FJÖRUTÍU SKYNFÆRI - útskriftarsýning Listaháskóla Íslands opnar í Gerðasafni
Fjörutíu skynfæri er heiti útskriftarsýningar nemenda í hönnun og arkitektúr við Listaháskóla Íslands. Sýningin opnar í Gerðarsafni, Kópavogi sunnudaginn 30. ágúst og stendur til 13. september. Aðgangur er ókeypis.
Á sýningunni má sjá verk eftir nemendur sem útskrifuðust úr hönnun og arkitektúr frá Listaháskóla Íslands í júní 2020. Verkin eru lokapunkturinn á þriggja ára lærdómsferli nemenda og miðla persónulegri sýn þeirra á viðfangsefni sem snerta bæði samfélagslegan veruleika, tilfinningalíf, umhverfi og vissu og óvissu um framtíðina.
Verkefnin bera hvert á sinn hátt vott um skapandi og frjóa nálgun í hönnun og arkitektúr.
Öll byggja þau á samstarfi og samvinnu, þekkingarleit, tilfinningum og klókindum þar sem við sögu koma í það minnsta fjörutíu skynfæri og skynjanir, s.s. hungur, þorsti, jafnvægi, kláði, kvíði, snerting, hjartsláttur, skjálfti, hreyfing, hljóð og hiti.
Sýningastjórar eru Anna María Bogadóttir, Atli Bollason og Ólöf Rut Stefánsdóttir.
Fjörutíu skynfæri er heiti útskriftarsýningar nemenda í hönnun og arkitektúr við Listaháskóla Íslands.
Sýningin opnar í Gerðarsafni, Kópavogi sunnudaginn 30. ágúst 2020 og verður aðgangur á sýninguna ókeypis. Sýningin stendur til 13. september.
*
*
Forty Senses is the title of the Graduation Show of students of Design and Architecture in 2020.
The exhibition opens at Gerðarsafn museum in Kópavogur on Sunday the 30th of August 2020 at 10:00 and stays open until the 13th of September. Free admission.