BAHNS veisla í Vesturbæjarlaug
BAHNS býður í þrírétta veislu í Vesturbæjarlauginni í dag, 4 febrúar þar sem sundbolir merkisins verða loks falir í lauginni en hingað til hafa sundþyrstir laugargestir einungis getað keypt sundskýlur merkisins þar.
Fjölbreytt dagskrá verður í lauginni frá kl. 17: ljósmyndasýning með myndum eftir Atla Þór Alfreðsson, vel valdir sjóaraslagarar sungnir af dáðadrengjunum í Bartónum og veglegt lotterí með glæsilegum vinningum:
- Vesturbæjarlaug gefur tvö árskort í Sundlaugar Reykjavíkur
- Fischer gefur einn af sínum dúndurvinsælu ilmum (50ml glas)
- Flothetta gefur gjafabréf í slakandi flotmeðferð
- Hlín Reykdal gefur gullfallega eyrnalokka
- Dagsson gefur tvö bráðfyndin plaköt í ramma
- Kiosk gefur tvö 10.000 króna gjafabréf
BAHNS gefur svo tvær peysur að eigin vali.
Eina 50.000 króna inneign hjá merkinu
og að sjálfsögðu einn sundbol og eina skýlu.
Til að taka þátt í lottóinu þarf að mæta í Vesturbæjarlaugina (BAHNS splæsir) klukkan 17:00 þann 4 febrúar og fylgja leiðbeiningunum lóttómiðans. Ef þú séð þér alls ekki fært að mæta er hægt að taka þátt á instagram en tveir þessara vinninga munu rata þar inn.