Jes Einar Þorsteinsson arkitekt er látinn
Jes Einar Þorsteinsson nam arkitektúr við École des Beaux-Arts í París á árunum 1956-1967. Á námsárunum vann Jes Einar bæði hjá Gísla Halldórssyni og Högnu Sigurðardóttur og á ýmsum teiknistofum í París. Að námi loknu stofnaði Jes Einar eigin teiknistofu og rak hana allan sinn starfsferil.
Hann er arkitekt margra bygginga hér á landi. Meðal bygginga hans eru sundlaugarbygging við Laugardalslaug, heilsugæslustöð á Seltjarnarnesi, sjúkrahús á Ísafirði og Skeiðalaug í Brautarholti.
Samhliða stofurekstri sinnti Jes Einar ábyrgðarstörfum fyrir arkitekta, var í stjórn Arkitektafélags Íslands í samtals sex ár og þar af formaður 1984-’86. Hann sat í stjórn Bandalags íslenskra listamanna og í stjórn Listskreytingasjóðs fyrir arkitekta á sama tíma.
Jes Einar var formaður stjórnar ÍSARK-Íslenska arkitektaskólans á meðan hann starfaði og var kjörinn heiðursfélagi í Arkitektafélagi Íslands 2013.
Arkitektafélag Íslands ásamt Hönnunarsafni Íslands hefur síðastliðið ár verið að undirbúa sýningu og málþing um Jes Einar og verk hans í tilefni af 90 ára afmæli Jes sem vonandi verður að veruleika nú í haust.
Við vottum fjölskyldu og vandamönnum samúðarkveðju.