Aðalfundur miðvikudaginn 26. febrúar

Aðalfundur Arkitektafélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 26. febrúar kl. 17:00 í salnum Fenjamýri í Grósku.
Aðalfundi verður einnig streymt fyrir þá sem eiga ekki heimangengt.
Að venju verður kosning í stjórn og nefndir félagsins og óskum við eftir framboði til trúnaðarstarfa. Núverandi stjórn býður sig áfram til stjórnarsetu og stór hluti nefndarmanna í nefndum.
Allir áhugasamir eru hvattir til að senda framboð sitt á netfangið ai@ai.is
Dagskrá:
1. Skýrslur stjórnar og nefnda.
2. Endurskoðaðir reikningar félagsins.
3. Ávöxtun sjóða.
4. Lagabreytingar.
5. Kosningar:
a) Kosning stjórnar, sbr. 12. gr.
b) Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara.
c) Kosning í nefndir, sbr. 15.gr. Kosið skal sérstaklega um formenn þeirra.
d) Kosning fulltrúa í stjórn Minningarsjóðs Guðjóns Samúelssonar.
e) Kosning annarra fulltrúa í samtök og ráð sem félagið er aðili að.
6. Árgjald og rekstraráætlun sbr. 18. gr.
7. Önnur mál, er upp kunna að vera borin
a) Ný stefna Arkitektafélags Íslands og kosning um hana
Atkvæðisrétt hafa allir viðstaddir fullgildir félagsmenn, sbr. þó 23. gr.
Fundargerð aðalfundar, undirrituð af fundarstjóra og ritara, skal liggja fyrir innan tveggja vikna frá aðalfundi og skal hún borin undir fyrsta almenna félagsfund þar á eftir.
Þegar hafa eftirtaldir lýst áhuga á setu í eftirfarandi nefndum:
- Framþróunarnefnd (vantar 1)
Anna Karlsdóttir
Bryndís Alfreðsdóttir
Ólafur Ólason
Sóley Lilja Brynjarsdóttir - Laganefnd (vantar: 0)
Bryndís Alfreðsdóttir - Siðanefnd (vantar: 3)
Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir
Jóhannes Þórðarson
Sólveig Berg - Samkeppnisnefnd (vantar: 0)
Ólafur Ólason - Menntanefnd (vantar: 1-2)
Hjördís Sóley Sigurðardóttir
Bryndís Alfreðsdóttir - Stjórn Úthlutunarsjóðs Guðjóns Samúelssonar (vantar: 2)
Aðalheiður Atladóttir
Bjarki Gunnar Halldórsson
Ólafur Ólason