Leiðsögn með dansdæmum á Hönnunarsafni Íslands
Sunnudaginn 20. október kl. 13:00 verður leiðsögn með dansdæmum um sýninguna Hönnunarsafnið sem heimili. Sigríður Sigurjónsdóttir, forstöðumaður safnsins og Sigríður Soffía Níelsdóttir, dansari og danshöfundur sjá um leiðsögnina.
Almenn leiðsögn um sýninguna Hönnunarsafnið sem heimili. Til gamans verða skoðuð nokkur dansdæmi frá tímabilum sem tengjast hlutum á sýningunni. Er mögulega eitthvað samband á milli tíðaranda í hönnun og tíðarandi í dansi?
Sýningin Hönnunarsafnið sem heimili samanstendur af um 200 íslenskum hönnunagripum frá árinu 1930 til dagsins í dag.
Sýningin er sett upp sem grunnmynd af heimili en líkt og á heimilum fólks má sjá þar hlið við hlið hluti frá mismunandi tímabilum. Húsgögn, borðbúnaður, fatnaður, bækur og textíll varpa ljósi á brot af því sem íslenskir hönnuðir og handverksfólk hefur skapað.
Í augnablikinu er skemmtileg viðbót við sýninguna sem ber yfirskriftina “Örverur á heimilinu” þar sem skyggnst er inn í samlífi manna og örvera.