Aðgerðir í átt að sjálfbærari tískuiðnaði ræddar á fyrstu ráðstefnu Samtaka evrópskra fatahönnunarfélaga
Samtök evrópskra fatahönnunarfélaga, European Fashion Alliance (EFA), stóð fyrir sinni fyrstu ráðstefnu á Kanaríeyjum sl. haust. EFA, sem stofnað var í júní, eru fyrstu alþjóðlegu samtök evrópskra fatahönnunarfélaga en markmið þess er að styrkja sjálfbært evrópskt tískuvistkerfi. Fatahönnunarfélag Íslands er aðila að samtökunum og tóku þátt í ráðstefnunni.
EFA er mikilvæg sameiginleg rödd sem vinnur að hraðari breytingum í evrópskri tísku en helsta niðurstaða ráðstefnunnar var sameiginlegur aðgerðarpakki sem vinnur að sjálfbærari og fjölbreytilegri framtíð evrópsk tískuiðnaðar.
Á ráðstefnunni var Græni samfélagssáttmálinn (European Green Deal) hafður að leiðarljósi, en sáttmálinn var unnin af Evrópusambandinu árið 2019. Markmið hans er að minnka losun gróðurhúsalofttegunda í ríkjum Evrópusambandsins og ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Til að markmiðinu verði náð þarf tískuiðnaðurinn að vinna markvisst að því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda þar sem kolefnisfótspor tískuiðnaðarins og önnur skaðleg áhrif vegna textílframleiðslu og neyslu tískuvarnings eru enn of mikil.
Við þurfum ekki einungis að breyta efnislegu innihaldi tískunnar heldur þurfum við einnig að breyta reglum og markmiðum tískuiðnaðarins. Tíska er oft metin eftir efnahagslegum gróða en mikilvægt er að meta félagsleg áhrif tísku. Það þarf að meta hversu mikil áhrif tíska hefur á andlega vellíðan fólks og hvaða áhrif, bæði jákvæð og neikvæða, tíska hefur á samfélag okkar
EFA hefur sett sér það að markmiði að ná verulegum árangri í kolefnisjöfnun, sjálfbærni, útrýmingu eiturefna og hringrás í textíliðnaði. EFA vill einnig vekja tískuhönnuði, framleiðendur og neytendur til meðvitundar og ábyrgðar. Með þetta að leiðarljósi voru skilgreind fjórar megináherslur EFA á ráðstefnunni: sjálfbærni, fræðsla og menntun, stjórnmál og nýsköpun. EFA hefur trú á því að sjálfbærni og stafræn þróun ásamt menntun og vinnumarkaðsaðgerðum muni knýja fram breytingar í tískuiðnaðinum svo að textíll og fatnaður verði endingarbetri, endurnýtanlegri og auðveldara verði að gera við hann. Það er einnig hlutverk EFA að styðja við ungt hæfileikafólk og frumkvöðla til að knýja fram hraðari breytingar á þessu ferli.
Árið 2023 munu samtökin standa fyrir könnun meðal meðlima í Evrópu sem greinir þarfir og áskoranir ólíkra fyrirtækja, stofnana og hagsmunaaðila sem starfa í tískuiðnaðinum. Í framhaldinu verður unnið að aðgerðaráætlun sem styður og leiðbeinir aðilum innan tískuiðnaðarins til þess að bregðast við evrópskri löggjöf um sjálfbæran og hringrásadrifinn textíliðnað.
Ráðstefna EFA var í boði tískusamtakanna Moda Calida á Kanaríeyjum og var haldin dagana 19. og 20. október, samhliða sundtískuvikunni á Kanaríaeyjum sem er eina evrópska sundtískuvikan. Alls sóttu 59 fulltrúar frá 23 evrópulöndum ráðstefnuna en samtökin samanstanda af 29 ólíkum aðildarsamtökum, m.a. fatahönnunarfélög, tískuvikur og rannsóknar- og menntastofnunum. EFA eru í forsvari fyrir rúmlega 10.000 evrópska aðila í tískuiðnaðinum af öllum stærðum og gerðum, allt frá smáum stofnunum yfir til stórra alþjóðlegra fyrirtækja. Nánari upplýsingar um samtökin má finna á heimasíðu þeirra, www.europeanfashionalliance.org