Arkís leitar að arkitektum og innanhússarkitektum

ARKÍS arkitektar leitar að arkitektum, byggingafræðingum og innanhússarkitektum til þess að verða hluti af þverfaglegu teymi ARKÍS arkitekta.
Framundan eru mörg spennandi verkefni jafnt á Íslandi sem erlendis og því um skemmtileg og gefandi atvinnutækifæri að ræða.
Við leitum að starfsmönnum með nokkurra ára reynslu og gott vald á flestum þáttum arkitektahönnunar. Rík áhersla er lögð á frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð en jafnframt áhersla á að geta unnið vel í teymi. Þá er góð reynsla af Revit mikill kostur.
Umsóknum skal skilað til ARKÍS arkitekta með tölvupósti á arkis@ark.is fyrir 21. febrúar. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál.
Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst.