Nordic Office of Architecture leitar að arkitekt eða byggingarfræðingi

Framundan eru fjölbreytt og spennandi verkefni. Við leitum að arkitektum og byggingafræðingum með reynslu til að sinna skapandi verkefnum á skrifstofum okkar í Reykjavík eða á Akureyri.
Framundan eru fjölbreytt og spennandi verkefni.
Við leitum að arkitektum og byggingafræðingum með reynslu til að sinna skapandi verkefnum á skrifstofum okkar í Reykjavík eða á Akureyri. Við bjóðum (að okkar mati) upp á besta samstarfsfólkið og lifandi og skemmtilegan vinnustað þar sem metnaðarfullir einstaklingar starfa saman í teymum að fjölbreyttum verkefnum.
Umsóknarfrestur er til og með 18. mars 2025, umsóknir sendist til nordiceland@nordicarch.com
Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf.
Nordic á Íslandi er hluti af norrænu teiknistofunni Nordic – Office of Architecture sem er ein stærsta arkitektastofan á Norðurlöndunum. Nordic á Íslandi byggir á afar góðum grunni en hjá okkur starfar góður, reyndur og fjölbreyttur hópur skapandi fólks. Við byggjum á norrænni hefð í hönnun og sinnum fjölbreyttum verkefnum, stórum og smáum. Við leggjum áherslu á gæði, fagleg vinnubrögð, þjónustulund og góða samvinnu. Hjá Nordic á Íslandi starfa milli 50 og 60 sérfræðingar en í heildina er starfsfólk um 400 talsins á skrifstofum fyrirtækisins í Noregi, í Danmörku og á Íslandi og eru fjölmörg verkefni okkar unnin í samstarfi við aðrar starfsstöðvar Nordic á Norðurlöndum.