FÓLK á 3 days of design
Íslenska hönnunarfyrirtækið FÓLK tekur þátt í dönsku hönnunarvikunni 3 days of design í sérstöku samstarfi við rafbílaframleiðandann Polestar. Sýning FÓLK verður í sýningarrými Polestar í hjarta Kaupmannahafnar, Kristen Bernikowsgade 3, dagana 7. - 9. júní.
Á 3 days of design mun FÓLK sýna vöruúrval sitt sem byggist á hönnun og framleiðslu sem styður græna umbreytingu og þeirri sýn að góð hönnun getur stutt hringrás hráefna.
Sem dæmi má nefna Airbag, loftpúða sem Studíó Flétta hannaði og hafa vakið alþjóðlega athygli, m.a á HönnunarMars núna í byrjun maí þar sem þeir voru hluti af sýningu FÓLK.
Sýningin er opin dagana 7. - 9. júní.