Endurmenntun fyrir arkitekta hjá EHÍ
Áhugaverð námskeið fyrir arkitekta á vegum Endurmenntunar HÍ. Meðal námskeiða sem í boði eru nú í mars og apríl er námskeið um áhrif umhverfis innandyra á líðan og heilsu fólks, deiliskipulag og hlutverk þess í skipulagsferlinu og skipulag og hönnun - sálfræðileg áhrif umhverfis og bygginga á líðan fólks.
Við minnum félagsmenn stéttarfélagsins á að hægt er að sækja um styrk til endurmenntunar hjá BHM