Stefnumótunarfundur AÍ
Stjórn Arkitektafélags Íslands boðar til stefnumótunarfundar laugardaginn
1. febrúar kl. 15:00-19:00 í salnum Fenjamýri í Grósku
Á fundinum verður rætt hvert félagið stefnir næstu þrjú árin og hverjar eiga að vera helstu áherslur í starfi þess. Mikilvægt er að sem flest mæti svo stefnan endurspegli vilja félagsfólks. Farið verður yfir stefnur systurfélaga AÍ á Norðurlöndunum áður en við hellum okkur í skemmtilega stefnumótunarvinnu.
Að vinnu lokinni býður félagið upp á drykki, snittur og stemningu.
Drögin að stefnu AÍ verður svo send út fyrir aðalfund félagsins til kynningar og á aðalfundi verður kosið um staðfestingu á henni.
Aðalfundur verður haldinn fimmtudaginn 27. febrúar kl. 15:00-17:00
Dagsetning stefnumótunar: Laugardaginn 1. febrúar 2025
Tími: 15:00-19:00
Staðsetning: Fenjamýri í Grósku
Vinsamlegast skráið ykkur til leiks, svo við getum áætlað veitingar.