Leiðsögn um nýjasta borgarhluta Reykjavíkur
Í tilefni af hækkandi sól og bólusetningum er félagsmönnum AÍ boðið í leiðsögn um nýjasta borgarhluta Reykjavíkur, Austurhöfn. Fimmtudaginn 3. júní kl. 17.00 mun Halldór Eiríksson arkitekt hjá T.ark taka á móti félagsmönnum og ganga um Austurhöfn og Hafnartorgssvæðið.
Austurhöfn er íbúða- og verslunarverkefni á Austurbakkanum við Reykjavíkurhöfn, teiknað af T.ark fyrir Íslenskar Fasteignir og Reginn. Íbúðirnar eru 74 frá 40 m2 upp í 300 m2 og um 2000 m2 af verslunar og þjónusturýmum á jarðhæð.
Hist verður við Hafnarbakkann á horni Bryggjugötu og Geirsgötu (við enda Pósthússtrætis/Steinbryggju) og þaðan skoðaðar íbúðir og inngarður og endað í Reykjastræti. Áætlað er að gegnumgangurinn taki klukkutíma.
Hvenær: Fimmtudaginn 3. júní
Klukkan hvað: 17.00
Hvar: Hist verður við Hafnarbakkann á horni Bryggjugötu og Geirsgötu (við enda Pósthússtrætis/Steinbryggju)