Gleðilegan HönnunarMars! Á annað hundrað viðburða í boði

HönnunarMars, árleg hátíð hönnunar og arkitektúrs, hófst í gær með DesignTalks í Hörpu og tugir sýninga opna í dag. Hátíðin er nú haldin í 17. sinn og eins og venjulega springur dagskráin út í sköpunargleði og takmarkalausri list og hönnun á stór-Reykjavíkursvæðinu þó flestir viðburðir séu í miðborginni.
Hönnuðir landsins sameinast í uppskeruhátíð sinni og opna upp á gátt fyrir almenning að koma, sjá og upplifa. Á annað hundrað viðburða, sýninga og opnana eru á hátíðinni ásamt metnaðarfullri dagskrá fyrir barnafjölskyldur og fræðinga. Öll velkomin og ókeypis aðgangur - við hlökkum til að sjá ykkur!