FÍT verðlaunin 2025 – Verðlaunahafar

Bókahönnun
Gullverðlaun
Óli K.
fyrir Angústúru
Kjartan Hreinsson
Umbrotið og textanotkun góð. Sterk ritstjórn endurspeglast í uppröðun ljósmyndanna. Kápan skilar sér fallega inn á innsíðurnar. Spenna í uppsetningu og formum. Stóru textasíðurnar eru líka sterkar. Snjöll skipting á pappírnum þegar farið í ljósmyndirnar. Vönduð bók með spennandi flæði.




Silfurverðlaun
Bláleiðir
fyrir Eirorm ehf.
Snæfríð Þorsteins
Hönnunarstúdíó: Snæfríð og Hildigunnur
Oddný Eir Ævarsdóttir, Ritstjóri
Guðrún Kristjánsdóttir, Myndlistarkona
Hildigunnur Gunnarsdóttir, Hönnuður
Efnistökin fjölbreytt. Fer á dýptina, fallegt samspil og góður taktur. Hlaðin en gengur vel upp. Þrefalda kápan talar vel við inntak bókarinnar. Fjölbreytt notkun á textadálkum og lifandi uppsetning. Týpógrafían vel leyst, margslungið umbrot. Fallegt bókverk í anda listakonunnar.


Silfurverðlaun
Samspil
fyrir murk
Arnar Freyr Guðmundsson
Birna Geirfinnsdóttir
Studio Studio
Bókin er vel hönnuð og vönduð. Týpógrafían er vel leyst og fjölbreytt umbrot tryggir að efnið flæðir vel. Frágangurinn á kilinum og efnisyfirlit til fyrirmyndar. Appelsínuguli liturinn er notaður á áhrifaríkan hátt. Kápan og innsíðurnar tala vel saman sem styrkir heildaryfirbragð bókarinnar.



Bókakápur
Gullverðlaun
Óli K.
fyrir Angústúru
Kjartan Hreinsson
Staður fréttaljósmyndarans er fyrir aftan myndavélina. Hér er hann settur fremst sem er snjöll nálgun. Týpógrafían einstaklega vel útfærð í samspili við ljósmyndaval. Fallegur einfaldleiki sem er vissulega vandmeðfarinn. Falleg þrykking og laminering.

Silfurverðlaun
Harmljóð um hest
fyrir KIND útgáfu
Arnar Freyr Guðmundsson
Birna Geirfinnsdóttir
Studio Studio
Grípandi litur og skemmtileg áferð. Falleg týpógrafía. Sértæk myndlýsing sem kjarnar vel innihald bókarinnar. Fallegur kjölur og vandað bókband.

Silfurverðlaun
Bláleiðir
fyrir Eirorm ehf.
Snæfríð Þorsteins
Hönnunarstúdíó: Snæfríð og Hildigunnur
Oddný Eir Ævarsdóttir, Ritstjóri
Guðrún Kristjánsdóttir, Myndlistarkona
Hildigunnur Gunnarsdóttir, Hönnuður
Fallegt, gefandi og marglaga gæðaverk. Meðferð fjölda ljósmynda er vel útfærð.


Tónlistargrafík — Í samstarfi við Íslensku tónlistarverðlaunin
Gullverðlaun
Lobster Coda
fyrir Kaktus Einarsson
Hildur Erna Villiblóm
Shrey Kathuria
Einnig komu að verkinu:
Sonja Örk og Uggi
Flott uppsetning og snjallt hvernig miðinn á plötunni er unninn áfram. Gott, heildrænt verk með sterkri grafík og góðri mynd. Talar allt vel saman og góð dýnamík. Óhefðbundin leið sem gengur vel upp.


Silfurverðlaun
Floni 3
fyrir Flona
Ísak Einarsson
Þorgeir K. Blöndal
Ljósmyndari: Anna Maggý
Virkar bæði stórt og lítið. Látlaus grafík sem tekur tillit til þeirra miðla sem hún birtist á. Merkið vel staðsett og virkar vel.



Silfurverðlaun
Nokkur jólaleg lög
fyrir GDRN og Magnús Jóhann
Þorgeir K. Blöndal
Ljósmyndari: Eva Schram
Fínleg nálgun á viðfangsefnið. Ljósmyndin vel innrömmuð og gott jafnvægi. Hér hefur tekist að gera jólaplötu án þess að verða hallærisleg, platan getur í raun verið uppi við allt árið. Lágstemmt yfirbragð rímar við innihaldið.



