Hönnunarsjóður – umsóknarfrestur rennur út 17. september

4. september 2020

Umsóknarfrestur í síðustu úthlutun Hönnunarsjóðs árið 2020 rennur út 17. september næstkomandi. Um er að ræða almenna- og ferðastyrki.

Hönnunarsjóður veitir styrki til margvíslegra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs: þróunar og rannsókna, verkefna og markaðsstarfs auk ferðastyrkja. Hlutverk sjóðsins er að efla þekkingu, atvinnu- og verðmætasköpun á sviði hönnunar og arkitektúrs með fjárhagslegum stuðningi en sjóðurinn er fjármagnaður af stjórnvöldum.

Hönnunarsjóður stuðlar einnig að auknum útflutningi íslenskrar hönnunar með því að styrkja kynningar- og markaðsstarf erlendis.

Um síðustu úthlutun sjóðsins á árinu 2020 er að ræða en úthlutun fer fram 15. október.


Á heimasíðu Hönnunarsjóðs er hægt að nálgast frekari upplýsingar um sjóðinn og umsóknarferlið.

Frá aukaúthlutun Hönnunarsjóðs í vor.
honnunarmidstod
📢📢📢📢 Sjálfbær byggingariðnaður, íslensk framleiðsla, handspritt úr matarafgöngum og lífræn verðlaun í íþróttum meðal verkefna sem hljóta styrki í aukaúthlutun Hönnunarsjóðs! „Ég fagna þeirri áherslu á nýsköpun og skapandi lausnir sem er einkennismerki þessarar úthlutunar úr Hönnunarsjóði. Nú gildir að leita nýrra lausna við þeim áskorunum sem blasa við.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra iðnaðar og nýsköpunar. Í þessu myndbandi má sjá ræðu ráðherra í tilefni af úthlutun og styrkþega veita styrknum viðtöku. Leikstjórn Einar Egils og kvikmyndataka Anton Smári. Linkur í bio fyrir lista yfir verkefni og styrkþega! #honnunarmidstod #honnunarsjodur #designfund #icelanddesign #reykjavik #iceland
Dagsetning
4. september 2020
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

  • Greinar
  • Hönnunarsjóður