Einar Gylfason, Leynivopnið hlýtur Clio-verðlaun
Einar Gylfason hlaut í dag brons Clio-verðlaun í flokknum hönnun og merki fyrir merki A-Board sem unnið var fyrir Akademias.
A-Board er ráðgjafaþjónusta hjá Akademias sem hjálpar sprotafyrirtækjum að stíga sín fyrstu skref.
Clio-verðlaunin voru stofnið 1959 og eru með virtustu verðlaunum í auglýsingaheiminum. Í þessari keppni eigast við stærstu vörumerki heims. Clio-verðlaunin hljóta þau verk sem dómnefnd telur eftirtektarverð, faglega leyst og líkleg til að verða öðrum hvatning í faginu.