Hönnunarsjóður - umsóknarfrestur til 2. september
Umsóknarfrestur í Hönnunarsjóð rennur út á miðnætti 2. september næstkomandi. Um er að ræða almenna- og ferðastyrki og síðari úthlutun ársins 2021.
Styrkirnir sem um ræðir eru eftirfarandi: þróunar- og rannsóknarstyrkir, verkefnastyrkir, markaðs- og kynningarstyrkir og ferðastyrkir. Nánar um styrki Hönnunarsjóðs má finna hér en ef það vakna einhverjar spurningar vinsamlegast hafið samband á sjodur@honnunarmidstod.is.
Úthlutun fer fram þann 7. október.
Hönnunarsjóður veitir styrki til margvíslegra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs: þróunar og rannsókna, verkefna og markaðsstarfs auk ferðastyrkja. Hlutverk sjóðsins er að efla þekkingu, atvinnu- og verðmætasköpun á sviði hönnunar og arkitektúrs með fjárhagslegum stuðningi en sjóðurinn er fjármagnaður af stjórnvöldum.
Hönnunarsjóður stuðlar einnig að auknum útflutningi íslenskrar hönnunar með því að styrkja kynningar- og markaðsstarf erlendis.