HönnunarMars að hefjast: Fjölbreytt og framúrskarandi dagskrá

Fyrir áhugafólk um fatahönnun og tísku
Fatahönnuðir framtíðarinnar
Uppsprettan vaknar til lífsins í höfuðstöðvum Landsbankans föstudaginn 4. apríl kl. 20:00. Samtal tísku, arkitektúrs, tónlistar og viðskipta í viðburði þar sem framúrstefnulegum hugmyndum og fatahönnun er fagnað. Komdu og upplifðu lifandi gjörning, sýningu með fyrirsætum ásamt tónlistaratriði frá Thomasi Stankiewicz.
SLEEPWALKER
Laugardaginn 5. apríl sýnir Sóley Jóhannsdóttir sína fyrstu fatalínu sem unnin er útfrá hugmyndum hennar af svefngöngu og hvernig tískan getur fangað hughrif þessa draumkennda ástands. Línan er samblanda af rómantískum formum og grófum yfirhöfnum. Stíliseringin er innblásin af þessu draumaástandi, þegar fólk gengur um í svefni og fer að gera allskyns rugl.
Hildur Yeoman á HönnunarMars
Verið velkomin að fagna nýrri línu Hildar Yeoman með Ljósmyndasýningu á HönnunarMars! Við bjóðum upp á drykki og góða stemningu í Yeoman versluninni fimmtudaginn 3. apríl frá kl. 17:00–20:00.
99 ár – 867,815,464 klukkustundir
Í ár er 99 ára afmæli 66°Norður fagnað með sérstakri sýningu sem ber heitið „99 ár – 867,815,464 klukkustundir“. Sögulegar flíkur frá merkinu verða sýndar, til dæmis sjóstakkur frá fimmta áratugnum og fatnaður frá Ólympíuleikunum, í bland við nýrri.
Barnafjölskyldur, skoðið þetta!
Börnin að borðinu
Hefur einhver spurt krakka hvað þeim finnst um það hvernig hús eða hverfi líta út? Eða hvernig göturnar eru skipulagðar fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur eða bíla? ÞYKJÓ býður gestum í Hafnarhúsi innsýn í verkefnið „Börnin að borðinu“ sem hlaut Hönnunarverðlaun Íslands 2024 í flokknum Verk ársins.
Keramik fjölskyldusmiðja
Keramik fjölskyldusmiðja með Hönnu Dís Whitehead. Lærum að móta í leir þau form, hluti og verur sem okkur dreymir um. Smiðjan er hluti af mánaðarlegri fjölskyldudagskrá Hönnunarsafnsins og Menningar í Garðabæ.
Byggingarlistasmiðjur fyrir börn
Byggingarlistasmiðjur verða í boði fyrir börn á aldrinum 5-15 ára dagana 5.- 6. apríl í Grósku. Smiðjurnar byggja á barnabókinni Byggingarnar okkar sem fjallar um íslenska byggingarlistasögu, frá torfhúsum til steinsteyptra húsa, á einfaldan og aðgengilegan hátt.
Tilraunastofa ímyndunaraflsins
Skynvitund yngstu gesta Borgarbókasafnsins fær að njóta sín í nýju og endurbættu framtíðarbókasafni Reykvíkinga. Börnin stíga inn í sköpunarheim „ljóss & skugga“ á hæð sem verður alfarið tileinkuð þeim í umbreyttu bókasafni við Tryggvagötu.






Arkitektúr og byggingarlist
STÖNGIN INN
Minjastofnun Íslands og SP(R)INT STUDIO standa fyrir sýningunni STÖNGIN INN í Hegningarhúsinu á. Þar munu gestir fá að sjá umbreytingar Stangarbæjarins og mikilvægi hans sem menningar- og fornminjastaðar í nútímasamhengi, þar sem fornleifafræði og arkitektúr haldast hönd í hönd.
Léttari í spori - vistvænni byggingariðnaður
Byggingarframkvæmdir og notkun bygginga valda um 40% af losun koltvísýrings á heimsvísu. Arkitektar, einstaklingar og fyrirtæki í byggingariðnaði á Íslandi geta í sameiningu unnið að því að draga úr vistsporinu með því að hefja samtalið og læra af erlendum kollegum en í Danmörku er í þróun vegvísir til þess að draga úr vistspori byggingariðnaðar. Á HönnunarMars verður spennandi fundur um málefnið með innlendum og erlendum sérfræðingum.
Smiðja býður í heimsókn!
Smiðja, nýtt skrifstofuhúsnæði Alþingis, býður þér í heimsókn. Skipulagðar leiðsagnir um húsið verða leiddar af Steve Christer og Margréti Harðardóttur arkitektum byggingarinnar. Skráning er nauðsynleg og takmarkað pláss í boði.
