Fléttað inn í borgarvefinn og landslagið,
rit eftir Gunnlaug Stefán Baldursson arkitekt
Á morgun föstudaginn 26. nóvember kemur út ritið „Fléttað inn í borgarvefinn og landslagið“ eftir Gunnlaug Stefán Baldursson arkitekt FAÍ.
Bókin fjallar um skipulags og byggingarmál í dag. Einkenni staða og þróun borgarkjarna í Evrópu eru skilgreind. Umtalsefni er m.a. opnara ferli og virk þátttaka borgarbúa í skipulagsferlinu, eðli hefðarinnar og staðbundin gerð bygginga eru skýrð. Stakkaskipti á byggðamynstri 20. aldar og þétting Reykjavíkurborgar er í miðdepli.
Bókin fæst í m.a. Bóksölu stúdenta, Forlaginu og Penninn/Eymundsson og kostar 2.990 kr. Bókin er gefin út í takmörkuðu upplagi.