Laus vinnupláss fyrir arkitekta í Katrínartúni
Katrín Ísfeld innanhúsarkitekt auglýsir laus pláss fyrir 4-6 arkitekta í Hönnunar Studiói hennar.
Um er að ræða um 50 fm rými í Katrínartúni 4.
Plássið er tilvalið fyrir arkitekta sem vilja vinna í fallegu og aðgengilegu rými. Væntanlegum leigjendum stendur til boða að merkja húsnæðið (glerið) með nafni sínu og merki. Nú þegar starfa í rýminu þau Katrín Ísfeld, innanhúsarkitekt, og Ómar Örn, grafískur hönnuður.
Verið er að innrétta rýmið, en það verður laust til leigu bráðlega.
Verðið er kr. 70.000 kr. án vsk., innifalið er sameiginlegt eldhús og salerni, opin aðstaða fyrir smærri fundi og stærri fundaraðstaða inn af vinnurýminu.
Nánari upplýsingar veitir Katrín Ísfeld á netfanginu katrin@katrinisfeld.is eða í síma 663 3414.