Erna Skúladóttir á samsýningunni Soil Matters á Helsinki Design Week

9. september 2020

Erna Skúladóttir er meðal sýnenda á samsýningunni Soil Matters sem er á Hönnunarsafninu í Helsinki og hluti af hönnunarvikunni sem fer fram í borginni um þessar mundir. Á sýningunni má finna verk níu aðila sem eiga það sameiginlega að vinna með jarðveg sem efnivið, allt frá leirlistamanna til vísindamanna.  

Soil Matters rannsakar og beinir sjónum sínum að jarðvegi og mold sem efnivið og hvaða áhrif hönnun og framleiðsla hefur í raun.

Verk Ernu á sýningunni nefnist Horizons, þar notar hún leir frá Krýsuvík, friðlýst hverasvæði á Reykjanesi. Um leið og leirinn síast frá hverunum ofaní skurði á svæðinu breytist hann í mold og er ekki lengur friðlýstur sem slíkur. Verkið er sýnir jarðveg og vatn safnað í plexírör sem umbreytist eftir því sem tíminn líður og myndar landslag. 

Hér má lesa nánar um sýninguna og öll verk sýningarinnar. Soil Matters opnaði þann 4. september síðastliðinn og stendur fram í janúar 2021 á Hönnunarsafninu í Helsinki.  

Sökum Covid var engin formleg opnun á sýningunni en hér má sjá sendiherra Íslands í Finnlandi, Auðunn Atlason heimsækja sýninguna og skoða verk Ernu um helgina.

🇮🇸🇫🇮 Ambassador Auðunn Atlason visited the Design Museum in Helsinki and attended the opening of the Soil Matters...

Posted by Embassy of Iceland in Helsinki on Friday, September 4, 2020
Dagsetning
9. september 2020
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir
Ljósmyndari
Pär Fredin 

Tögg

  • Greinar
  • Sýning
  • Helsinki Design Week
  • Leirlist