FÍT verðlaunin

Um FÍT verðlaunin
FÍT verðlaunin eru haldin árlega. Þar er keppt um það besta í grafískri hönnun og myndlýsingum á Íslandi og eru verkin sem vinna til verðlauna og viðurkenninga sýnd á veglegri sýningu sem undanfarin ár hefur verið haldin í tengslum við HönnunarMars.
Innsendingar eru opnar öllum, enda er markmið verðlaunanna að endurspegla það besta í grafískri hönnun og myndlýsingum á Íslandi. Félagar í FÍT fá afslátt af innsendingargjöldum.
Greiðsluupplýsingar
Söluaðili FÍT verðlaunanna er Félag íslenskra teiknara (530169-5379). Hægt er að hafa samband við FÍT varðandi greiðslur í gegnum almennt@teiknarar.is. 3 dögum eftir að innsendingarfresti lýkur er ekki hægt að fá endurgreitt fyrir innsendingu, en fram að því er að hægt að sækja um endurgreiðslu í gegnum netfangið almennt@teiknarar.is. Verð á innsendingum er mismunandi milli flokka, frá 20.000 til 25.000 kr. Meðlimir FÍT fá 50% afslátt af innsendingargjöldum. Frítt er fyrir nemendur í grafískri hönnun að senda inn í nemendaflokk.