Líf og fjör í Hönnunarsafni Íslands á Safnanótt
Á Safnanótt á morgun, þann 7. febrúar nk. verða skemmtilegir viðburðir í Hönnunarsafni Íslands ásamt því að ókeypis aðgangur verður inn á sýningarnar Sveinn Kjarval, Það skal vanda sem lengi á að standa og Anna María Pitt, silfursmiður í vinnustofudvöl.
Á Safnanótt á morgun, þann 7. febrúar nk. verða skemmtilegir viðburðir í Hönnunarsafni Íslands ásamt því að ókeypis aðgangur verður inn á sýningarnar Sveinn Kjarval, Það skal vanda sem lengi á að standa og Anna María Pitt, silfursmiður í vinnustofudvöl.
Kl. 18 verður Dr. Arndís S. Árnadóttir með fyrirlesturinn Sveinn Kjarval, andinn býr í innréttingunum, í Sveinatungu, nýjum fjölnota fundarsal Garðabæjar sem staðsettur er í næsta húsi við Hönnunarsafn Íslands.
Á sýningunni sem nú stendur yfir í Hönnunarsafni Íslands á verkum eftir Svein Kjarval er áherslan lögð á húsgagnahönnun Sveins. Sveinn hannaði þó einnig innréttingar fyrir verslanir, veitingahús og ýmis opinber rými auk þess sem hann tók að sér innanhússhönnun fyrir fjölda heimila.
Í Austurstræti, Bankastræti, upp allan Laugaveginn og á Skólavörðustíg í Reykjavík mátti sjá glæsilegar verslunarinnréttingar sem Sveinn hannaði í léttum nútímastíl. Þær eru allar horfnar en teikningar og ljósmyndir hafa varðveist. Hann lagði jafnan áherslu á léttleika, náttúrulegan efnivið, opnar hillur og áberandi léttbyggð afgreiðsluborð. Alls staðar var góð óbein lýsing og lifandi gróður. Þessar innréttingar verða til umfjöllunar í fyrirlestrinum en Arndís er sýningarstjóri sýningarinnar Sveinn Kjarval, það skal vanda sem lengi á að standa, sem nú stendur yfir í Hönnunarsafni Íslands.
Kl. 20 verður Guðmundur Oddur Magnússon, rannsóknarprófessor við LHI, með fyrirlestur sem haldinn er í tengslum við rannsóknarverkefnið, íslensk myndmálssaga, sem nú hefur aðsetur í Hönnunarsafni Íslands.
Því sköpunarverk mannsins og hugmyndir ferðast eins og rekaviður, veltast um en eru ekki eins frumlegar og margur heldur. Hugmyndin er sú sama en útfærslan breytist á leiðinni eftir persónuleikum, staðbundnum efnivið og verkþekkingu.
Frá kl. 21 verður boðið upp á lifandi jazz í sýningarsal safnsins þar sem nú stendur yfir sýningin,