Síðasti séns! umsóknarfrestur á HönnunarMarkað framlengdur til 28 febrúar

Umsóknarfrestur hönnuða á HönnunarMarkað HönnunarMars 2025 verður framlengdur til miðnættis föstudaginn 28 febrúar.
Á markaðnum verður lögð áhersla á gamla lagera, frumgerðir, sýningar eintök, mistök, einstaka hluti og að bjóða gestum borgarinnar afslætti á gömlum og nýjum vörum.
HönnunarMarkaður er helgina 29 - 30. mars í Hafnarhúsinu frá kl. 11:00 - 17:00
Almennum fyrirspurnum og einnig varðandi þátttöku hópa eða einstaklinga er svarað á honnunarmarkadur@honnunarmidstod.is og í síma 6624864 / 6167921
Saman HönnunarMarkaður er nýjung í dagskrá HönnunarMars og er unnin af teymi Saman ~ menning & upplifun. Hér má sjá myndefni frá þátttakendum fyrri markaða Saman.




