Hönnunarsjóður - umsóknarfrestur rennur út 4. febrúar

2. febrúar 2021
Frá úthlutun Hönnunarsjóðs í október 2020. Mynd/Lóa Hjálmtýsdóttir

Opið er fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð en um almenna- og ferðastyrki er að ræða. Umsóknarfrestur er til miðnættis 4. febrúar og fer úthlutun fram þann 4. mars.

Ýttu hér til að sækja um

Þetta er fyrsta úthlutun ársins 2021 en stjórn Hönnunarsjóðs er búin að festa dagsetningar varðandi umsóknarfresti og úthlutanir ársins.

Hægt er að sjá allar dagsetningar hér.

Við minnum á að hægt er að senda fyrirspurnir á
sjodur@honnunarmidstod.is

Hönnunarsjóður veitir styrki til margvíslegra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs: þróunar og rannsókna, verkefna og markaðsstarfs auk ferðastyrkja.

Hlutverk Hönnunarsjóðs er að efla þekkingu, atvinnu- og verðmætasköpun á sviði hönnunar og arkitektúrs með fjárhagslegum stuðningi en sjóðurinn er fjármagnaður af stjórnvöldum.

Hönnunarsjóður stuðlar einnig að auknum útflutningi íslenskrar hönnunar með því að styrkja kynningar- og markaðsstarf erlendis.

Dagsetning
2. febrúar 2021
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

  • Greinar
  • Hönnunarsjóður
  • Fagfélög