Saman HönnunarMarkaður - Opið fyrir umsóknir

Saman HönnunarMarkaður er nýjung í dagskrá HönnunarMars, en hátíðin fer fram dagana 2. - 6. apríl. HönnunarMarkaður er unnin af teymi Saman ~ menning & upplifun. Markaðurinn, sem verður upptaktur hátíðarinnar er haldinn í fyrsta skipti helgina 29 - 30 mars, í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi, milli 11:00 - 17:00.
Þema hátíðar í ár er "the Source" eða "Uppspretta" sem á einstaklega vel við þennan fyrsta HönnunarMarkað HönnunarMars.
Markaðurinn býður gestum og gangandi upp á þverskurð hönnunar og arkitektúrs þar sem hönnuðir, fyrirtæki, studíó og gallerí selja áhugaverðar vörur sem ekki hafa sést áður, sýningar eintök og prufur í bland við eldri lagera á tilboðum og nýjar vörur sem líta dagsins ljós. Almenningur getur komið og gert "góðan díl" á sama tíma og hönnuðir fá að taka til á lagernum og rýma fyrir nýjum uppsprettum framtíðarinnar!
Opið er fyrir umsóknir til og með þriðjudagsins 25. febrúar.
Til að sækja um þátttöku þarf að fylla út umsóknarform, með umsókninni þurfa að fylgja upplýsingar um þátttakanda, myndefni og texti um það sem verður í boði á markaðnum. Athugið að upplýsingar sem fram koma á umsókn verða notaðar í kynningarefni. Fagráð fer yfir umsóknir að fresti loknum, svör berast mánudaginn 3 mars.
Hér má finna umsóknar HLEKK
Fagráð skipa Baldur Björnsson, Björn Blumenstein, Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir, Helga Kjerulf og Þórey Björk Halldórsdóttir,
Saman leitar einnig að uppákomum og dagskrárliðum sem staðsett verða í fyrirlestrarsal á móti portinu og á barnum á efri hæð safnsins. Áhugasamir hafið samband á: honnunarmarkadur@honnunarmidstod.is