Umbúðir og pakkningar
Gullverðlaun
RVK Kjarnabjórar
fyrir Reykjavík Bruggfélag
Aron Guan Kristjánsson
Hjalti Karlsson
Jan Wilker
Karlssonwilker
Afar falleg týpógrafía út í gegn. Alúð lögð í útfærslu og framleiðslu. Mjög metnaðarfullt hjá hönnuðum og framleiðanda sem er til fyrirmyndar. Hönnun nær að vísa skemmtilega í gamla tíma en er nútímaleg í senn. Falleg litapalletta og dósin falleg allan hringinn.
Veggspjöld
Gullverðlaun
Póst-Jón
fyrir Óð
Atli Sigursveinsson
Hér er farið skrefinu lengra og nostrað við alla þætti í hönnuninni. Óður til fortíðar en um leið nýmóðins og ferskt, formið tekið alla leið. Teikningin er vel útfærð og falleg vísun í klassískan póstlúður. Snjöll tilvísun í jarm (e. meme).



Silfurverðlaun
Kram Karnival
Viktor Weisshappel Vilhjálmsson
Jakob Hermannsson
Snorri Eldjárn Snorrason
Strik Studio
Skemmtilega einföld en um leið fáguð framsetning. Góð lausn fyrir stafræna formið. Virkar vel, bæði sem sígilt veggspjald og nýmiðlunarveggspjald. Ítarefni komið til skila á snjallan hátt.
Vefsíður
Gullverðlaun
CO2.is
fyrir Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Steinar Ingi Farestveit
Simon Viðarsson
Kolibri
Snúið efni sett fram á frambærilegan og skilvirkan hátt. Góð lausn á upplýsingaöflun og aðgengilegt bæði fyrir almenning og fagfólk. Týpógrafían hæfir verkefninu vel sem er bæði smekklegt og fallegt. Eftirtektarverð smáatriði.




