Jólamarkaður Saman í Hafnarhúsinu, laugardaginn 30. nóvember.
Jólamarkaður Saman ~ menningar og upplifunar markaðar verður haldinn í porti Hafnarhússins, laugardaginn 30. nóvember, milli 11:00 - 17:00. Einstakur markaður þar sem hönnun, myndlist, ritlist, sviðslist, matur og drykkur eru í forgrunni.
Um er ræða vettvang þar sem hönnuðir, myndlistarmenn, matgæðingar og tónlistarfólk koma saman á skemmtilegum markaði þar sem ógrynni af fallegum vörum, drykkjum, matvöru og listaverkum af ýmsum toga verða til sölu fyrir jólin. Einnig verða skemmtilegir viðburðir á jólamarkaðnum, Rán Flygenring verður með fjölskyldu smiðju um Tjörnina, nýjustu bók sína, Lady Brewery verður með Pikkl & Bjór og hönnunarteymið Þykjó sem vann Hönnunarverðlaun Íslands í flokki Verk ársins, verður með Ó!Róa smiðju fyrir krakka.
Dagskrá:
11:00 - 17:00 / Lady Brewery verður með "Pikkl & Bjór" - PopUp Bar á annari hæð safnsins, þar sem hægt verður að hlaða batteríin með frískandi drykkjum og gómsætu snarli.
11:30 - 13:00 / Rán Flygenring verður með skemmtilega fjölskyldu smiðju um Tjörnina sem er bók sem er gefin út af Angústúra núna fyrir jólin. Hægt verður að versla bókina á markaðnum & mögulega blikka Rán í eiginhandaráritun.
14:00 - 16:00 / ÞYKJÓ verður með Ó!Róa smiðju fyrir krakka í fjölnotarými, þar sem fundnir hlutir úr náttúrunni verða kannaðir & notaðir við gerð aðventulegra óróa. ÞYKJÓ vann til Hönnunarverðlauna Íslands nú á dögunum, til hamingju!
Hönnuðir, matarframleiðendur og listamenn verða staðsettir í Porti safnsins með frábærar vörur “beint frá stúdíó” :
Eldblóm, Ilmur & Sjór, SODALAB, Fyrirbæri vinnustofur listamanna, Grugg & Makk, Angústúra, Sigurborg Stefánsdóttir, by Krummi, Steinholt &Co, DAYNEW, Ólöf Björg Björnsdóttir, Fengr, La Brújería, Glingling Jewelry, Myrkraverk Gallery, Terminal X, Vessel, studio CH, SVAVA sinnep, Kandís, Olíalda (Sápulestin), Matteria, Mindful Photoart- Rannsy, Tender Habit, Barnaból, olían okkar, EIRORMUR, Coocoo's Nest kokkabókin, And Anti Matter//Anti Work, Undrajurtir.
Á Jólamarkaði Saman eru þátttakendur alls staðar af landinu að kynna og selja vörur sem eru flestar framleiddar og/eða skapaðar hér heima, margt handgert af einstaklingum á bakvið vörumerki, einyrkjar, gallerý, studio, og smá framleiðendur. Saman sameinar mismunandi greinar og leggur áherslur á skapandi hugsun, list, hönnun, nýjungar, nýnæmi & áhugaverðra útfærslur og sjónarhorn. Mikil veisla verður á deginum og full dagskrá fyrir alla fjölskylduna, krakkalakka smiðjur með Rán Flyngering og ÞYKJÓ & Lady Brewery PopUp bar á efri hæð safnsins fyrir fylgifiska þeirra.
Frábær upplifun fyrir fjölskyldu og vini þar sem allir finna eitthvað fyrir hátíðirnar og styðja við íslenska listamenn, matgæðinga og hönnuði.
Þau sem standa að jólamarkaðnum Saman eru Lady brewery brugghús, And Antimatter skapandi vinnustofu og Soda Lab drykkjar tilraunastofa.