Kjaramál
Kjaramál arkitekta
Arkitektafélag Íslands er fagfélag arkitekta en félagið er í nánu samstarfi við stéttarfélagið Visku um kjaramál arkitekta. Markmið samstarfsins er annars vegar að tryggja arkitektum þjónustu á sviði vinnumarkaðsmála og hins vegar að standa heildstætt vörð um kjara- og réttindamál stéttarinnar. Innan Visku er starfandi sérstakur faghópur arkitekta.
Aðild að Visku getur hentað öllu félagsfólki AÍ, hvort sem það er launafólk eða sjálfstætt starfandi.
Allar frekari upplýsingar er að finna á vef Visku: viska.is
Kjarasamningar
Á íslenskum vinnumarkaði eru kjör og réttindi ákveðin í gegnum miðlæga kjarasamninga. Þar er kveðið á um lágmarkskjör og lágmarksréttindi. Heimilt er að semja um betri kjör en ákvæði kjarasamninga segja til um.
Viska gerir kjarasamninga fyrir hönd síns félagsfólks. Þessir miðlægu samningar eru sá grunnur sem mögulegir stofnana- eða fyrirtækjasamningar byggja síðan ofan á, eftir því sem við á hjá hverjum vinnustað.
Viska hefur gert kjarasamning við ríkið, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök atvinnulífsins ásamt öðrum.
Smelltu hér til að lesa viðeigandi kjarasamninga.
Sjóðir innan BHM
Með því að skrá sig í Visku – stéttarfélag opnast aðgangur að sjóðum innan BHM, þar á meðal sjúkrasjóð, orlofssjóð og starfsmenntunarsjóð.
Með aðild að Visku tekur félagsfólk upplýsta ákvörðun um að gerast aðili að sjúkra-, orlofs- og starfsmenntasjóðum BHM og þar með að vinnuveitandi greiði iðgjald til Visku. Nánari upplýsingar um skil á iðgjöldum má finna hér. Einnig má finna gagnlegar upplýsingar fyrir sjálfstætt starfandi á vef Visku.
Hafa samband
Viska – stéttarfélag
Borgartún 27 105 Reykjavík
Sími 583 8000
viska@viska.is