Helga Guðrún Vilmundardóttir nýr formaður Arkitektafélags Íslands

Á aðalfundi Arkitektafélags Íslands sem haldinn var í lok mars var Helga Guðrún Vilmundardóttir, arkitekt og annar eigandi Stáss arkitekta kosinn nýr formaður. Hún hefur setið í stjórn AÍ í fjögur ár ásamt Sigríði Maack og Jóhönnu Höeg Sigurðardóttir. Sigríður Maack var áður formaður og tekur við stöðu gjaldkera í stjórn félagsins, en Jóhanna Höeg Sigurðardóttir heldur áfram sem ritari.
Helga Guðrún stofnaði Stáss arkitekta árið 2009 ásamt Árnýju Þórarinsdóttir. Hún stofnaði einnig og rak, ásamt öðrum hönnuðum, hönnunarverslunina Netagerðina á Mýrargötu á árunum 2011-2013.
,,Það eru spennandi tímar framundan hjá okkur í Arkitektafélaginu, það er mikill hugur í fólki innan félagsins sem sást best á því hve margir tóku þátt í stefnumótunarvinnu sem stjórn efndi til snemma á þessu ári. Við ætlum halda áfram að standa vörð um og efla umræðu um íslenskan arkitektúr og hið manngerða umhverfi. Mikilvægt er að arkitektar geri sig gildandi í umræðunni um mótun og þróun byggðar á Íslandi. Að félagsmenn haldi áfram að beita sér og leggja áherslu á gæði í byggðu umhverfi þar sem íbúar og notendur eru settir í forgrunn og að íslenskur arkitektúr skapi þannig góðan og gefandi ramma fyrir samfélagið sem við búum í," sagði Helga Guðrún af þessu tilefni.