Fjölmargir sjóðir veita styrki sem koma við starfi hönnuða og arkitekta. Við hvetjum hönnuði til að skoða það sem er í boði og skrásetja hjá sér umsóknafresti. Hér er að finna yfirlit yfir það sem er í boði auk vísana yfir á aðrar upplýsingasíður.
Góð ráð fyrir umsækjendur
Það er mikilvægt að skila góðum umsóknum og gögnum til að vekja áhuga og auðvelda dómnefnd/stjórnum að átta sig fljótt og vel á verkefninum sem sótt er um styrki fyrir. Stundum getur borgað sig að leita til fólks með sérþekkingu um aðstoð við gerð umsókna sb. textagerðarfólks, ljósmyndara og hönnuða.
Áhugaverð verkefni
Skilgreina verkefni vel og skýrt og skrifa kjarnaða, stutta og greinargóða lýsingu á þeim, markmiði, framkvæmd og umfangi sem vekur áhuga þess sem les. Almennt hafa textar stutta, hnitmiðaða, skýrandi og forðast endurtekningar. Leita til sérfræðinga það er sérstakt fag að skrifa texta og muna að stuttir hnitmiðaðir textar eru miklu betri en langir.
Góðir umsækjendur
Gera skýrt grein fyrir hverjir eru að sækja um styrkinn, hæfi, þekkingu og reynslu.
Trúverðug kostnaðaráætlun
Hafa kostnaðaráætlun eins rétta og hægt er, hvorki of nákvæma né og grófa og forðast að hækka tölur bara til að reyna að fá meira.
Vönduð myndræn gögnum
Skila vönduðum myndrænum gögnum til stuðnings umsóknum.Sameina upplýsingar, texta, myndræn gögn og kostnaðaráætlanir í eitt viðhengi ef það á við til að auðvelda lestur og yfirsýn.