifunina af Beirút og þann óróleika sem á þátt í að byggja upp hugmyndafræði um “fornleifafræði framtíðarinnar” þar sem ákveðin næmni, tenging við náttúruna og upprunann er ríkjandi. DesignTalks fer fram í Hörpu þann 2. apríl, undir þemanu Uppspretta.
6. febrúar 2025

Strik Studio hannar nýtt útlit HönnunarMars
HönnunarMars 2025 fer fram dagana 2. - 6. apríl, sautjánda árið í röð og hefur nú hátíðin fengið nýtt útlit sem endurspeglar tíðarandann og þann fjölbreytileika sem hátíðin stendur fyrir en verkefnið var í höndum Strik Studio.
20. janúar 2025

Emanuele Coccia á DesignTalks 2025
Emanuele Coccia er heimspekingur og prófessor í félagsvísindum við EHESS (École des Hautes Études en Sciences Sociales) í París. Hann er virtur rithöfundur og starfar með hönnuðum, listamönnum og menningarstofnunum um allan heim. DesignTalks fer fram í Hörpu þann 2. apríl, undir þemanu Uppspretta.
16. janúar 2025

Fischersund listasamsteypa kemur fram á DesignTalks 2025
Lilja og Ingibjörg Birgisdætur, listasamsteypunni Fischersund munu koma fram á alþjóðlegu ráðstefnunni DesignTalks og aðrir meðlimir munu taka þátt í að búa til spennandi ferðalag um töfrandi heima Fischersund. DesignTalks fer fram í Hörpu þann 2. apríl, undir þemanu Uppspretta.
11. desember 2024

Við kynnum til leiks fyrsta fyrirlesara á DesignTalks 2025 - Tryggðu þér miða í forsölu!
Hönnuðurinn Fernando Laposse kemur fram á alþjóðlegu ráðstefnunni DesignTalks sem fer fram þann 2. apríl, undir þemanu Uppspretta
5. nóvember 2024

Forsala hafin á DesignTalks 2025
Búið er að opna fyrir forsölu á alþjóðlegu ráðstefnuna DesignTalks sen fer fram þann 2. apríl 2025 í Silfurbergi í Hörpu. Tryggðu þér miða á þennan vinsæla viðburð sem hefur farið fram fyrir fullu húsi undanfarin ár.
1. október 2024

Viltu sýna í Norræna húsinu á HönnunarMars 2025?
Ætlaru að taka þátt í HönnunarMars og langar að sýna í Norræna húsinu? Norræna húsið kallar eftir tillögum að sýningum á HönnunarMars 2025, sem fer fram dagana 2. - 6. apríl.
17. september 2024

Salóme Guðmundsdóttir í stjórn HönnunarMars
Salóme Guðmundsdóttir, stjórnendaráðgjafi og stjórnarkona tekur sæti í stjórn HönnunarMars. Hún hefur starfað í hringiðu nýsköpunar og tækni undanfarinn áratug, lengst af sem framkvæmdastjóri Klak og síðar fyrir Eyri Venture Mangament og tengd félög sem stjórnandi og stjórnarmaður.
10. september 2024

HönnunarMars 2025 - umsóknarfrestur lýkur á miðnætti þann 17. nóvember.
Opið er fyrir umsóknir á HönnunarMars 2025 sem fer fram í sautjánda sinn dagana 2. - 6. apríl. Vertu með! Umsóknarfrestur lýkur á miðnætti þann 17. nóvember 2024.
9. september 2024

Viltu hanna HönnunarMars?
HönnunarMars og Miðstöð hönnunar og arkitektúrs leita að hönnunar- og hugmyndateymi til að vinna að hönnun og þróun einkennis, ásýndar, rödd og upplifun kynningarefnis HönnunarMars byggt á grunni núverandi einkennis. Frestur til mánudagsins 16. september.
3. september 2024

HönnunarMars 2025 fer fram í apríl
HönnunarMars 2025 fer fram dagana 2. - 6. apríl og mun taka hlutverki sínu sem vorboðinn ljúfi alvarlega árið 2025. Þetta er sautjánda árið í röð sem hátíðin fer fram.
21. ágúst 2024

Opið kall: DesignTalks 2025
Lumar þú á hugmynd fyrir DesignTalks? Bentu á þann sem þér þykir bestur. Opið er fyrir tillögur að fyrirlesurunum og verkefnum á DesignTalks 2025.
16. ágúst 2024

HönnunarMars 2024 - Hvernig var?
Nú er HönnunarMars að baki, sextánda árið í röð, þar sem sirkúsandar svifu yfir höfuðborgarsvæðinu með fjölmörgum og fjölbreyttum sýningum og viðburðum. En hvernig var þín upplifun af hátíðinni í ár?
24. maí 2024

Horfðu á DesignTalks 2024
Lykilviðburður HönnunarMars, alþjóðlega ráðstefnan DesignTalks, fór fram í Hörpu 24. apríl síðastliðinn. Dagskrá dagsins var fjölbreytt þar sem sirkusandinn sveif yfir og var fjallað um áskoranir samtímans af framúrskarandi fyrirlesurum, sem komu víðsvegar að og notuðu þekkingu sína til að leita lausna. Ráðstefnunni var streymt beint í samstarfi við Dezeen og Íslandsstofu og hér er hægt að horfa daginn í heild sinni.
7. maí 2024

HönnunarMars 2024 - sýningar sem standa lengur
HönnunarMars 2024 lauk í gær, sunnudaginn 28. apríl en þó nokkrar sýningar eru opnar lengur. Það er því enn hægt að njóta góðra sýninga þó að hátíðinni sé formlega lokið.
29. apríl 2024

Takk fyrir HönnunarMars - sjáumst 2025
Þá er HönnunarMars liðinn undir lok, sextánda árið í röð en hátíðin hefur svo sannarlega sett líflegan blæ á borgina síðustu daga.
29. apríl 2024