Ásmundarsalur óskar eftir tillögum að sýningum, viðburðum eða uppákomum 2020

Ásmundarsalur óskar eftir tillögum að sýningum, viðburðum eða uppákomum 2020 sem fagna fjölbreytileika listarinnar. Kostur er ef fleiri en eitt listform mætast í sýningu. Einnig er óskað eftir umsóknum um aðstöðu fyrir vinnustofu listamanns í Gunnfríðargryfju til tveggja mánaða í senn.
Umsóknir skulu berast á netfangið asmundarsalur@asmundasalur.is fyrir 10. september næstkomandi en með umsóknum skulu fylgja:
- fullt nafn listamanns
- Lýsing á fyrirhugaðri sýningu/viðburði/verkefni
- Fylgiskjöl - ferilskrá, myndir af verkum, textar o.þ.h
- Vefsíða listamanns ef við á
Ásmundasalur er sjálfstætt starfandi sýningarsalur sem leggur til aðstöðu og vinnustofu fyrir listamenn í miðbæ Reykjavíkur.