Silfurverðlaun
m.is
fyrir Menningar- og viðskiptaráðuneytið og Árnastofnun
Steinar Ingi Farestveit
Simon Viðarsson
Kolibri
Snyrtilegt og nokkuð látlaust útlit. Pappírsliturinn er skemmtilegur og skapar hugrenningatengsl við orðabók sem hæfir verkefninu vel. Góð týpógrafía, traustvekjandi síða og notendavæn síða, án óþarfa upplýsinga.
Silfurverðlaun
Nýr vefur Listasafns Reykjavíkur
fyrir Reykjavíkurborg og Listasafn Reykjavíkur
Aron Guan Kristjánsson
Guðmundur Bjarni Sigurðsson
Júní
Kynningar og markaðsstjóri Listasafns Reykjavíkur: Nathalia Druzin Halldórsdóttir
Teymisstjóri, vörustjóri ÞON: Guðrún Jóhannsdóttir
Gagnvirk miðlun og upplýsingahönnun
Gullverðlaun
The Mammoth Model
fyrir Climeworks
Magnús Elvar Jónsson
Samúel H. Jónasson
Nils Wiberg
Marel Helgason
Hringur Hafsteinsson
Gagarín
Smíði: Irma
Skemmtileg lausn sem miðlar sértækum upplýsingum á skilvirkan hátt. Talar vel við markhópinn. Snjöll stafræn aðlögun. Týpógrafían er snyrtileg og fagleg. Áferðarfalleg og smekkleg framsetning.
Silfurverðlaun
m.is
fyrir Menningar- og viðskiptaráðuneytið og Árnastofnun
Steinar Ingi Farestveit
Simon Viðarsson
Kolibri
Þarft og merkilegt verkefni í gagnvirkri miðlun. Skilvirkt og skemmtilega sett fram.
Hreyfigrafík
Gullverðlaun
Arctis GameBuds
fyrir SteelSeries
Einar Bragi Rögnvaldsson
Undir
Leikstjóri: Sivert Bakkeng
3D og framleiðsla: Ingi Már Úlfarsson
Handrit: Patrick Harvey
Fallegar hreyfingar og stílhreint. Glæsileg hönnun vörunnar spilar stóran þátt í hönnuninni og nýtur sín vel. Tæknilega frábært og einstaklega notendavænt. Setur spennandi viðmið í hreyfihönnun á Íslandi.
Silfurverðlaun
Megadom er mættur
fyrir Domino's
Björn Jónsson
Anna Karen Jörgensdóttir
Pipar\TBWA
Anna Karen Jörgensdóttir, grafískur hönnuður
Ásgeir Ingi Tómasson, hreyfihönnuður
Kristján Gauti Karlsson, texta- og hugmyndasmiður
Snorri Sturluson, leikstjóri
Tómas Heiðar Holton Tómasson, viðskiptastjóri
RVX – Reykjavík Visual Effects
Skjáskot
Inga Maren Rúnarsdóttir, dansari
Sveinbjörn Thorarensen, tónlistarmaður
Virkilega skemmtilegt og tæknilega vel gert, falleg lýsing. Spennandi smáatriði í hreyfingunni og sannfærandi karakter. Virkilega sniðugt að byggja svona á hreyfingum dansara sem virka mjög eðlilegar.
Silfurverðlaun
Til staðar í 100 ár
fyrir Rauða krossinn á Íslandi
Viktor Weisshappel Vilhjálmsson
Jakob Hermannsson
Snorri Eldjárn Snorrason
Strik Studio
Fallegt verkefni og litir sem gefa viðeigandi yfirbragð. Falleg hreyfihönnun, örlítið hrár blær sem hæfir efninu vel. Rennur vel og áreynslulaust, ramma fyrir ramma. Allt í góðu jafnvægi og vel heppnuð frásögn.
Auglýsingaherferðir
Gullverðlaun
Ekkert smá stór Kringla
fyrir Kringluna
Sigrún Gylfadóttir
Alex Jónsson
Kontor
Ljósmyndari: Ari Magg
Framleiðandi: Magg
Creative Director: Sigrún Gylfadóttir
Digital Director: Alex Jónsson
Art Director: Elsa Nielsen
Viðskiptastjóri: Helga Gunnlaugsdóttir
Hreyfihönnun / VFX: Gísli Þórólfsson
Grafísk hönnun: Jónas Unnarsson
Framkvæmd og útfærsla til fyrirmyndar. Greinilega búið að huga vel að öllum snertiflötum markaðsársins. Töfrandi myndheimur sem skapar heildstæða ímynd. Frumleg lausn sem endurspeglar vel stærð og umfang Kringlunnar.
Silfurverðlaun
MargfAllt FyrirÞig
fyrir Nova
Jón Ari Helgason
Dóra Haraldsdóttir
Jón Ingi Einarsson
Jón Páll Halldórsson
Alexander Le Sage de Fontenay
Brandenburg
Viðskiptastjóri: Birna María Másdóttir
Framkvæmdastjóri Nova upplifunar: Þuríður Björg Guðnadóttir
Ljósmyndari: Sveinn Speight
Leikstjóri: Hannes Þór Halldórsson
Margföldunaráhrifin í grafíska myndheiminum sem birtast hér eru afar viðeigandi í þessu samhengi. Tóna vel við framsöguna og leik í texta. Einföld skilaboð sem komast vel til skila í orðalagi og grafískum elementum. Smellpassar fyrir vörumerkið. Hugmynd vel útfærð fyrir mismunandi miðla.





Firmamerki
Gullverðlaun
Frumtak
Snorri Eldjárn Snorrason
Viktor Weisshappel Vilhjálmsson
Jakob Hermannsson
Strik Studio
Gott jafnvægi milli merki og leturs. Myndmerkið kallast á við form í letrinu á snjallan hátt. Merkið í heild endurspeglar nýtt upphaf og ferska nálgun. Nær inntaki fyrirtækisins vel með einfaldri en áhrifaríkri lausn.


Silfurverðlaun
Lýðveldið Ísland 80 ára
fyrir forsætisráðuneytið
Sigurður Oddsson
Aton
Fallegt og grípandi merki sem endurspeglar sögu lýðveldisins en tekst að ljá því númtímalegri blæ á smekklegan hátt.


