Tilnefningar til FÍT verðlaunanna 2023
92 verk hljóta tilnefningu til FÍT verðlaunanna 2023. Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á verðlaunaafhendinguna sem haldin verður í Grósku, föstudaginn 17. mars kl. 19:00.
Hlutverk FÍT verðlaunanna er að veita því viðurkenningar sem skarar fram úr á Íslandi í grafískri hönnun og myndlýsingum. Innsendingar eru dæmdar út frá faglegum forsendum og tilnefningar aðeins veittar ef verk þykir vera framúrskarandi. Sömuleiðis er á valdi dómnefndar að ákveða hvort veittar séu viðurkenningar og hversu mörg verk hljóti tilnefningu í hverjum flokki.
Tilnefningar í ár voru aðeins veittar í 19 flokkum, en ákvörðun dómnefndar var að tilnefna engin verk í Opnum stafrænum flokki og Gagnvirkri miðlun.
Kynningar fyrir tilnefnd verk má hlaða niður hér fyrir neðan.