Smiðja, eftir Studio Granda er verðlaunahafi í flokknum Staður á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024 fyrir arkitektúr.
Hönnun heimila, matur og fallegir hlutir
Epal í 50 ár - íslensk hönnun á öllum aldri
Epal fagnar í ár fimmtíu ára afmæli sínu og tekur þátt í HönnunarMars sautjánda árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Til sýnis verður hlaðborð af nýrri og áhugaverðri hönnun eftir fjölbreyttan hóp íslenskra hönnuða sem og íslensk húsgögn gegnum tíðina sem eiga það sameiginlegt að hafa náð hæstu hæðum varðandi sölu- og verðmætasköpun.
Til þín: frá Hofsstöðum og Hrísakoti
„Til og Frá“ tengir upprennandi íslenska hönnuði við bændur á Snæfellsnesi til að hanna nýjar matvörur sem leggja áherslu á efni og hráefni sem nesið býður upp á. Sérstök og tímabundin kjötbúð verður á annarri hæð Rammagerðarinnar Laugavegi 31 þar sem hægt verður að smakka.
Stólar
Skúlptúrar í formi stóla í hinum ýmsu stærðum og gerðum sem eiga allir eitt sameiginlegt; flöt sem setið er á. Leikur að óhefðbundnum formum stólanna þar sem hugmyndaflug listamannsins, Bjarna Sigurðssonar, fær að njóta sín. Sýningin er í nýju gallerýi Bjarna á Skólavörðustíg 41.
Unndór Egill Jónsson
Einstök húsgögn úr íslensku birki þar sem náttúrulegum og geómetrískum formum er teflt saman eftir myndlistarmanninn Unndór Egil Jónsson. Handverkið leikur lykilhlutverk í að samruninn heppnist og til að undirstrika það hefur Unndór sett verkstæðið sitt upp.
Grafísk hönnun og sýningar
Tákn fyrir kynhlutlaus rými
FÍT, Samtökin ‘78 og Miðstöð hönnunar og arkitektúrs stóðu fyrir hönnunarsamkeppni um tákn fyrir kynhlutlaus rými, svo sem salerni, búningsklefa, sturtuaðstöðu o.fl. í tilefni þess að fimm ár eru liðin frá því að lög um kynrænt sjálfræði voru samþykkt á Íslandi. Á sýningunni verður hægt að sjá verðlaunatillöguna, sem og aðrar tillögur sem sendar voru inn.
Drottningar
Hönnuður sýningarinnar Drottningar, Þura Stína, leggur áherslu á eðli drottningarinnar í gegnum grafík, orðatiltæki og upplifun. Drottningar birtast okkur í fjölda mynda og á HönnunarMars gerum við tilraun til að draga fram okkar einu sönnu drottningu!
Söltuð píka
Sýning sem varpar ljósi á upplifun kvenna og kvára í grafískri hönnun á Íslandi í gegnum þrjú tímaskeið: fortíð, nútíð og framtíð. Sýningin sameinar sögulegar frásagnir, samtímarýni og bjartsýna framtíðarsýn á stöðu og reynslu kvenna og kvára í faginu.
Outdoor Greenland eftir BIBI CHEMNITZ
Stígðu inn í grípandi heim og kraftmikla myndlistarsýningu BIBI CHEMNITZ, hins þekkta grænlenska hönnuðar sem blandar saman hrárri og hrikalegri fegurð norðurslóða við djarfa, nútímalega tísku.
Búast má við sláandi verkum sem sameina virkni og stíl óaðfinnanlega og enduróma seiglu og lífsanda á norðurslóðum.
Þetta er bara brot! Öll dagskráin er aðgengileg á vefnum, hægt er að skoða hana eftir dögum, áhugasviði og svæðum.
Sýningar og viðburðir dreifast víða um höfuðborgarsvæðið þó mest sé í miðborg Reykjavíkur; á Hafnartorgi, Laugavegi, úti á Granda, í Ásmundarsal, Norræna húsinu og Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi en líka í Hegningarhúsinu, Prikinu og Hosiló. Utan miðborgarinnar eru sýningar og viðburðir í Hönnunarsafni Íslands og Epal í Skeifunni!
Opnunarhófið 3. apríl í Hafnarhúsinu!
Þetta er partí sem þú vilt ekki missa af. HönnunarMars verður formlega settur í opnunarhófinu kl. 17 næsta fimmtudag.
Opnunarhóf HönnunarMars
Meet the Designers
Á Instagram síðunni okkar er fullt af efni. Þar er líka hægt að horfa á viðtöl við marga af þeim hönnuðum sem taka þátt í hátíðinni. Vertu með okkur og smelltu á follow!