Gleðin við völd á úthlutun Hönnunarsjóðs í Grósku
Gleðin var við völd á seinni úthlutun Hönnunarsjóðs árið 2021
Ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir afhenti styrkþegum styrkina ásamt því að formaður stjórnar Hönnunarsjóðs, Birna Bragadóttir, kynnti þau verkefni sem hlutu styrk. Léttar veitingar og almenn ánægja að geta haldið almennilega úthlutun eftir ár í rafheimum.
19 ólík verkefni á sviði hönnunar og arkitektúrs hlutu styrk auk 9 ferðastyrkja. Að þessu sinni var 20 milljónum úthlutað en alls bárust 82 umsóknir um rúmar 208 milljónir. Hér má lesa meira um þau.
Víðir Björnsson ljósmyndari fangaði stemminguna hér: