Fatahönnunarfélag Íslands eitt af stofnfélögum European Fashion Alliance
Fatahönnunarfélag Íslands er eitt af 25 evrópsk um fatahönnunarsamtökum og -stofnunum sem taka höndum saman við stofnun “European Fashion Alliance”, Evrópubandalag Fatahönnunarsamtaka sem er nýtt net samtaka í fatahönnun sem hafa það að markmiði að sameina og efla Evrópska tísku.
Markmið bandalagsins er að styrkja blómstrandi og sjálfbært Evrópskt tískuvistkerfi sem er öllum opið. Í lok mars 2022 leiddi Tískuráð Þýskalands tveggja daga vinnufund í Frankfurt þar sem bandalagið var mótað. Fundurinn var studdur af Messe Frankfurt og Texpertise Network.
Innblásin af orðum Ursula von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Mariya Gabriel, stjórnarnefndarmanns Evrópusambandsins um nýsköpun, rannsóknir, menningu, menntun og æskulýðsmál, þar sem þau kalla eftir eflingu tískuiðnaðarins á evrópskum vettvangi, stefnir bandalagið að því að vera sterk sameiginleg rödd sem talar fyrir og flýtir fyrir umskiptum evrópskrar tísku til framtíðar með sjálfbærni, nýsköpun og inngildingu að leiðarljósi.
Með Frankfurt-samkomulaginu hefur úrval evrópskra fatahönnunarsamtaka og - stofnana tekið höndum saman til að stofna samtök fagfélaga sem hafa það að markmiði að þróa sameiginlega öfluga og viðbragðsnæma stefnu sem mætir þörf fagsins fyrir breytingar á komandi mánuðum.
Bandalagið er stofnað til að styrkja og stækka net samtaka og stofnana til að þróa sameiginlegan skilning meðlima á hagnýtum markmiðum um hvernig tískuiðnaðurinn og hagaðilar hans, svosem stuðningsstofnanir og einnig óbeint fyrirtæki af öllum stærðum og annað fagfólk, geta sameiginlega hjálpað til við að umbreyta iðnaðnum til að stuðla að verndun jarðarinnar og íbúa hennar. Með stofnun bandalagsins stefna meðlimir þess, sem eru fulltrúar stórs og sértæks hluta tískuiðnaðarins, sameiginlega að því að efla evrópska tísku með því að vinna saman á sviðum sjálfbærni, nýsköpunar, inngildingar og kynningar. Þetta er gert til þess að hraða innleiðingu þessa markmiða í raunhæfar aðgerðir og stefnumál stjórnvalda.
Með þessu neti evrópskra tískuráða, kynningarstofnana, hraðla og klasa miðar nýja bandalagið ekki aðeins að því að deila, fræða og rannsaka markaðinn, þekkingu, tengiliði og góða viðskiptahætti heldur einnig vinna að með fjölbreyttum hópi efnahagslegra, pólitíska og félagslegra hagaðila á evrópskum vettvangi.
Tíska er lykiliðnaður í skapandi hönnun. Ég veit að þið hafið komið saman í dag til að ræða meðal annars möguleikann á að stofna evrópska tískubandalagið. Mér persónulega finnst þetta snilldar hugmynd. Þið getið treyst á mig sem auðveldara og þið getið treyst á stuðning minn.
Við í Fatahönnunarfélagi Íslands fögnum þessum stóra áfanga sem stofnun European Fashion Alliance er. Það er mikilvægt fyrir okkar vaxandi samfélag fatahönnuða á Íslandi að hafa vettvang sem þennan til að tengjast systursamtökum okkar í Evrópu. Með samvinnu, samskiptum og þekkingarmiðlun á þennan hátt getum við hraðað og auðveldað þróun fatahönnunargeirans til jákvæðrar framtíðar
Fyrsti fundurinn í mars var styrktur af Messe Frankfurt, sem er leiðandi fyrirtæki í skipulagningu textílvörusýninga í heiminum. Texpertise Network Messe Frankfurt er einnig heimsþekkt alþjóðlegt tengslanet sem býr yfir yfirgripsmikilli sérfræðiþekkingu á alþjóðlegum textílviðskiptum. Þau skipuleggja nú um 60 alþjóðlega viðburði fyrir allan textílgeirann, þar með talið í fata- og tískugeiranum, innanhúss- og iðnaðartextíl, tæknilegum textíl, textílvinnslu og textílumhirðu. Í dag notar EFA þennan alþjóðlega vettvang til að kynna framtíðarsýn sína og hlutverk í pallborðsumræðum.
Meðlimir EFA bjóða öðrum samtökum og stofnunum sem hafa svipað hugarfar og metnað til að skapa betri framtíð til að ganga til liðs við verkefnið með því að ganga í bandalagið. Næsti fundur EFA mun fara fram á Gran Canaria Swim Week hjá Mode Cálida, 18. til 21. október 2022.
Meðlimir European Fashion Alliance eru:
- Asociación Creadores De Moda de España (Spain)
- Austrian Fashion Association (Austria)
- Baltic Fashion Federation (Latvia)
- Bulgarian Fashion Association (Bulgaria)
- Camera Nazionale Della Moda Italiana (Italy)
- Copenhagen Fashion Week (Denmark)
- Council for Irish Fashion Designers (Ireland)
- Estonian Academy of Arts (Estonia)
- Fashion Council Germany (Germany)
- Fédération de la Haute Couture de la Mode (France)
- Fédération Français du Prêt-à-Porter Féminin (France)
- Flanders DC (Belgium)
- Fatahönnunarfélag Íslands (Iceland)
- Global Fashion Agenda
- Gran Canaria Moda Cálida (Spain)
- MODA-FAD (Spain)
- Modesuisse (Switzerland)
- Modalisboa (Portugal)
- Norwegian Fashion Hub (Norway)
- Slovak Fashion Council, (Slovakia)
- Swedish Fashion Council (Sweden)
- Finnish Textile & Fashion (Finland)
- Taskforce Fashion (Netherlands)
- The Prince’s Foundation (UK)
- Wallonie Bruxelles Design Mode (Belgium)
Þegar hindranir í vegi tískuiðnaðarins verða sífellt tvísýnari og aðkallandi, hafa samskipti, samvinna og skuldbinding aldrei verið jafn mikilvæg og nú. Sem slík erum við stolt af því að tilkynna samstarf okkar í Evrópubandalagi Fatahönnunarsamtaka. Við viljum nota þetta tækifæri til að tengjast samstarfsfélögum okkar og framfylgja þýðingarmiklum, fyrirbyggjandi og varanlegum breytingum. Eftir að hafa séð þá breytingu sem við getum leitt með Sjálfbærniramma Copenhagen Fashion Week, sem hefur verið aðlagað og nýtt af fjölda alþjóðlegra stofnana og tískuráða, erum við tilbúin að kanna og innleiða hvernig þessar breytingar gætu litið út með 25 samtök og stofnanir sem eru sama sinnis með í för, þar sem við öll stefnum að sömu markmiðum fyrir tískuiðnaðinn í heild