Alvarlegar afleiðingar á hönnun og arkitektúr - Niðurstöður úr könnun um áhrif Covid-19
Hönnunarmiðstöð Íslands sendi frá sér könnun dagana 7.-14. apríl varðandi áhrif Covid-19 á starfsemi á sviði hönnunar og arkitektúrs. 483 svör bárust frá stjórnendum, launafólki og sjálfstætt starfandi hönnuðum og arkitektum úr fjölbreytilegum greinum.
Af niðurstöðunum er ljóst að ástandið hefur alvarlegar afleiðingar.
50% hönnuða og arkitekta hafa misst helming til allar tekjur sínar
75% fyrirtækja finna fyrir verulegri lækkun á tekjum
70% verkefna hefur verið frestað, hætt eða minnkað verulega.
Í könnuninni var kallað eftir tillögum að viðspyrnu, til að efla atvinnulíf á sviðinu með áherslu á gæði, sjálfbærni og virðisauka til framtíðar.
Hér má sjá niðurstöður úr könnuninni: