Ársskýrsla Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs 2022/2023 er komin út
Ársskýrsla Miðstöðvarinnar 2022/2023 kom út í aðdraganda ársfundar en þar er farið yfir rekstur og fjármál, innlend sem erlend verkefni og almenna starfssemi ásamt því að fá innsýn inn í hvað er framundan. Hægt er að skoða skýrsluna í rafrænu formi hér.
Í skýrslunni er farið yfir rekstur og fjármál. Stiklað á stóru er varða stærstu verkefnin svo sem kynningarmál, HönnunarMars, Hönnunarsjóð, Góðar leiðir og Hönnunarverðlaun Íslands. Sömuleiðis er farið yfir samstarfsverkefni innlend sem erlend og yfir verkefnaáætlun næsta árs.
Skýrslan er ætluð til upplýsinga og fróðleiks um starfssemi, lykilmálefni og verkefni Miðstöðvarinnar. Studio Studio eru hönnuðir einkennis Miðstöðvarinnar og Þura Stína Kristleifsdóttir sá um uppsetningu.
Ef það vakna einhverjar spurningar má hafa samband við skrifstofu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs á info@honnunarmidstod.is.