Menningar- og viðburðamörkun
Gullverðlaun
KR
Hrafn Gunnarsson
Þorgeir K. Blöndal
Brandenburg
Uppfærsla á merki til fyrirmyndar. Borin virðing fyrir sögu og þróun merkisins sem heldur vel í sín einkenni. Meiri leikur í meðferð á öðru efni. Hið gamla og nýja kallast skemmtilega á. Lita- og leturmeðferð lyftir efninu upp. Augljóslega mikil heimildavinna að baki sem skilar sér vel.
Silfurverðlaun
FÍT verðlaunin 2024
fyrir Félag íslenskra teiknara
Sóldís Finnbogadóttir
Endurspeglar grafíska hönnun á Íslandi. Talar vel til markhópsins. Vel farið með efnivið, letur, liti og efnisval gott. Prentað efni og hreyft efni í góðu samræmi.
Mörkun fyrirtækja
Gullverðlaun
Mörkun KEF
fyrir Keflavíkurflugvöll
Þorleifur Gunnar Gíslason
Arnar Halldórsson
Eva Árnadóttir
María Dögg Hákonardóttir
Alfreð Ingvar A. Pétursson
Tinna Halldórsdóttir
Hugrún Lena Hansdóttir
Brandenburg
Jón Oddur Guðmundsson – texta- og hugmyndasmiður
Bragi Valdimar Skúlason – texta- og hugmyndasmiður
Hildur Hafsteinsdóttir – textasmiður
Ingibjörg Iða Auðunardóttir – textasmiður
Jón Páll Halldórsson – umsjónarhönnuður
Jón Ingi Einarsson – umsjónarhönnuður
Björg Valgeirsdóttir – viðskiptastjóri
Arnar Ólafsson – vefhönnun
Steinunn Jónasdóttir – vefstjóri KEF
Nordic Office of Architecture – wayfinding
Kolofon – wayfinding
Fischersund – ilmheimur
Úlfur Eldjárn – tónlist
Vel heppnað og úthugsað verkefni með marga snertifleti. Litameðferð og áferð falleg sem endurspeglar það sem er verið að ná fram. Einfalt en vel hugað að öllum smáatriðum. Upplifunin er í forgrunni í öllu sem skilar sé vel í efni og yfirbragði.






Silfurverðlaun
Reykjavík Bruggfélag
Aron Guan Kristjánsson
Hjalti Karlsson
Jan Wilker
Karlssonwilker
Eftirminnilegt og eftirtektarvert. Mynstrið einstaklega vel útfært og alls staðar frábærlega staðfært.




Opinn flokkur
Gullverðlaun
Snúningur – Turnaround
fyrir Icelandair
Gísli Arnarson
Gunnar Davíð Jóhannesson
Snærún Tinna Torfadóttir
Sighvatur Halldórsson
Rósa Hrund Kristjánsdóttir
Jóhann Geir Úlfarsson
Guðmundur Bernharð Flosason
Hvíta húsið
Stúdíó Flétta, hönnun
Aron Bergmann Magnússon, hönnun
Hallmar Freyr Þorvaldsson, ljósmyndari
Jóhanna Sveinsdóttir, texta- og hugmyndasmiður
Salvör Sólnes, texta- og hugmyndasmiður
Rakel Mánadóttir, viðskiptastjóri
Sveindís Guðmundsdóttir, viðskiptastjóri
Sigurður Pétur Jóhannsson, kvikmyndagerð
Athyglisvert verkefni og vel útfært. Sýningarrými lyft upp með áhugaverðri grafík og tengingunni við Icelandair gert hátt undir höfði. Týpógrafían vel útfærð og talar fallega við sýningargrip.



Silfurverðlaun
Umhverfisskýrsla SFS 2024
fyrir SFS — Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi
Anton Jónas Illugason
Simon Viðarsson
Kjartan Hreinsson
AJ–S
Fallegt og vel hannað verk. Vel hugað að smáatriðum, myndheimur fallegur. Róandi andrúmsloft leikur um verkið, eins og lygn sjór.




Silfurverðlaun
Merkileg
fyrir Brandenburg
Hrafn Gunnarsson
Dóra Haraldsdóttir
Gunnhildur Karlsdóttir
Þorleifur Gunnar Gíslason
Jón Ari Helgason
Alfreð Ingvar A. Pétursson
María Dögg Hákonardóttir
Hugrún Lena Hansdóttir
Þormar Melsted
Jón Ingi Einarsson
Brandenburg
Jón Oddur Guðmundsson, texta- og hugmyndasmiður
Björg Valgeirsdóttir, viðskiptastjóri
Sindri Reyr Smárason, viðskiptastjóri
Ásta Sigríður Guðjónsdóttir, viðskiptastjóri
Stílhrein útfærsla á mikilvægu málefni. Góður vettvangur til upplýsingaöflunar og vonandi mikilvægur hluti af sögu grafískrar hönnunar á Íslandi.


Stakar myndlýsingar
Gullverðlaun
Orka – Bold Rush
fyrir Ölgerðina
Ásdís Hanna
Jens Nørgaard-Offersen
Cirkus
Svalt, lifandi og frumlegt. Lýsir áhrifum koffíndrykkju á framúrstefnulegan hátt. Mikil og kraftmikil orka. Áhugaverð frásögn sem spilar vel með merkinu. Myndlýsingin á vel við samhengið.


Silfurverðlaun
Álfheimar 4: Gyðjan
fyrir Angústúru
Atli Sigursveinsson
Vönduð forsíðumynd sem vinnur með minni úr sögunni sem er blandað snyrtilega saman. Fellur vel inn í hönnun og samhengi, vel unninn lokahnykkur fyrir ritröðina.



Myndlýsingaröð
Gullverðlaun
Hugsum um: Höfuð, herðar, hné og tær við vinnu
fyrir VIRK Starfsendurhæfingarsjóð og Vinnueftirlitið
Hrefna Lind Einarsdóttir
Pétur Stefánsson
TVÖTVÖ studio
Falleg hönnun sem virkar vel í prenti og á vefnum. Margslungið og hægt týna sér í smáatriðum þar sem boðið er upp á mismunandi frásagnir. Litskrúðugir og sterkir karakterar sem hægt er að fylgja í sínum sögum. Einkennandi og falleg litapalletta.




Silfurverðlaun
Teikningar fyrir þing ASÍ
fyrir Alþýðusamband Íslands
Viktor Weisshappel Vilhjálmsson
Jakob Hermannsson
Snorri Eldjárn Snorrason
Strik Studio
Áferðarfallegt, leikrænt, stílhreint og skemmtilegt. Val á stílnum er úthugsað og hæfir sögu og myndheim viðfangsefnisins vel. Baráttan og samstaðan komast vel til skila. Kallar á viðbrögð og auðvelt að hrífast með. Myndirnar standa fallega saman og skapa góða heild.




Myndræn frásögn
Gullverðlaun
Tumi fer til tunglsins
fyrir Bókabeituna
Lilja Cardew
Áferðarfagrar og fíngerðar myndlýsingar, teiknaðar og málaðar af einstakri næmni. Stíllinn er í senn áhugaverður og eftirminnilegur. Myndlýsingarnar gæða bókina lífi sem gætu seinna vakið nostalgíu hjá lesendum. Myndirnar henta viðfangsefninu afar vel.





Gullverðlaun
Tjörnin
fyrir Angústúru
Rán Flygenring
Marglaga og lifandi myndlýsingar á fjörugri frásögn með djúpum boðskap. Húmorinn og skemmtilegar aukasögur bæta heilmiklu við. Metnaðarfullt að gefa út verk af þessu umfangi þar sem myndefnið er í aðalhlutverki og uppsprettan er fallegur myndheimur. Bæði sagan og myndirnar höfða bæði til barna og fullorðinna sem er afar þakklátt.





Silfurverðlaun
NammiDagur
fyrir Bókabeituna
Sigmundur Þorgeirsson
Nap Club
Fjörug og fjölbreytt myndbygging og nóg að gerast á hverri síðu. Hressandi uppbrot með römmum virkar vel og kemur skemmtilega út. Húmorinn og hrollvekjandi framvindan ná vel í gegn með grafískum og grófgerðum myndlýsingum. Nær örugglega vel til lesendahópsins.




Nemendaflokkur
Gullverðlaun
Lok í Reykjavík
Emilía Bjarkar Jónsdóttir
Einstaklega heillandi verkefni. Íslensk nostalgía og nútímaleg nálgun í góðu jafnvægi. Húmor nær vel í gegn og textinn styður vel við. Þörf og góð skilaboð – að staldra aðeins við og veita umhverfinu athygli. Góð grafísk hönnun og gott kerfi í kringum verkefnið.




Gullverðlaun
Recursive
Alma Karen Knútsdóttir
Góð hugmynd sem tengir hið stafræna vel við síbreytilega náttúru. Tæknilega mjög vel leyst. Skemmtileg gagnvirkni og gengur vel upp í öllum útgáfum. Gaman að geta stýrt grófleikanum í letri þar sem hver stafur er einstakur. Verkefni sem brýtur skilrúmið á milli hönnunar og tækni.




Silfurverðlaun
Endurmörkun Mamba
fyrir Mamba framleiðslu ehf.
Gunnar Ólafsson
Heildstæð mörkun og virkilega vel útfærð fyrir marga miðla. Góð tenging milli merkis og leturs. Nær vel til allra þátta sem þarf fyrir heildræna mörkun. Gott jafnvægi, nútímalegt og fangar starfsemi fyrirtækisins vel.



