Félag íslenskra gullsmiða 100 ára: Gitte Bjørn
![](https://images.prismic.io/midstod-honnunar-og-arkitekturs/ZyDuTK8jQArTz-WJ_Untitled-1.png?auto=format,compress&rect=0,0,1920,1080&w=1620&h=911)
Áhugaverð sýning á vegum Félags íslenskra gullsmiða á verkum Gitte Bjørn í andyri Norræna hússins, sýningin stendur til 1. nóvember.
Sýning Gitte Bjørn býður áhorfendum í könnun á mannlegri upplifun, mannslíkamanum og ótal formum hans. Frá því að Gitte hóf listferil sinn árið 1993 hafa verk hennar þróast frá því að búa fyrst og fremst til skartgripi yfir í að framleiða mikilfenglega hluti og heilstæðar sýningar. Öll hennar verk sýna djúpstæða tengingu og ást á vinnunni við að móta málm.
Verk hennar, hvort sem það er fígúratíf eða óhlutbundið með fígúratífum áhrifum undirstrika mikilfenglegt handverkið. Gitte kafar ofan í margbreytileika mannslíkamans og sýnir ósvífna túlkun á nefi, kynfærum og fitufellingum, sem hún umbreytir í hagnýta og fagra hluti eins og skálar, skeiðar og kertastjaka. Með stórkostlegu handverki sýna verk Gitte Bjørn sannleikann um líkamlegt sjálf okkar sem fallegt, fjörugt og raunverulegt.
Sýningin er viðburður á vegum Félags íslenskra gullsmiða í tilefni af 100 ára stofnafmæli félagsins.
![](https://images.prismic.io/midstod-honnunar-og-arkitekturs/ZyDu2K8jQArTz-X4_Ringfraserien_Grafitti_.jpg?auto=format,compress)
![](https://images.prismic.io/midstod-honnunar-og-arkitekturs/ZyDu2a8jQArTz-X6_Ringfraserien_Papercuts_.jpg?auto=format,compress)
![](https://images.prismic.io/midstod-honnunar-og-arkitekturs/ZyDu168jQArTz-X2_Ringfraserien_FlatPlate_.jpg?auto=format,compress)